Nú eru búin að vera viðvarandi veikindi á heimili okkar síðustu tvær vikur. Signý var veik í síðustu viku, ekki svo slöpp en samt nóg til að hún færi ekki í leikskólann fyrr en á mánudaginn var. Þá var Hugrún hins vegar orðin veik og er fyrst núna að braggast eitthvað. Vigdís er búin að vera talsvet mikið heima með þeim og ég hef líka þurft að sleppa vinnu.
Helgina á milli þessara veikindatarna voru allir sprækir um tíma og við nýttum þá glufu vel. Fórum meðal annars á Sinfóníutónleika öll fjögur. Þetta voru sérstakir barnatónleikar, rúmlega klukkutíma langir, með tónlist Prokofievs: "Pétur og úlfurinn". Við undirleik sinfónliuhljómsveitarinnar var sýnd stuttmynd fyrir börn um Pétur sem óttast ekki að vera á ferli utan lóðarmarka, þrátt fyrir að úlfurinn ógurlegi sé þar á kreiki. Myndin fékk víst Óskarinn sem stuttmynd ársins í fyrra og hún er vel að þeim verðlaunum komin. Sögunni er breytt lítillega. Sögusviðið er mun drungalegra en maður hefur vanist og óvæntur umhverfisboðskapur fær að læðast með í lokin þegar Pétur gerir upp við sig hvað skal gera við úlfinn þegar hann kemur sigri hrósandi með hann, lifandi, inn í bæinn og sér kaupmanninn, sirkússtjórann og veiðimanninn keppast um að fá að lóga honum.
föstudagur, mars 27, 2009
þriðjudagur, mars 17, 2009
Þroskaferli: Fastir frasar Hugrúnar
Um daginn fórum við á foreldrafund á leikskólanum vegna Hugrúnar (á morgun verður annar fundur á miðbæ vegna Signýjar). Það var ákaflega vel látið af hennar líðan og frammistöðu. Hún er hörð af sér og lætur engan vaða yfir sig en sem betur fer er hún ekki yfirgangssöm heldur. Svo er hún er sérlega dugleg að tala og endurtaka það sem fyrir henni er haft en það sem vakti helst undrun þeirra á Norðurbæ var hversu öruggt og rétt grip hún hafði þegar hún hélt á blýanti. Hún heldur á honum nákvæmlega eins og á að gera og er fyrir vikið fær um að dútla við alls kyns smáatriði í allri myndsköpun.
Nú eru minniháttar setningar að koma í hrönnum. Hún er farin að tala í skeytaformi, eins og: "Mamma lúlla" eða "Systir og mamma lúlla saman". Áberandi eru fastir setningarfrasar, eins og "meddisig" (ég meiddi mig) sem tekur á sig ýmsar myndir. Hún segir til dæmis "Meddisig húfuni" þegar ég set hana í bílstólinn en rek höfuðið laust í dyrakarminn (þá er hún nefnilega með húfu). Hún segir líka: Millimmi (hljómar svipað og "Villimey") og þýðir "Ég vil ekki". Oft kemur þessi frasi fyrir með andlagi, þ.e. því sem hún vill ekki, sbr. "Millimmi mókkin" (Ég vil ekki mjólkina) eða "Millimmi meira" eða kannski "Millimmi bílinn" (Ég vil ekki fara í bílinn). Svo er það hið einstaka "Da minn" sem er einföldun á því sem Signý segir þegar hún segir "Davurinn minn" (Stafurinn minn). Signý er enn mjög upptekinn af stöfum og er fljót að koma auga á sinn eigin staf út um allt. Þetta heyrir Hugrún hana því segja mjög oft og í hvert sinn sem hún sér einhvern staf þá bendir hún og segir: "Da minn". Kannski heldur hún að allir stafir heiti Da´minn - eða að hún eigi alla stafi (eins og Signý virðist gera). Ég er byrjaður að leiðrétta þetta og eignaði ýmsa stafi öðrum en henni. Kannski fer hún að þekkja "H"ið sitt fljótlega frá öðrum stöfum.
Að lokum verð ég að taka fram hvað Hugrún er dugleg að telja. Hún er augljóslega í þulunámi. Hún þylur talnarununa eins og vera ber. Hún er ónákvæm í byrjun og á það til að stökkva yfir tölur en er hins vegar furðunákvæm þegar hún er komin upp í sex og yfir, þá telur hún af öryggi: sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf og jafnvel lengra (stoppar þó oftast hér). Í kjölfarið, ef hún reynir að telja lengra, þá heyrist eitthvað óljóst: Dettán, duttán, dattán........og svo framvegis. Þetta rennur allt saman en hún virðist hins vegar átta sig vel á að hér kemur runa sem endar á -tán. Núna áðan var ég að skoða með henni talningabók og þá fannst mér ég heyra hana byrja, upp úr þurru, að telja á "áttán" (hún byrjar stundum að telja ofarlega) og mér fannst mjög flott að heyra hana segja "nittán" nokkuð skýr og hlustaði svo vandlega eftir því hvort hún gæti nú botnað þetta - og ekki stóð lengi á því: "Duttugu".
Nú eru minniháttar setningar að koma í hrönnum. Hún er farin að tala í skeytaformi, eins og: "Mamma lúlla" eða "Systir og mamma lúlla saman". Áberandi eru fastir setningarfrasar, eins og "meddisig" (ég meiddi mig) sem tekur á sig ýmsar myndir. Hún segir til dæmis "Meddisig húfuni" þegar ég set hana í bílstólinn en rek höfuðið laust í dyrakarminn (þá er hún nefnilega með húfu). Hún segir líka: Millimmi (hljómar svipað og "Villimey") og þýðir "Ég vil ekki". Oft kemur þessi frasi fyrir með andlagi, þ.e. því sem hún vill ekki, sbr. "Millimmi mókkin" (Ég vil ekki mjólkina) eða "Millimmi meira" eða kannski "Millimmi bílinn" (Ég vil ekki fara í bílinn). Svo er það hið einstaka "Da minn" sem er einföldun á því sem Signý segir þegar hún segir "Davurinn minn" (Stafurinn minn). Signý er enn mjög upptekinn af stöfum og er fljót að koma auga á sinn eigin staf út um allt. Þetta heyrir Hugrún hana því segja mjög oft og í hvert sinn sem hún sér einhvern staf þá bendir hún og segir: "Da minn". Kannski heldur hún að allir stafir heiti Da´minn - eða að hún eigi alla stafi (eins og Signý virðist gera). Ég er byrjaður að leiðrétta þetta og eignaði ýmsa stafi öðrum en henni. Kannski fer hún að þekkja "H"ið sitt fljótlega frá öðrum stöfum.
Að lokum verð ég að taka fram hvað Hugrún er dugleg að telja. Hún er augljóslega í þulunámi. Hún þylur talnarununa eins og vera ber. Hún er ónákvæm í byrjun og á það til að stökkva yfir tölur en er hins vegar furðunákvæm þegar hún er komin upp í sex og yfir, þá telur hún af öryggi: sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf og jafnvel lengra (stoppar þó oftast hér). Í kjölfarið, ef hún reynir að telja lengra, þá heyrist eitthvað óljóst: Dettán, duttán, dattán........og svo framvegis. Þetta rennur allt saman en hún virðist hins vegar átta sig vel á að hér kemur runa sem endar á -tán. Núna áðan var ég að skoða með henni talningabók og þá fannst mér ég heyra hana byrja, upp úr þurru, að telja á "áttán" (hún byrjar stundum að telja ofarlega) og mér fannst mjög flott að heyra hana segja "nittán" nokkuð skýr og hlustaði svo vandlega eftir því hvort hún gæti nú botnað þetta - og ekki stóð lengi á því: "Duttugu".
sunnudagur, mars 01, 2009
Þroskaferli: Óvæntar athugasemdir og pælingar Signýjar
Ég fór út í búð með þær systur Signýju og Hugrúnu. Signýju varð starsýnt á brunahana og spurði mig hreint og beint hvað þetta nú væri. Ég bar hægt fram orðið "brunahani" og ég sá hvernig hún kímdi við (henni fannst kannski skrítið að tengja þetta við "hana" og hélt eflaust að ég væri að stríða henni eða bara að ruglast). Síðan útskýrði ég: "Sko, þetta er fyrir slökkviliðsmennina, eins og í púslinu (hún á púsl með eldsvoða og björgunaraðgerðum). Þeir koma og opna hérna með því að skrúfa og tengja slönguna við og ná þarna í vatn..." einhvern veginn svona hljómaði þetta. Hún lét þar við sitja. Nokkrum mínútum síðar sagði hún : "Sjáðu, pabbi, annar krani!". Krani? Mér fannst þetta svolítið fyndið og fór að pæla: Var hún að einfalda flókið orð? (Bruna-hani = krani) eða lagði hún djúpan skilning í fyrirbærið af því að brunahaninn virkar í raun eins og krani? Það er pæling út af fyrir sig.
Á leiðinni heim úr búðinni, klyfjaður grænmeti sem ég ætlaði að matbúa þegar við kæmum heim, tók Signý upp sæta kartöflu. Þær fengu að handleika alls kyns grænmeti (og smökkuðu meðal annars vorlauk, sem leit út fyrir að vera "gras"). Signý var hins vegar mjög upptekin af sætu kartöflunni og sagði svo eftir dágóða stund: Pabbi, þetta er eins og kúkur! Þegar ég horfði á kartöfluna úr fjarska gat ég vel skilið samanburðinn en lagði strax áherslu á það að hún væri hins vegar mjög hörð. Síðan veltum við því fyrir okkur hvað væri hart og hvað væri mjúkt þannig að umræðan beindist eiginlega í aðra átt út frá þessari óvæntu athugasemd.
Sjá myndir af sætum kartöflum hér.
Á leiðinni heim úr búðinni, klyfjaður grænmeti sem ég ætlaði að matbúa þegar við kæmum heim, tók Signý upp sæta kartöflu. Þær fengu að handleika alls kyns grænmeti (og smökkuðu meðal annars vorlauk, sem leit út fyrir að vera "gras"). Signý var hins vegar mjög upptekin af sætu kartöflunni og sagði svo eftir dágóða stund: Pabbi, þetta er eins og kúkur! Þegar ég horfði á kartöfluna úr fjarska gat ég vel skilið samanburðinn en lagði strax áherslu á það að hún væri hins vegar mjög hörð. Síðan veltum við því fyrir okkur hvað væri hart og hvað væri mjúkt þannig að umræðan beindist eiginlega í aðra átt út frá þessari óvæntu athugasemd.
Sjá myndir af sætum kartöflum hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)