Nú þegar stysti mánuður ársins er á enda runninn er ekki úr vegi að taka saman allt lauslegt (=segja frá því helsta sem ekki hefur komist að enn þá). Þrennt ber hæst upp á síðkastið: A) Öskudagsbúningar Signýjar og Hugrúnar, B) fjögurra ára skoðun Signýjar og C) tónleikar Emilíönu Torrini, sem við Vigdís fórum á.
A) Ólíkt öskudeginum í fyrra lögðum við svolitinn metnað í að búa sjálf til búninga í ár. Mig minnir að þær hafi verið einhvers konar prinsessur í fyrra (með englavængi) - mjög auðvelt hugmynd - en núna fengu þær sjálfar að nota hugmyndaflugið. Signý var alltaf með á hreinu að hún vildi vera kisa, eins og þær sem hún horfir á í "Cats" söngleiknum. Það var nú ekki svo flókið. Við fundum nettan dansbúning og áttum kisueyru. Annað var bara spurning um útfærslu. Andlitsfarðinn var líka til staðar og ekki lengra síðan en í sumar að við máluðum þær báðar mjög veglega sem kisur. Núna var málið að gera bara enn betur og hafa búning með. Hugrún var hins vegar með örlítið erfiðari hugmynd. Hún vildi vera Mikki mús! Eftir smá umhugsun sáum við hins vegar að þetta ætti heldur ekki að vera svo ýkja erfitt. Aðalmálið var hins vegar að finna síðerma svartar buxur og bol og sníða á hana eldrauðar Mikkamúsbuxur með gulum hnöppum. Buxurnar reyndist hægðaleikur að sníða í vinnunni hjá mér því ég naut góðs af afar hæfum handmenntakennara í skólanum. Síðerma svartur bolur var hins vegar mesti höfuðverkurinn eftir allt saman því svartur er ekki sérlega vinsæll litur í þessari stærð. Hann fer börnum yfirleitt ekki svo vel :-) En það reddaðist og árangurinn má sjá á myndasíðunni.
B) Signý fór í fjögurra ára skoðun í mánuðinum og stóð sig vel. Hún var reyndar mjög feimin og misskildi eitt verkefnið. Þegar hún var látin endurtaka nokkrum sinnum hopp á öðrum fæti og var leiðrétt aftur og aftur (af því hún vildi styðja sig við) fór hún í baklás. Vildi varla telja upphátt þegar að því kom. En feimnin rann svo af henni áður en yfir lauk og hún kláraði mun flóknari verkefni í lokin með glans.
C) Svo fórum við Vigdís á eftirminnilega tónleika í Háskólabíói um síðustu helgi. Emilíana hefur mjög tilgerðarlausa sviðsframkomu og nær að heilla alla með einlægninni. Lögin voru mjög fjölbreytt enda hefur ferillinn hennar verið mjög breytilegur gegnum tíðina. Síðustu tvær plötur eru til dæmis mjög ólíkar en báðar hreint frábærar, sú fyrri mjög innileg og persónuleg en hin nokkuð flippuð og hugdjörf. Lagavalið var að mestu leyti helgað þessum tveimur plötum í bland við nokkra eldri gullmola. Persónulega fannst mér flutningurinn hennar á "Birds" standa upp úr (það lag fattaði ég ekki almennilega fyrr en á tónleikunum) og svo hið svakalega sýrukennda "Gun" sem ég hef nýverið haldið hvað mest upp á af lögunum hennar. Það lag var lang magnaðasti hluti tónleikanna að mínu mati. Hins vegar voru upphitunarlistamennirnir líka mjög eftirminnilegir og stálu nánast senunni, svo góðir voru þeir. Sá fyrri var þjóðlagasöngkona sem minnti mig mjög á Lhasa de Sela (sem ég einmitt minntist á nýlega) og hin var rísandi nýstirni frá Bretlandi, söngvari af guðs náð. Sá seinni heitir Joe Worricker en ég hef enn ekki getað komist að því hver hinn listamaðurinn er - jafnvel ekki með hjálp netsins.
sunnudagur, febrúar 28, 2010
fimmtudagur, febrúar 25, 2010
Myndasyrpa úr bústað og frá Öskudag
Þessa myndasyrpu set ég hér á meðan ég hugsa um hvað ég ætla að skrifa næst. Í leiðinni minni ég á að myndasíðan hefur verið virkjuð aftur.
Myndasyrpa úr bústað og frá Öskudag .þriðjudagur, febrúar 23, 2010
Upplifun: Kúplingarsaga bílsins
Ef einhver skyldi hafa velt vöngum yfir örlögum bílsins úr síðustu færslu þá er hann í mjög góðu standi þessa dagana. Sagan er hins vegar brokkgeng og nær aftur til janúarmánaðar 2008 þegar ég átti í spennuþrungnum samskiptum við bifvélavirkja. Þá var skipt um kúplingu í bílnum og leiddist það út í eftirminnilega atburðarás eins og ég greindi ítarlega frá í þremur pistlum. Á þeim tíma sem liðinn er hefur bíllinn plumað sig ágætlega og gírskiptingin verið í góðu lagi, með smá dagamun kannski, sem mér hefur virst fara eftir raka og hitastigi að einhverju leyti. Núna fyrir nokkrum vikum síðan fór bíllinn hins vegar að verða leiðinlegur á ný. Það gerðist akkúrat vikuna fyrir bústaðaferðina. Á nokkrum dögum versnaði bíllinn úr því að láta sérkennilega í að geta ekki skipst á milli gíra. Hann var óökufær með öllu nokkrum dögum fyrir bústaðaferð. Hræðileg tímasetning! Þá kom Sverrir, bróðir Vigdísar, okkur til bjargar og vann í bílnum í eina tvo daga. Fyrst átti að redda þessu fyrir horn en með tímanum kom í ljós að kúplingin væri ónýt. Aftur! Sverri munaði hins vegar ekkert um að stússast í þessu og reddaði öllum varahlutum og bíllinn var orðinn eins og nýr daginn fyrir brottför. Við vorum auðvitað dauðfegin en samt svolítið hvekkt líka. Ég skildi ekki hvernig kúpling gæti farið á aðeins tveimur árum. Það er orðið ansi mikill aukakostnaður að þurfa að gera þetta á tveggja ára fresti.
Um það bil viku eftir bústaðaferðina gerðist hins vegar það ótrúlega: Gírarnir fóru að standa á sér! Enn einu sinni. Þessi forsaga skýrir kannski hvers vegna ég var svo ráðalaus þegar bíllinn brást mér síðast (sjá síðustu færslu). Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast og rétt náði að klöngrast á bílnum í öðrum gír á áfangastað þar sem ég hringdi í Sverri. Honum brá sjálfum mikið við lýsinguna á bílnum og kom hið snarasta, fór með bílinn upp í bílskúr til sín og kíkti á hann. Rúmlega klukkutíma seinna kom hann aftur og sagðist hafa komið auga á galla í sjálfum pedalanum - en ekki kúplingunni - alls óskyldur galli en með sömu einkennum. Hann reddaði þessu fyrir horn til að ég kæmist heim og lagaði svo til fullnustu seinna um kvöldið. En ég velti því hins vegar fyrir mér hvort pedalinn hafi verið orsök þess að síðasta kúpling slitnaði svo fljótt? Einnig, hvort slitin kúpling verki einnig neikvætt á pedalann? Maður þarf að beita sér óeðlilega á pedalanum ef kúplingin er slitin. Allt hlýtur þetta að verka á víxl og ég vonast svo sannarlega, út frá þeirri kenningu, að nú hafi verið komist endanlega fyrir þennan veikleika í bílnum.
Um það bil viku eftir bústaðaferðina gerðist hins vegar það ótrúlega: Gírarnir fóru að standa á sér! Enn einu sinni. Þessi forsaga skýrir kannski hvers vegna ég var svo ráðalaus þegar bíllinn brást mér síðast (sjá síðustu færslu). Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast og rétt náði að klöngrast á bílnum í öðrum gír á áfangastað þar sem ég hringdi í Sverri. Honum brá sjálfum mikið við lýsinguna á bílnum og kom hið snarasta, fór með bílinn upp í bílskúr til sín og kíkti á hann. Rúmlega klukkutíma seinna kom hann aftur og sagðist hafa komið auga á galla í sjálfum pedalanum - en ekki kúplingunni - alls óskyldur galli en með sömu einkennum. Hann reddaði þessu fyrir horn til að ég kæmist heim og lagaði svo til fullnustu seinna um kvöldið. En ég velti því hins vegar fyrir mér hvort pedalinn hafi verið orsök þess að síðasta kúpling slitnaði svo fljótt? Einnig, hvort slitin kúpling verki einnig neikvætt á pedalann? Maður þarf að beita sér óeðlilega á pedalanum ef kúplingin er slitin. Allt hlýtur þetta að verka á víxl og ég vonast svo sannarlega, út frá þeirri kenningu, að nú hafi verið komist endanlega fyrir þennan veikleika í bílnum.
mánudagur, febrúar 15, 2010
Pæling: Félagslegt innsæi Signýjar
Það er að koma betur og betur í ljós hvað Signý er mikill friðarsinni og diplómat. Hún hefur ávallt minnt okkur á að lækka róminn ef við spennumst eitthvað upp, jafnvel bara yfir handboltaleik. Hún sagði mér eitt sinn skýrt og skorinort að "maður á alltaf að vera góður". Hvaðan hún hefur það veit ég ekki :-)
Núna upp á síðkastið kemur þetta viðhorf sem sagt betur og betur í ljós með frumkvæði hennar á ögurstundu. Þegar Hugrún grætur - til dæmis eftir að hafa verið skömmuð - er Signý fyrst á vettvang til að hugga hana. Stundum færir hún henni uppáhalds bangsana hennar - eða sína eigin - og leggur sig virkilega fram. Um daginn var svo vasaljósadagur í leikskólanum. Af tilefninu eignuðust þær báðar nett vasaljós og voru þær mjög uppteknar af leik með ljós og myrkur allt kvöldið. Hugrún fór hins vegar ekki eftir settum reglum (opnaði vasaljósið og var í sífellu að fikta í rafhlöðunum) og fór að hágráta þegar ljósið var fjarlægt (eftir ítrekaða viðvörun, að sjálfsögðu). Hún gaf sig ekki og hélt áfram að gráta og spurði í sífellu um vasaljósið á meðan við foreldrarnir hunsuðum viðbrögðin. Þá kom Signý með sitt vasaljós á vettvang og bauð henni: "Sjáðu, Hugrún, ég FANN ljósið ÞITT!". Það sem vakti athygli mína var ekki sú fórnfýsi að láta sitt vasaljós af hendi heldur vissi hún að Hugrún myndi ekki viljað annað en sitt eigið ljós. Þetta krafðist ekki bara fórnfýsi heldur ákveðins félagslegs innsæis líka, að hagræða sannleikanum svolítið til hvatningar.
Núna um helgina bræddi hún mig hins vegar alveg. Ég var á leiðinni í heimsókn með þær tvær og bíllinn fór að láta mjög illa á miðri leið. Hann gat ekki með góðu móti skipt á milli gíra, einhverra hluta vegna. Ég var þreyttur í ofanálag og varð mjög pirraður við þetta. Tók bensín, þungt hugsi, og ætlaði svo af stað á ný. Bíllinn komst hins vegar ekki nema í fyrsta gír svo ég renndi honum á plan rétt hjá. Ég hugsaði mitt rjúkandi ráð. Veðrið var leiðinlegt og ég sá fyrir mér vesenið að hringja í leigubíl og fara aftur með honum heim, með stelpurnar og stólana. Ég var hálf hjálparvana yfir þessu vegna þess að bíllinn var nýkominn úr viðgerð út af einmitt þessu, með glænýja kúplingu! Fannst þessi vandi ætla að elta mig endalaust. Þá fann ég allt í einu hvað þær Signý og Hugrún voru hljóðar. Þær skynjuðu auðvitað hvað ég var pirraður og sögðu ekki orð fyrr en ég leit til þeirra. Þá sagði Signý hughreystandi: Pabbi, við getum alveg labbað?
Núna upp á síðkastið kemur þetta viðhorf sem sagt betur og betur í ljós með frumkvæði hennar á ögurstundu. Þegar Hugrún grætur - til dæmis eftir að hafa verið skömmuð - er Signý fyrst á vettvang til að hugga hana. Stundum færir hún henni uppáhalds bangsana hennar - eða sína eigin - og leggur sig virkilega fram. Um daginn var svo vasaljósadagur í leikskólanum. Af tilefninu eignuðust þær báðar nett vasaljós og voru þær mjög uppteknar af leik með ljós og myrkur allt kvöldið. Hugrún fór hins vegar ekki eftir settum reglum (opnaði vasaljósið og var í sífellu að fikta í rafhlöðunum) og fór að hágráta þegar ljósið var fjarlægt (eftir ítrekaða viðvörun, að sjálfsögðu). Hún gaf sig ekki og hélt áfram að gráta og spurði í sífellu um vasaljósið á meðan við foreldrarnir hunsuðum viðbrögðin. Þá kom Signý með sitt vasaljós á vettvang og bauð henni: "Sjáðu, Hugrún, ég FANN ljósið ÞITT!". Það sem vakti athygli mína var ekki sú fórnfýsi að láta sitt vasaljós af hendi heldur vissi hún að Hugrún myndi ekki viljað annað en sitt eigið ljós. Þetta krafðist ekki bara fórnfýsi heldur ákveðins félagslegs innsæis líka, að hagræða sannleikanum svolítið til hvatningar.
Núna um helgina bræddi hún mig hins vegar alveg. Ég var á leiðinni í heimsókn með þær tvær og bíllinn fór að láta mjög illa á miðri leið. Hann gat ekki með góðu móti skipt á milli gíra, einhverra hluta vegna. Ég var þreyttur í ofanálag og varð mjög pirraður við þetta. Tók bensín, þungt hugsi, og ætlaði svo af stað á ný. Bíllinn komst hins vegar ekki nema í fyrsta gír svo ég renndi honum á plan rétt hjá. Ég hugsaði mitt rjúkandi ráð. Veðrið var leiðinlegt og ég sá fyrir mér vesenið að hringja í leigubíl og fara aftur með honum heim, með stelpurnar og stólana. Ég var hálf hjálparvana yfir þessu vegna þess að bíllinn var nýkominn úr viðgerð út af einmitt þessu, með glænýja kúplingu! Fannst þessi vandi ætla að elta mig endalaust. Þá fann ég allt í einu hvað þær Signý og Hugrún voru hljóðar. Þær skynjuðu auðvitað hvað ég var pirraður og sögðu ekki orð fyrr en ég leit til þeirra. Þá sagði Signý hughreystandi: Pabbi, við getum alveg labbað?
miðvikudagur, febrúar 10, 2010
Fréttnæmt: Bústaðaferð í febrúar
Við skruppum í sumarbústað um helgina í tilefni af afmæli Vigdísar. Höfðum það náðugt en buðum engum gestum, nema Jóni Má og Margréti (ásamt Melkorku) sem voru í bústað í grennd (í hinu gamalkunnuga "Melkorkuhúsi"). Það var auðvelt að lokka þau yfir með boði um að fara í heita pottinn. Svo borðuðum við frábæran mat: Humarsúpu í forrétt og Humarsalat á spergilbeði í aðalrétt - allt vaðandi í hvítlauk og gumsi. Signý tók fagnandi móti humarsúpunni og hrópaði upp yfir sig af gleði þegar hún frétti hvað átti að vera í matinn. Hún sagði strax við Hugrúnu og horfði í augun á henni: "Við fáum HUMAR-súpu!". Hún er sannarlega í uppáhaldi hjá henni, sælkeranum Signýju.
Aðstæður í bústaðnum voru mjög góðar að flestu leyti og veður ágætt. Reyndar mjög kalt en það gerir ekkert til í ef maður heldur sig til í hlýju húsi. Kuldinn býður líka upp á heiðbjartan stjörnuhimin (reyndar er orsakasamhengið öfugt, en það gerir ekkert til). Þegar við stigum út úr bílnum á leið í bústaðinn fyrsta kvöldi gat maður ekki annað en staðnæmst og baðað sig í stjörnuþyrpingunni. Ég hélt á Hugrúnu og beindi sjónum hennar að himninum. Hún hallaði höfðinu og virtist velta sér upp úr þessu eins og ég enda ekki vön að sjá svona stjörnubreiðu yfir höfði sér. Eftir nokkra stund rétti hún hins vegar úr sér aftur og sagði einfaldlega við mig: "Þeir eru fjórir".
Aðstæður í bústaðnum voru mjög góðar að flestu leyti og veður ágætt. Reyndar mjög kalt en það gerir ekkert til í ef maður heldur sig til í hlýju húsi. Kuldinn býður líka upp á heiðbjartan stjörnuhimin (reyndar er orsakasamhengið öfugt, en það gerir ekkert til). Þegar við stigum út úr bílnum á leið í bústaðinn fyrsta kvöldi gat maður ekki annað en staðnæmst og baðað sig í stjörnuþyrpingunni. Ég hélt á Hugrúnu og beindi sjónum hennar að himninum. Hún hallaði höfðinu og virtist velta sér upp úr þessu eins og ég enda ekki vön að sjá svona stjörnubreiðu yfir höfði sér. Eftir nokkra stund rétti hún hins vegar úr sér aftur og sagði einfaldlega við mig: "Þeir eru fjórir".
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)