sunnudagur, apríl 27, 2003
Þessa dagana hrúgast upp verkefni í skólanum auk dálaglegrar tarnar í vinnunni. Svo söng ég á tónleikum með Seltjarnarnesskirkjukórnum í dag (Bach: Magnificat). Nóg að gera. Hins vegar tók ég mér gott frí um páskana og fór upp í sumarbústað ásamt Vigdísi. Við vorum þar tvö ein og létum huggulegheitin ráða ríkjum. Ótrúlegt að heyra þögn allt í kring milli þess sem spóinn og hrossagaukurinn enduróma til skiptis í fjarska. Fullt af fuglum komnir á kreik greinilega, gluggakistan iðandi í flugum og hunangsflugur sveima um eins og stór þykkildi. Þetta verður víst mikið skordýravor. Spurning hvort ekki væri gott að fá smá kuldakast :-) Annars var þessi dvöl hin þægilegasta uppi í Úthlíð. Að lokum skiluðum við lyklunum til "Björns bónda". Mér fannst það fyndið! Við máttum ekki skila lyklunum til Péturs og Páls heldur "Björns bónda". Það er sko ekki það sama Jón og séra Jón, hah!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli