föstudagur, júní 18, 2010
Upplifun: Útilegustemning í Vatnsmýrinni
Fyrir nokkrum vikum baðaði maður sig í sólskini. Mér leist ekki á að hafa sama veður yfir mér í júní. Þá yrði ég að bíta í það súra að sitja inni á meðan aðrir spókuðu sig utandyra. En það kom ekki til þess. Veðrið breyttist snögglega rétt fyrir mót. Ég var eiginlega hálfpartinn búinn að spá því - án þess að ég lýsi mig ábyrgan. Reyndar var óheppilegt að fá hellirigningu á laugardaginn var því þá hélt Stella (stundum kennd við Kristján) útskriftarveislu í glerskála bak við Norræna húsið. Það hefði verið ljúft að hafa glampandi sól við litlu tjörnina svo að börnin gætu valsað um frjálslega. Í staðinn myndaðist all sérstök og hugguleg tjaldstemning á meðan droparnir féllu á glerið. Veitingar voru að sjálfsögðu fyrsta flokks, þar sem laukmarínerað kartöflusalat kom skemmtilega á óvart.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli