mánudagur, desember 24, 2007

Fréttnæmt: Veikindi og jólakveðja

Ég vaknaði við dúnmjúkan nýfallinn snjó í morgun og naut þess að sópa af bílnum. Þetta var heldur óvænt eftir dumbungshaust og -vetur. Tímasetningin gæti ekki verið jólalegri. Jólastemningin heima hjá okkur er hins vegar undarleg. Signý og Hugrún eru stöðugt að glíma við kveisur. Ástandið fyrir um mánuði síðan (þegar ég talaði um "pensillínfjölskylduna") er bara djók miðað við það sem hefur komið í kjölfarið. Ég greini betur frá því síðar en í stuttu máli þá fórum við snemma á fætur í morgun til að skjótast á læknavaktina. Hugrún er komin með hlaupabóluna (b´lurnar skipta tugum) og er þar að auki með eyrnabólgu öðru megin og streptokokka sýkingu í hálsi (sem er verra en nokkur hálsbólga, skilst mér). Signý er á góðu róli en hefur undanfarið verið með lungnabólgu og eyrnabólgu sem lyfjagjöf hefur bjargað fyrir horn. Þetta kíkjum við hins vegar á betur seinna.

Jólaundirbúingur hefur allur rakast vegna stöðugra veikiinda. Tvísýnt er með jólakort (sem mörg hver verða áramótakort) og við þurftum að skera niður fjölda jólagjafa og þann tíma sem gátum leyft okkur í búðaráp verulega. En þetta reddast. Við förum í mat uppi í Dalseli og reynum að hafa það náðugt. Það verður góð tilbreyting að láta dekra aðeins við sig eina kvöldstund.

VIð óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að allir hafi það afar huggulegt.

Engin ummæli: