miðvikudagur, september 21, 2011

Daglegt líf: Afmæli og Gullbrúðkaup

Afmæli og aftur afmæli. Síðustu vikur var mikið um að vera á því sviðinu. Fullt af barnaafmælum, bæði vinir Signýjar úr leikskólanum og afmæli Almars Steins og Friðriks Vals. Svo komu tvö stórafmæli. Fyrst var það langamma Signýjar og Hugrúnar (móðurmegin) hún Vigdís Einars eldri sem varð 90 ára gömul. Hún er nú lygilega vel með á nótunum og alltaf jafn virðuleg þó líkaminn sé orðinn hrumur. Svo fórum við í 50 ára brúðkaupsafmæli foreldra minna - Gullbrúðkaup, eins og það heitir. Það var á föstudaginn var, 16. september. Ég tók virkan þátt í undirbúningi óvænts atriðis sem fólst í því að rifja upp tímann sem þau eiga að baki saman, áratug fyrir áratug. Það mæltist vel fyrir. Síðan sungum við saman lag með uppáhaldstónlistarmanni pabba, Harry Belafonte: "There´s a Hole in the Bucket" sem kom út fyrir nákæmlega 50 árum síðan. Við skiptum í lið, konur og karlar, því lagið er einmitt sungið þannig í upprunalegu útgáfunni. Bara afslappað. Kvöldið var allt mjög ánægjulegt og gaman að sjá mömmu og pabba svona glöð yfir þessu öllu saman.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var magnað kvöld og ALLT gekk upp eins og það var planað !!!!

Flott atriðið með bakkana og Harry Belafonte....

Glæsileg veisla.

KV: B