föstudagur, júlí 18, 2003

Frí í Reykjavík gerði mér gott. Læknir kippti ofnæminu í lag með einni sprautu. Ég anda. Endurfæddur, nánast. Ótrúlega gaman að upplifa glæsilegt sumarið án pirrings í öllum vitum. Keypti mér meira að segja sumarföt, léttar kálfsíðar buxur í stíl við sumarskyrtu. Nú er gaman að vera til. Við Vigdís höfum eytt megninu af mínu þriggja daga fríi í rólegheitum. Engar langferðir eða neitt í þeim dúr, nema hvað, við fórum í Hvalaskoðun út frá Reykjavíkurhöfn. Elding stendur sig í stykkinu með skjólgóðum báti. Það er frábær skemmtun að elda hvali í góðu veðri og spóka sig í leiðinni á þilfarinu.
Í fyrramálið fer ég eldsnemma með rútu og mæti í Skaftafell síðdegis, vel birgður bókakosti um sveitina: Fornir búskaparhættir og Saga Skeiðarárhlaupanna er svona það helsta að ótöldum blómaskruddum af ýmsum stærðum :-)

Steini

Engin ummæli: