sunnudagur, apríl 27, 2003
Þessa dagana hrúgast upp verkefni í skólanum auk dálaglegrar tarnar í vinnunni. Svo söng ég á tónleikum með Seltjarnarnesskirkjukórnum í dag (Bach: Magnificat). Nóg að gera. Hins vegar tók ég mér gott frí um páskana og fór upp í sumarbústað ásamt Vigdísi. Við vorum þar tvö ein og létum huggulegheitin ráða ríkjum. Ótrúlegt að heyra þögn allt í kring milli þess sem spóinn og hrossagaukurinn enduróma til skiptis í fjarska. Fullt af fuglum komnir á kreik greinilega, gluggakistan iðandi í flugum og hunangsflugur sveima um eins og stór þykkildi. Þetta verður víst mikið skordýravor. Spurning hvort ekki væri gott að fá smá kuldakast :-) Annars var þessi dvöl hin þægilegasta uppi í Úthlíð. Að lokum skiluðum við lyklunum til "Björns bónda". Mér fannst það fyndið! Við máttum ekki skila lyklunum til Péturs og Páls heldur "Björns bónda". Það er sko ekki það sama Jón og séra Jón, hah!
þriðjudagur, apríl 15, 2003
Nú er ég búinn að lifa án tölvunnar minnar í heila viku. Þetta var ný kristaltær tölva í orðsins fyllstu merkingu. Mitt lán í öllu þessu óláni var að tölvan var splunkuný þannig að ég var enn ekki búinn að fylla hana af ómetanlegum gögnum. Sem betur fer. Satt að segja er ég fyrst og fremst feginn því að óþokkinn skemmdi ekki íbúðina og stal restinni af dótinu mínu. Þarna lágu óhreifð myndavél, ferðageislaspilari, nokkur hundruð geisladiskar, möppur með alls kyns gögnum (vegabréf og fleira). Ég hefði getað farið mun verr út úr þessu. 150 þúsund króna tölva er hins vegar nokkuð sem stuggar við manni fjárhagslega.
Rannsóknin er í gangi. Lögreglan er búinn að kíkja í fimm mínútur og taka málamyndaskýrslu og setja hana í skúffu. Þetta er of lítilshátta innbrot til að þeir nenni að eyða miklum tíma í það. Svo er ekkert um skýrar vísbendingar að sjá. Engin fingraför. Ég þarf að fara á stúfana sjálfur. Spyrjast fyrir um hvar maður kaupir þýfi. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Kannski er það einhvers virði að verða fyrir svona áfalli ef það opnar manni augun fyrir undirheimum Reykjavíkur. Ég er sem sé fastagestur á subbulegri pöbbum bæjarins þessa dagana :-)
Rannsóknin er í gangi. Lögreglan er búinn að kíkja í fimm mínútur og taka málamyndaskýrslu og setja hana í skúffu. Þetta er of lítilshátta innbrot til að þeir nenni að eyða miklum tíma í það. Svo er ekkert um skýrar vísbendingar að sjá. Engin fingraför. Ég þarf að fara á stúfana sjálfur. Spyrjast fyrir um hvar maður kaupir þýfi. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Kannski er það einhvers virði að verða fyrir svona áfalli ef það opnar manni augun fyrir undirheimum Reykjavíkur. Ég er sem sé fastagestur á subbulegri pöbbum bæjarins þessa dagana :-)
föstudagur, apríl 11, 2003
Síðastliðinn mánudag kom ég heim klukkan hálf fimm eftir tveggja klukkustunda dvöl uppi í skóla. Mér brá snögglega við að sjá það að tölvan mín var horfin!!! Skrifborðið stóð aðeins frá veggnum með lausum snúrum á gólfinu. Engin tölva og enginn skjár.
Um þetta hef ég ekki meira að segja í bili annað en það að þjófurinn hefur líklega verið öllum hnútum kunnugur og gengið að þessu markvisst. Ég er enn að brjóta heilann um þetta. Með hausverk. Hundfúll.
Um þetta hef ég ekki meira að segja í bili annað en það að þjófurinn hefur líklega verið öllum hnútum kunnugur og gengið að þessu markvisst. Ég er enn að brjóta heilann um þetta. Með hausverk. Hundfúll.
laugardagur, apríl 05, 2003
Undanfarna viku hefur verið gestkvæmt hjá mér. Ég fékk góða vinkonu frá þýskalandi, Leonie, og vin hennar, Heiko, í heimsókn. Hann gisti hjá mér í tíu daga. Leonie hafði húsaskjól annars staðar en var heimagangur flesta daga. Mér fannst tilbreytingin góð, strax fyrsta daginn, að koma heim eftir erfiðan vinnudag og finna matarilm. Holan sem ég bý í á Grettisgötu er í alla staði mjög hugguleg en hún öðlaðist óneitanlega meira gildi í þessum í tíu daga félagsskap. Við gerðum ýmislegt saman en eitt það allra skemmtilegasta var að vinna að verkefni sem ég þurfti að skila inn í Kennaraháskólanum! :-) Þau gátu hjálpað mér því ég þurfti að skila inn nokkurra mínútna kennslumyndbandi. Efnistökin það frjáls að ég gat leyft mér að taka upp þýskukennslu á myndband. Þetta kallast að slá tvær þýskar flugur í einu höggi. Hugmyndin tókst á flug og við eyddum heilum degi í að uppgötva Reykjavík og taka mynd af því á meðan. Á endanum horfðum við saman á um það bil klukkutímalangt efni af líflegu bæjarrölti. Kaflarnir verða eftirfarandi: Kaffisopi í bakaríinu, á rölti um götur bæjarins, Í kolaportinu, uppi í Hallgrímskirkjuturni, ís í Perlunni og vídeóspóla að kveldi dags. Núna gerast hlutirnir hratt í Gagnasmiðju Kennaraháskólans. Ég er búinn að færa spóluna yfir á stafrænt form og leik mér að því næstu daga að klippa efnið til. Útkoman verður líklega knappt fimm mínútna kennslumyndband (samkvæmt forskrift verkefnisins). Ég vil hins vegar búa til aðra útgáfu fyrir sjálfan mig, eins konar "Director´s Cut", og klippa til mynd sem spannar líklega um fimmtán til tuttugu mínútur. Hún verður vandaðri, flottari og segir meiri sögu enda þarf ég ekki að takmarka hana við athyglisbrest venjulegs unglings í þýskutíma.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)