föstudagur, janúar 15, 2010

Daglegt líf: Hrakfalladagur

Í marga daga eftir að ég sló um mig með kryddbrauðinu í vinnunni beið upprunalega hráefnahrúgan eftir mér heima í lokuðu ílátinu (sjá síðustu færslu). Ég beið með að bleyta upp í blöndunni með mjólk þar til í gær en þá tók við undarlegur hörmungadagur. Ég hitaði ofninn en láðist að líta undir neðstu bökunarplötuna. Þar undir var eldfast mót með plastloki. Það er aðeins ætlað til notkunar eftir og vitaskuld bráðnaði það eins og smjör löngu áður en brauðið náði að lyfta sér. Lyktin af plastinu yfirgnæfði alla brauðlykt. Það var eiginlega skelfilegt að taka utan um plastið með pottaleppunum sem klepruðust við slepjuna á meðan ég hentist með illa lyktandi ílátið út á verönd.





Brauðið var ónýtt (enginn vill borða brauð sem sveipað hefur verið daunillum eiturgufum). Stuttu seinna fór Signý í bað. Hugrún var eitthvað í lausaleik á meðan og ákvað í einhverju fikti að stingar fingrum í hurðarfalsinn. Enginn lokaði á hana en hún náði hins vegar ekki að losa. Hún varð fyrst og fremst hrædd, sem er vel. Hún passar sig þá kannski næst. Það var bara eins gott að við vorum réttu megin við dyrnar því annars hefði getað farið ansi illa. Svo fór hún stuttu seinna, með tár á hvarmi, í bað. Þá var Signý eitthvað að dunda sér og náði, aldrei þessu vant, að steypa standlampa á gólfið og skemma lampaskerminn (og eyðileggja peruna í leiðinni). Hún tók því illa og var auðvitað hrædd um að vera skömmuð. En var hugguð.

Þær eru ekkert vanar að skemma hluti eða meiða sig svo ég var svolítið hugsi yfir þessu öllu saman eftir á. Stundum er bara eins og það liggi eitthvað í loftinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Good day, sun shines!
There have were times of hardship when I didn't know about opportunities of getting high yields on investments. I was a dump and downright pessimistic person.
I have never thought that there weren't any need in large initial investment.
Nowadays, I'm happy and lucky , I started to get real money.
It gets down to choose a proper companion who uses your funds in a right way - that is incorporate it in real deals, parts and divides the profit with me.

You can ask, if there are such firms? I'm obliged to answer the truth, YES, there are. Please be informed of one of them:
http://theinvestblog.com [url=http://theinvestblog.com]Online Investment Blog[/url]