föstudagur, mars 27, 2009

Daglegt líf: Veikindi og sinfónía

Nú eru búin að vera viðvarandi veikindi á heimili okkar síðustu tvær vikur. Signý var veik í síðustu viku, ekki svo slöpp en samt nóg til að hún færi ekki í leikskólann fyrr en á mánudaginn var. Þá var Hugrún hins vegar orðin veik og er fyrst núna að braggast eitthvað. Vigdís er búin að vera talsvet mikið heima með þeim og ég hef líka þurft að sleppa vinnu.

Helgina á milli þessara veikindatarna voru allir sprækir um tíma og við nýttum þá glufu vel. Fórum meðal annars á Sinfóníutónleika öll fjögur. Þetta voru sérstakir barnatónleikar, rúmlega klukkutíma langir, með tónlist Prokofievs: "Pétur og úlfurinn". Við undirleik sinfónliuhljómsveitarinnar var sýnd stuttmynd fyrir börn um Pétur sem óttast ekki að vera á ferli utan lóðarmarka, þrátt fyrir að úlfurinn ógurlegi sé þar á kreiki. Myndin fékk víst Óskarinn sem stuttmynd ársins í fyrra og hún er vel að þeim verðlaunum komin. Sögunni er breytt lítillega. Sögusviðið er mun drungalegra en maður hefur vanist og óvæntur umhverfisboðskapur fær að læðast með í lokin þegar Pétur gerir upp við sig hvað skal gera við úlfinn þegar hann kemur sigri hrósandi með hann, lifandi, inn í bæinn og sér kaupmanninn, sirkússtjórann og veiðimanninn keppast um að fá að lóga honum.

Engin ummæli: