föstudagur, apríl 30, 2010

Daglegt líf: Afmæli og Gróttuferð.

Dagurinn í dag er allmerkilegur í okkar augum því hún Hugrún er loksins orðin þriggja ára. Manni hefur lengi fundist hún hafa náð þessum aldri því hún er svo dugleg á mörgum sviðum. Hún hefur til að mynda aldrei vílað fyrir sér að leika sér við eldri krakka, eins og til dæmis vini Signýjar. En það er fyrst núna sem við getum sagt það sem okkur hefur lengi fundist: Hún er orðin þriggja ára. Í kvöld fórum við bara út að borða saman - bara nett í tilefni dagsins - og heima var boðið upp á íspinna. Á sunnudaginn kemur höldum við hins vegar upp á afmælið hennar með fjölskyldumeðlimum. Seinna verður ef til vill boðið upp á barnaafmæli - en það á eftir að koma í ljós nákvæmlega hvenær.

Ég minni í leiðinni á myndasíðuna á flickr. Þangað hef ég látið drjúgan slatta af myndum frá síðustu vikum. Þar eru meðal annars nokkrar myndir frá skemmtilegri Gróttuferð sem við fórum í fyrir tveimur vikum með Jóni Má og Melkorku. Þá var vitinn opinn og boðið upp á vöfflur í tilefni dagsins. Útsýnið úr vitanum var vitaskuld flott.

Engin ummæli: