Loksins fæ ég mig til að skrifa. Það sem hefur haldið mér frá tölvunni er sambland af önnum og veikindum. Signý þurfti að fara á annan pensillín-kúr og á meðan var Hugrún með undarlegar hægðir í heila viku. Í kjölfarið fékk hún hita sem fór hækkandi. Við kíktum til læknis í tvígang, í seinna skiptið mættum við með þvagsýni. Í ljós kom að hún var með blöðrubólgu. Hún fór því á lyfjakúr líka. Sýnið fór hins vegar í rannsókn og í ljós kom að þar voru einar þrjá bakteríur að berjast um yfirrráðin. Það þarf að rannsaka þetta betur og Hugrún fer í ómun á næstu dögum til að ganga úr skugga um hvort þetta sé tilfallandi eða krónískt.
Þegar við höfðum hvað mestar áhyggjur af þessu veiktist ég. Ég hélt það hlyti bara að vera einhver aumingjaveiki vegna álagsins að undanförnu, en það var öðru nær. Ég er kominn með hlaupabólu, á gamals aldri. Ég fékk hana aldrei sem barn og það er skelfilegt að fá hana svona gamall. Hún leggst miklu þyngra á mann fyrir vikið. Ég var með 38 stiga hita fyrstu tvo dagana, síðan 39 og núna í dag var ég með 39,7. Svo á þetta að batna smám saman en svo lengi sem gamlar bólur eru enn þá að þorna og falla af mér er ég bráðsmitandi. Ég er í sóttkví og meldaði mig frá vinnu út vikuna (það verður líklega framhald á því).
Afmæli Signýjar er augljóslega í uppnámi. Það verður ekkert haldið hér innandyra. Kannski bökum við litla köku og færum henni eitthvað, en höfum þess í stað ákveðið að færa afmælisdaginn fram yfir áramót. Í stað þess að halda hann þrettánda des. höldum við hann á þrettándanum (6. jan). Okkur finnst það skemmtileg lausn, og þá er fólk afslappaðra en í aðdraganda jóla (og meiri líkur á að við verðum heil heilsu).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ja hérna ,,,,það á ekki af ykkur að ganga......
Ég hef ekki þorað að koma til ykkar þar sem hér hefur kvef og hálsbólga / barkabólga verið í gangi og ekki fallegt að bæta því á hitt hjá ykkur þar sem ónæmiskerfið ykkar er greinilega
í uppnámi.....
Auk þess þori ég ekki að taka sjensinn á að hér geti komið upp ristill (fullorðins útgáfa af hlaupabólu -hefi fólk fengið hana sjálfa sem barn) ...
Guðný fékk svo svæsið tilfelli af ristli að ég get ekki tekið sjensinn ..
Að öðru leiti er allt fínt að frétta....
Ef hægt er að aðstoða ykkur utan heimilis---t.d. versla fyrir ykkur í matinn eða slíkt....
látið þá vita....
Bestu kveðjur.... Begga og co
Skrifa ummæli