Signý bauð tveimur vinkonum sínum heim í dag í tilefni þess að kisan hennar ætti afmæli. En það var svolítið vandasamt því hún á engan kött. Ekki hér heima, að minnsta kosti. Hins vegar sá hún fyrir nokkrum dögum villikött í fjörunni hér rétt hjá og lék sér aðeins við hann. Þá ákvað hún að hann skyldi vera kötturinn sinn. Eftir það hefur hún talað um hann hiklaust sem sinn eigin kött af miklum sannfærngarkrafti, þó hann gangi laus og villtur um fjöruna. Kötturin ber meira að segja virðulegt nafn: Silja Ljósbrá, kallaður Bíbí.
Núna var sem sagt komið að því að taka á móti vinkonum hennar sem gerðu ráð fyrir kisuafmæli. Ég vildi ekki að þær yrðu fyrir vonbrigðum eða fyndust þær hafa verið plataðar svo ég ákvað að taka strax fram, þegar þær voru sóttar, að hún ætti ekki "venjulegan kött" heldur "villikött" og bauð þeim í óvissuferð um fjöruna, með ferskan túnfisk í farteskinu í tilefni af "afmælinu". Þetta var auðvitað ákaflega spennandi. Við hrifsuðum með okkur ferskar "barnagulrætur" úr garðinum sem nesti og skoluðum í garðslöngunni og skoðuðum svo fjöruna í krók og kima. Eftir drjúgan rannsóknarleiðangur um fjöruna, þar sem ekki sást nokkur köttur á kreiki (aldrei þessu vant), voru þær allar sáttar við að koma aftur inn. Við skildum auðvitað túnfiskinn eftir á myndarlegri syllu fyrir kisuna, með útsýni og polli (til að baða sig í eftir matinn). Svo fórum við inn, þær fengu allar afhentar heimatilbúnar "Hello Kitty" litabækur og horfu saman á teiknimynd, allar sáttar við sinn hlut.
föstudagur, september 23, 2011
fimmtudagur, september 22, 2011
Daglegt líf: Kvöldsund
Ég skellti mér í sund með Hugrúnu í kvöld. Fékk að fara í kvennaklefann :-) Það er nefnilega verið að gera við gluggana í kvennaklefanum og fyrst iðnaðarmennirnir eru karlkyns þá er búið að svissa klefum, tímabundið. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá. Hann var eiginlega alveg eins, fyrir utan skort á pissuskálum. Svo var eitt sturtuhengið bleikt í kvennaklefanum og nokkrar sturtanna lægri. Annað var það nú ekki.
Hugrún var hins vegar hin hressasta. Hún hitti fólk í heita pottinum sem talaði spænsku og það vakti umsvifalaust áhuga hennar. Hún sveimaði kringum þau og opinberaði síðan leyndarmál sitt, að hún kunni að segja ýmislegt á spænsku. Hún var strax fengin til þess að telja og syngja á spænsku og kunni bara vel við athyglina.
Annað gerði hún skemmtilegt. Hún setti á sig sundkúta sem merktir voru Latabæ. Hún sá þar mynd af Sollu stirðu og bar nafnið hennar fram svona: Solla styðra. Ég skrifa þetta með yfsiloni vegna þess að það rímar við orðið "glyðra".
Hugrún var hins vegar hin hressasta. Hún hitti fólk í heita pottinum sem talaði spænsku og það vakti umsvifalaust áhuga hennar. Hún sveimaði kringum þau og opinberaði síðan leyndarmál sitt, að hún kunni að segja ýmislegt á spænsku. Hún var strax fengin til þess að telja og syngja á spænsku og kunni bara vel við athyglina.
Annað gerði hún skemmtilegt. Hún setti á sig sundkúta sem merktir voru Latabæ. Hún sá þar mynd af Sollu stirðu og bar nafnið hennar fram svona: Solla styðra. Ég skrifa þetta með yfsiloni vegna þess að það rímar við orðið "glyðra".
miðvikudagur, september 21, 2011
Daglegt líf: Afmæli og Gullbrúðkaup
Afmæli og aftur afmæli. Síðustu vikur var mikið um að vera á því sviðinu. Fullt af barnaafmælum, bæði vinir Signýjar úr leikskólanum og afmæli Almars Steins og Friðriks Vals. Svo komu tvö stórafmæli. Fyrst var það langamma Signýjar og Hugrúnar (móðurmegin) hún Vigdís Einars eldri sem varð 90 ára gömul. Hún er nú lygilega vel með á nótunum og alltaf jafn virðuleg þó líkaminn sé orðinn hrumur. Svo fórum við í 50 ára brúðkaupsafmæli foreldra minna - Gullbrúðkaup, eins og það heitir. Það var á föstudaginn var, 16. september. Ég tók virkan þátt í undirbúningi óvænts atriðis sem fólst í því að rifja upp tímann sem þau eiga að baki saman, áratug fyrir áratug. Það mæltist vel fyrir. Síðan sungum við saman lag með uppáhaldstónlistarmanni pabba, Harry Belafonte: "There´s a Hole in the Bucket" sem kom út fyrir nákæmlega 50 árum síðan. Við skiptum í lið, konur og karlar, því lagið er einmitt sungið þannig í upprunalegu útgáfunni. Bara afslappað. Kvöldið var allt mjög ánægjulegt og gaman að sjá mömmu og pabba svona glöð yfir þessu öllu saman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)