mánudagur, febrúar 25, 2008
Upplifun: Þursatónleikar
Ég fór á Þursatónleikana á sunnudaginn var. Maður veltir því fyrir sér hversu oft maður getur notast við orð eins og "stórkostlegur" eða "snilld" áður en þau glata merkingu sinni? Ég var eiginlega agndofa allan tímann. Fyrst var tuttugu mínútna forleikur, sem Caput-kammersveitin spilaði (samið af Ríkharði Erni Pálssyni og fléttaði í klassískan búning saman öll helstu stef Þursanna), síðan komu Þursarnir á svið og spiluðu með Caput í rúmlega einn og hálfan tíma (öll lögin í glænýrri og gríðarlega magnaðri útgáfu - og hljómurinn hreint ótrúlegur). Eftir uppklapp komu Þursarnir svo einir fram og tóku þrjú lög í gamalgrónum flutningi, eins og maður þekkir þau af plötunum - og loks eitt aukalag, annað uppklapp, en þá var stemningin pönkuð upp stórkostlega. Egill var algjörlega í essinu sínu og söngröddin var lygileg. Náunganum við hliðina á mér varð að orði að Egill ætti bara að syngja Þursana. Hann var kynngimagnaður og mikill sagnaþulur. Ég er á því að hans framlag til íslenskrar tónlistar verði seint metið til fulls.
föstudagur, febrúar 22, 2008
Daglegt líf: Út með græjurnar!
Ég gerðist afreksmaður í gær, á heimilisvísu reyndar, og fór með um það bil einn rúmmetra af ýmsum græjum í endurvinnslu. Góði hirðirinn tók vel á móti mér þar sem ég renndi í hlað við gáminn í Sorpu með tvö sett af hátölurum (bæði pörin yfir tuttugu ára), vídeótæki (sem ég keypti þegar ég bjó á Hellu rétt fyrir aldamótin), geislaspilara (um það bil 15 ára gamlan sem nýlega þurfti að víkja fyrir DVD-tæki hemilisins) og gamlar fermingargræjur Vigdísar (nú nefni ég engan aldur, enda kann ég mig :-). Í vikunni á undan fór ég með gamla magnarann minn á sama stað (sem ég keypti þegar ég var í framhaldsskóla... sem er orðið æði langt síðan). Þessi hreinsun er liður í því að taka til í geymslunum okkar og búa til pláss. Við vorum farin að renna hýru auga til aðkeypts geymslupláss hjá Geymslum þar sem lítið herbergi (örlítið stærra en kústaskápur) kostar um fjögur þúsundkall á mánuði. Er ónotaða dótið manns þess virði? Við vorum farin að velta þessu alvarlega fyrir okkur vegna þess að sú lausn var að minnsta kosti ódýrari en að leita að stærri íbúð, til kaups eða leigu.
Öll þessi atburðarás á reyndar rætur sínar að rekja til vikunnar strembnu, sem ég nefndi nýlega. Þið munið: Bíllinn gaf sig fyrir nokkrum vikum. Ég minntist ekki á það þá en strax sama kvöld heyrðust sprengingar í hátalarakerfinu í stofunni. Þvílík læti. Vigdís rak um neyðaróp um leið enda sá hún glitta í eld eða neista í magnaranum. Ég slökkti strax á fjöltengisrofanum með einni lipurri hreyfingu og sá að það rauf þetta ískyggilega ferli sem virtist vera í uppsiglingu. Gúmmíkennd brunalykt lá yfir græjunum. Ég prísaði mig sælan fyrir að hafa notað svona fjöltengi, og því að hafa verið á staðnum, annars veit maður ekki hvernig hefði farið! Tilhugsunin um að magnarinn væri allur orkaði svolítið sterkt á mig líka. Hann hafði fylgt mér og þjónað lengi. Þetta voru því ákveðin straumhvörf hjá mér og fékk mig í leiðinni til að fjarlægja hátalarana, enda höfðu þeir strítt mér svolítið gegnum tíðina (og voru vita gagnslausir án magnara).
Viku seinna gerðist það að vídeótækið neitaði að hlýða mér. Sjaldan er ein báran stök. Mér tókst sem sagt ekki að taka upp "Einu sinni var", sem ég hafði alltaf ætlað mér að safna á spólu. Þá var ég harðákveðinn í að sýna tækinu enga linkind. Þetta tæki var búið að vera leiðinlegt að undanförnu, eða allar götur síðan jarðskjálftinn á Hellu henti sjónvarpstæki ofan á það og beyglaði kassann. Það ískraði í því þegar maður spólaði fram og til baka og spóluskúffan vildi stundum stjórna því hvaða spólur færu inn og út. Að öðru leyti virkaði það vel - nema stundum. Mér einum tókst að halda tækinu góðu, með lagni, en var orðinn leiður á að dekstra dauðan hlut til lengdar. Það fór því sömu leið og hin tækin.
Að sjálfsögðu þakkaði ég tækjunum kærlega fyrir góða þjónustu áður en ég yfirgaf þau í köldum gámnum.
Öll þessi atburðarás á reyndar rætur sínar að rekja til vikunnar strembnu, sem ég nefndi nýlega. Þið munið: Bíllinn gaf sig fyrir nokkrum vikum. Ég minntist ekki á það þá en strax sama kvöld heyrðust sprengingar í hátalarakerfinu í stofunni. Þvílík læti. Vigdís rak um neyðaróp um leið enda sá hún glitta í eld eða neista í magnaranum. Ég slökkti strax á fjöltengisrofanum með einni lipurri hreyfingu og sá að það rauf þetta ískyggilega ferli sem virtist vera í uppsiglingu. Gúmmíkennd brunalykt lá yfir græjunum. Ég prísaði mig sælan fyrir að hafa notað svona fjöltengi, og því að hafa verið á staðnum, annars veit maður ekki hvernig hefði farið! Tilhugsunin um að magnarinn væri allur orkaði svolítið sterkt á mig líka. Hann hafði fylgt mér og þjónað lengi. Þetta voru því ákveðin straumhvörf hjá mér og fékk mig í leiðinni til að fjarlægja hátalarana, enda höfðu þeir strítt mér svolítið gegnum tíðina (og voru vita gagnslausir án magnara).
Viku seinna gerðist það að vídeótækið neitaði að hlýða mér. Sjaldan er ein báran stök. Mér tókst sem sagt ekki að taka upp "Einu sinni var", sem ég hafði alltaf ætlað mér að safna á spólu. Þá var ég harðákveðinn í að sýna tækinu enga linkind. Þetta tæki var búið að vera leiðinlegt að undanförnu, eða allar götur síðan jarðskjálftinn á Hellu henti sjónvarpstæki ofan á það og beyglaði kassann. Það ískraði í því þegar maður spólaði fram og til baka og spóluskúffan vildi stundum stjórna því hvaða spólur færu inn og út. Að öðru leyti virkaði það vel - nema stundum. Mér einum tókst að halda tækinu góðu, með lagni, en var orðinn leiður á að dekstra dauðan hlut til lengdar. Það fór því sömu leið og hin tækin.
Að sjálfsögðu þakkaði ég tækjunum kærlega fyrir góða þjónustu áður en ég yfirgaf þau í köldum gámnum.
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Daglegt líf: Strembinn hálfmánuður að baki
Finnst ykkur ekki orðið "hálfmánuður" virðulegt og flott fyrir tímabil sem spannar tvær vikur? Við höfum orðið "máni" og "hálfmáni" fyrir tunglið eins og það birtist okkur í sínum ýmsu myndum. Af hverju ekki að nota myndlíkinguna á sama hátt í tímatalinu?
En eins og segir í fyrirsögn þessarar færslu, þá hafa undanfarnar tvær vikur verið strembnar. Sú vika sem er að klárast var erfið að því leyti að ég þurfti að skila af mér vinnunni. Við fengum starfsmann til að hlaupa í skarðið fyrir mig (sem kom okkur öllum á óvart, eins og vinnumarkaðurinn er) og ég vildi eindregið skila af mér góðu búi. Hann mætti til vinnu í nokkra daga áður en ég skildi við og sá hvernig ég fór að því að ná til krakkanna, hvaða efnivið ég studdist við og hvernig verkahringurinn almennt væri. Þetta tók það mikinn tíma frá mér að ég hafði engan tíma til að skrifa skýrslur um þau börn sem hafa verið að útskrifast frá okkur. Það er eitt af því sem ég legg metnað minn í að gera vel og reikna með því að koma aftur eitthvert kvöldið til að klára þetta almennilega (2-3 tíma vinna). Svo á ég eftir að taka almennilega til í stofunni fyrir mánudaginn. Þetta allt ætlaði ég reyndar að gera núna um helgina en flensan sem herjar á okkur þessa dagana (og þá sérstaklega Vigdísi) gerir það að verkum að ég hef ekki komist. Kannski ég fari í hálftíma skottúr eftir að Signý sofnar í kvöld og snyrti stofuna aðeins til. Það er nú lágmark. Skýrslurnar koma síðan bara á næstu dögum.
En ég talaði um tvær erfiðar vikur að baki. Hin var alveg sérstök. Þá byrjaði Vigdís að vinna aftur og við þurftum að breyta rútínunni, vakna hálftíma fyrr en venjulega og fara öll saman út úr húsi á réttum tíma. Síðan skutlaði ég Signýju í leikskólann (upp úr hálf átta), svo Vigdísi í vinnuna (helst um kortér í átta) og því næst Hugrúnu til ömmu sinnar í pössun (upp úr átta) áður en ég mætti sjálfur í vinnu (fyrir klukkan hálf níu). Þetta gekk ágætlega upp en sem betur fer er Vigdís ekki á morgunvakt nema um það bil einu sinni í viku. Þegar hún er á kvöldvakt er rútínan einfaldari, en ég þarf að gæta þess að vera kominn sæmilega snemma heim til að ná í Signýju og skutla Vigdísi fyrir klukkan hálf fjögur.
Þetta er allt saman spurning um aðlögun og er bara strembið í fyrstu, eins og gengur, en slípast síðan til. Það sem gerði vikuna hins vegar sérlega erfiða er það að vinnuvikan hjá mér var óvenju þung. Vinnuhópurinn þurfti að sækja námskeið í sjálfsvörn og líkamsbeitingu frá tvö til hálf sex, mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Ekki nóg með það heldur var líka heljarinnar kennararáðstefna á miðvikudeginum frá hádegi og fram að kvöldmat. Til að bæta gráu ofan á svart átti Vigdís afmæli þann daginn (þannig að ég smyglaði mér út þegjandi og hljóðalaust þegar prógrammið var hálfnað til að geta tekið á móti gestum með Vigdísi um kvöldið). Svo gerðist það að Signý veiktist í ofanálag og var frá þrjá daga vikunnar. Álagið heimavið var talsvert mikið. Ljósi punkturinn var hins vegar sá að Vigdísi fannst frábært að vera komin í vinnuna aftur. Það virkaði á hana sem hvíld. Á sama hátt fannst mér frískandi að sjá um telpurnar að kvöldlagi (þegar Vigdís var á kvöldvakt) og prófaði mig áfram með ýmislegt nýtt, eins og að búa til sérstakt leikhorn fyrir þær tvær í herberginu þeirra með því að ryðja til húsgögnum. Þær undu sér mjög vel saman í leik og það var í raun unun fyrir mig í leiðinni að fylgjast með þeim leika saman eins sáttar og þær voru.
En eins og segir í fyrirsögn þessarar færslu, þá hafa undanfarnar tvær vikur verið strembnar. Sú vika sem er að klárast var erfið að því leyti að ég þurfti að skila af mér vinnunni. Við fengum starfsmann til að hlaupa í skarðið fyrir mig (sem kom okkur öllum á óvart, eins og vinnumarkaðurinn er) og ég vildi eindregið skila af mér góðu búi. Hann mætti til vinnu í nokkra daga áður en ég skildi við og sá hvernig ég fór að því að ná til krakkanna, hvaða efnivið ég studdist við og hvernig verkahringurinn almennt væri. Þetta tók það mikinn tíma frá mér að ég hafði engan tíma til að skrifa skýrslur um þau börn sem hafa verið að útskrifast frá okkur. Það er eitt af því sem ég legg metnað minn í að gera vel og reikna með því að koma aftur eitthvert kvöldið til að klára þetta almennilega (2-3 tíma vinna). Svo á ég eftir að taka almennilega til í stofunni fyrir mánudaginn. Þetta allt ætlaði ég reyndar að gera núna um helgina en flensan sem herjar á okkur þessa dagana (og þá sérstaklega Vigdísi) gerir það að verkum að ég hef ekki komist. Kannski ég fari í hálftíma skottúr eftir að Signý sofnar í kvöld og snyrti stofuna aðeins til. Það er nú lágmark. Skýrslurnar koma síðan bara á næstu dögum.
En ég talaði um tvær erfiðar vikur að baki. Hin var alveg sérstök. Þá byrjaði Vigdís að vinna aftur og við þurftum að breyta rútínunni, vakna hálftíma fyrr en venjulega og fara öll saman út úr húsi á réttum tíma. Síðan skutlaði ég Signýju í leikskólann (upp úr hálf átta), svo Vigdísi í vinnuna (helst um kortér í átta) og því næst Hugrúnu til ömmu sinnar í pössun (upp úr átta) áður en ég mætti sjálfur í vinnu (fyrir klukkan hálf níu). Þetta gekk ágætlega upp en sem betur fer er Vigdís ekki á morgunvakt nema um það bil einu sinni í viku. Þegar hún er á kvöldvakt er rútínan einfaldari, en ég þarf að gæta þess að vera kominn sæmilega snemma heim til að ná í Signýju og skutla Vigdísi fyrir klukkan hálf fjögur.
Þetta er allt saman spurning um aðlögun og er bara strembið í fyrstu, eins og gengur, en slípast síðan til. Það sem gerði vikuna hins vegar sérlega erfiða er það að vinnuvikan hjá mér var óvenju þung. Vinnuhópurinn þurfti að sækja námskeið í sjálfsvörn og líkamsbeitingu frá tvö til hálf sex, mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Ekki nóg með það heldur var líka heljarinnar kennararáðstefna á miðvikudeginum frá hádegi og fram að kvöldmat. Til að bæta gráu ofan á svart átti Vigdís afmæli þann daginn (þannig að ég smyglaði mér út þegjandi og hljóðalaust þegar prógrammið var hálfnað til að geta tekið á móti gestum með Vigdísi um kvöldið). Svo gerðist það að Signý veiktist í ofanálag og var frá þrjá daga vikunnar. Álagið heimavið var talsvert mikið. Ljósi punkturinn var hins vegar sá að Vigdísi fannst frábært að vera komin í vinnuna aftur. Það virkaði á hana sem hvíld. Á sama hátt fannst mér frískandi að sjá um telpurnar að kvöldlagi (þegar Vigdís var á kvöldvakt) og prófaði mig áfram með ýmislegt nýtt, eins og að búa til sérstakt leikhorn fyrir þær tvær í herberginu þeirra með því að ryðja til húsgögnum. Þær undu sér mjög vel saman í leik og það var í raun unun fyrir mig í leiðinni að fylgjast með þeim leika saman eins sáttar og þær voru.
föstudagur, febrúar 15, 2008
Fréttnæmt: Frí framundan
Í dag byrjaði seinni hluti feðraorlofsins míns. Það stendur yfir í fjórar vikur, fram að páskum (sem bætast auðvitað við sem frí). Þennan tíma ætla ég að nýta vel, bæði fyrir mig og Hugrúnu. Það er búið að vera nóg að gera að undanförnu svo ég reikna með að ég láti líða úr mér núna um helgina. Reyndar er ég slappur, með kvef og svoleiðis slen, svo það er full þörf á því.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)