þriðjudagur, júní 17, 2003

Nýlega barst mér ansi blóðugt bréf frá Lögreglustjóranum í Vík titlað "Sektarboð". Þannig var að ég ók 20. maí sem leið lá austur eftir á flötu suðurlandinu með sanda á báðar hliðar og auðan og beinan veginn nokkra kílómetra framundan. Svo kom eitt lítið rokklag í útvarpinu með Guns N´Roses sem virkaði ögn ögrandi og óafvitandi seig bensíngjöfin örlítið niður fyrir vikið. Ég sem hef ekki einu sinni gaman af Guns N´Roses! Birtist þá ekki lögreglubíll við næsta leiti og blikkar á mig eins og könguló sem stekkur á bráð sína. Ég hægi örlítið á mér um leið og ég sé bílinn og horfi um leið á hraðamælinn sem lækkar úr 110 í 105 km/klst. Mér datt ekki í hug að þeir myndu stoppa mig fyrir hraðaakstur því ég fór ekki einu sinni hratt, miðað við aðstæður. Mér brá hins vegar þegar ég sá mælinguna inn i hjá þeim sem var 115 km/klst og varð að orði að ég vissi ekki að bíllinn kæmist svona hratt! Þá svaraði annar lögreglumaðurinn þurrt "Þú þarft ekkert að tjá þig um þetta frekar en þú vilt!". Ég hafði það á tilfinningunni að þeim leiddist þessum gaurum og hefðu einfaldlega ekkert betra að gera. Auðvitað fór ég hægast allra á þjóðveginum og sá menn taka fram úr mér trekk í trekk hægastur allra. Upp frá því vissi ég að ég þyrfti að passa mig í umferðinni, ekki á því að fara of hratt heldur á löggunni. Allan hringinn kringum landið ók ég á bilinu 80 - 100 km/klst og sá mælinn aldrei nálgast þann hraða sem ég var mældur með þennan daginn.

Hvað sem því líður barst mér þessi tilkynning frá löggunni í Vík um daginn (og hef ég fjarlægt óþarfa tilvísanir í reglur til að gera textann læsilegri):

Steini

---------------------------------------------------

Lögreglustjórinn í Vík gerir kunnugt:Mér hefur borist kæra á hendur yður vegna brotss á umferðarlögum nr. 50/1987, þriðjudaginn 20. maí 2003 kl. 18:24 á ökutæki númer NU 184 eins og hér segir: Vettvangur: Suðurlandsvegur, Kúðafljót, að

Brot:
1. Of hraður akstur, Hraðamæling (37. gr.)
Hraði ökutækis 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst
Vikmörk, 4 km/klst, voru dregin frá mældum hraða sem var 115 km/klst

<..........>

Samkvæmt heimild í 1. mgr. <...........> er yður hér með gefinn kostur á að ljúka máli þessu án dómsmeðferðar með greiðslu sektar.

Sektin ákveðst kr. 20.000. Ef hún greiðist fyrir 21. júní 2003 er veittur 25% afsláttur og verður því kr. 15.000.

Afgreiðsla málsins með þessum hætti færist ekki í sakaskrá en brotið varðar 1 punkti sbr. reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota nr. 431/1998.
Með þessum punkti hefur alls verið færður 1 punktur í ökuferilsskrá yðar.
Verði sektarboði ekki sinnt eða því hafnað verður tekin ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum um meðferð opinberra mála.

Lögreglustjórinn í Vík

-----------------------------------


Engin ummæli: