þriðjudagur, desember 15, 2009

Daglegt líf: Jólaerill

Nú eru aðeins nokkrir dagar í jólafrí, með tilheyrandi uppákomum, jólamat í vinnunni, litlu jólum og þvíumlíku. Í dag fór ég til dæmis með Signýju og Hugrúnu í vinnuna seinni partinn til að baka piparkökuhús og skreyta. Þær einskorðuðu sig reyndar við venjulegar piparkökur og komu stoltar með þær heim - skreyttar með glassúr og "smarties". En þetta var ekki í fyrsta skipti sem þær skreyttu piparkökur þessi jólin: í leikskólanum var þetta gert fyrir rúmri viku og nú síðast á sunnudaginn fórum við til Beggu systur að dunda okkur á sama hátt. Ég held að þær systur séu ekkert að fá leið á þessu jólaamstri. Reyndar er af mörgu að taka. Þær eru spenntar fyrir jóladagatalinu (einn moli á dag - strax eftir leikskóla) og nú nýlega er skórinn farinn að luma á ýmsu. Signý er orðin mjög meðvituð um þetta allt saman og spyr strax um skóinn um leið og hún rumskar að morgni.

Engin ummæli: