föstudagur, maí 16, 2003

Nú er ég að sýsla í blogginu mínu með Kristjáni vini mínum. Hann hefur þá innsýn sem mig vantar til að koma af stað stórum breytingum. En núna, sem sé, tilkynni ég um slíkar breytingar. Dagbókin er orðin þreföld. Þessi, næsta og svo hin. Þ.e.a.s. Venjuleg dagbók, pælingabók (Hugarfóstur) og dagbók á ensku (Reguliary). Vonandi verð ég jafn virkur á þeim öllum.

föstudagur, maí 09, 2003

Skólinn er búinn og staðreyndir sumarsins blasa við: Ferð með Norrænu 22-29 maí plús tveir dagar til og frá Austfjörðum. Landvarsla í Skaftafelli 1.júlí-19.ágúst.

mánudagur, maí 05, 2003

Ekki mikið að frétta af mér þessa dagana annað en það að verkefnin sem hrúguðust upp hefur mestmegnis verið dömpað yfir til kennaranna. Frá og með mánudeginum fimmta upplifi ég mig sem frjálsan mann og get farið að einbeita mér að því að undirbúa sumarið. Þar lætur ýmislegt á sér kræla. Spurning með Landvörslu en hins vegar ekki nein spurning með Norrænuferð í lok maí. Færeyjar og Hjaltlandseyjar. Happy, happy days :-))