Ég skellti mér í sund með Hugrúnu í kvöld. Fékk að fara í kvennaklefann :-) Það er nefnilega verið að gera við gluggana í kvennaklefanum og fyrst iðnaðarmennirnir eru karlkyns þá er búið að svissa klefum, tímabundið. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá. Hann var eiginlega alveg eins, fyrir utan skort á pissuskálum. Svo var eitt sturtuhengið bleikt í kvennaklefanum og nokkrar sturtanna lægri. Annað var það nú ekki.
Hugrún var hins vegar hin hressasta. Hún hitti fólk í heita pottinum sem talaði spænsku og það vakti umsvifalaust áhuga hennar. Hún sveimaði kringum þau og opinberaði síðan leyndarmál sitt, að hún kunni að segja ýmislegt á spænsku. Hún var strax fengin til þess að telja og syngja á spænsku og kunni bara vel við athyglina.
Annað gerði hún skemmtilegt. Hún setti á sig sundkúta sem merktir voru Latabæ. Hún sá þar mynd af Sollu stirðu og bar nafnið hennar fram svona: Solla styðra. Ég skrifa þetta með yfsiloni vegna þess að það rímar við orðið "glyðra".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hún er yndi....
Hefur notið þess að baða sig í spænskri athygli.... ;)
Ég sé hana fyrir mér.... ;)
kv.B frænka
Skrifa ummæli