mánudagur, maí 19, 2008

Upplifun: Afslöppun í einn dag

Í gær héldum við Vigdís upp á það að sex ár væru liðin frá því við kynntumst. Við gerðum okkur glaðan dag. Fengum pössun upp úr hádegi og fram að kvöldmat (Begga er alltaf jafn hjálpsöm gagnvart okkur) og byrjuðum á því að skella okkur í sund í Vesturbæjarlauginni. Við renndum eftir það austur fyrir fjall að Stokkseyri þar sem við pöntuðum okkur humar. Það voru fáir á staðnum og við nutum góðs af því, enda þjónustan frábær. Þetta rifjaði upp margar góðar stundir sem við höfum átt saman. Stokkseyri og Árborgin öll skartaði sínu fegursta og vakti með manni löngun til að fara að þvælast um landið. Ferðin heim var notaleg eftir því og við vorum sem endurnærð allt kvöldið. Ekki var verra að fá það á tilfinninguna við heimkomu að Hugrún og Signý hafi skemmt sér jafn vel í félagsskap Beggu á meðan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ takk fyrir hlý "comment" í minn garð...

Þetta var mjög skemmtilegur dagur með litlunum "mínum" og ekki sakaði að sjá að þið nutuð dagsins... Allir höfðu gaman af og þá er tilgangnum náð ,,,elskurnar love ya
kv. Begga