miðvikudagur, júní 24, 2009

Pæling: Alls kyns dagbækur og dagbókafærslur

Eins og sjá má á síðustu færslu eru ágætar skýringar á bloggleysi síðustu vikna. Sagnfræðingar framtíðarinnar koma hins vegar ekki til með að eiga í vanda með að stoppa í gatið (ef þeir sýna ævi þessa tiltekna Íslendings nokkurn áhuga, það er að segja) því ég hef verið duglegur að skrifa í dagbækur á tímabilinu. Ég er farinn að skrifa markvisst í gömlu góðu prívat bókina mína. Mikið finnst mér það notalegt. Þar getur maður notað alls kyns styttingar og talað dulmál við sjálfan sig. Svo er kyrrðin fyrir framan bók, með penna í hönd, alltaf mjög notaleg. Fyrir utan þessa bók skildi ég eftir tiltölulega langa færslu í gestabók sumarbústaðarins um síðustu helgi. Svo skrifuðum við líka í dagbók bangsa sem fylgdi Signýju heim um daginn. Um hann má lesa á myndasíðunni en þar er líka að finna fullt af öðrum nýjum myndum. Líka fullt af myndum frá Indlandi sem ég hafði lengi trassað að færa inn. Ekki gleyma því að myndasíðan er líka eins konar blogg, bara myndrænna :-)

Engin ummæli: