miðvikudagur, apríl 23, 2008

Þroskaferli: Veggstaða

Hugrún er orðin mjög dugleg við að æfa jafnvægið. Hún stendur hægt og varlega upp við vegg og stjakar sér síðan frá honum. Þannig stendur hún ofurvarlega í um 10-15 sekúndur áður en hún lætur sig síga niður aftur. Nú vantar bara herslumuninn upp á að hún nái að ganga. Annars er alveg nógu erfitt að fylgja henni eftir á fjórum fótum. Hún vippar sér auðveldlega upp í rúm til Signýjar (sem stendur 30 cm frá gólfi). Þar finnst henni skemmtilegast að vera, enda allt fullt af koddum og böngsum. Ég tala nú ekki um ef Signý er þar til staðar líka.

Engin ummæli: