Eins og fram hefur komið ferðaðist fjölskyldan í Granaskjólinu minna í sumar en oft áður. Ein sumarbústaðarferð og ein tjaldgisting var allt og sumt sem hafðist upp úr því krafsinu - utan bæjarmarkanna. Tíminn í bænum nýttist hins vegar ágætlega til þess að feta ýmsar óhefðbundnar leiðir og gerast hálfgerður túristi á heimaslóðum, meðan flestir aðrir borgarbúar herjuðu á landsbyggðina.
Það sem Reykvískur túristi á heimaslóðum væri líklegastur til að gera er kannski þrennt: Að fara í hvalaskoðun, skreppa út í Viðey og fara í Bláa lónið. Við létum lónið reyndar eiga sig en skoðuðum hins vegar hvali og Viðey. Signý og Hugrún höfðu mjög gaman af því að sigla (höfðu ekki prófað það áður) og voru mjög uppi með sér yfir hvalnum sem þær sáu og sýndu hvölum í kjölfarið mikinn áhuga. Viðey vakti líka mikla lukku enda um að ræða ævintýralega vorferð með leikskólanum, með sjóræningjum og öllu tilheyrandi. Fjöruferðir voru nokkrar í sumar, þar á meðal ein sem endaði úti í sjálfri Gróttu þar sem skjannahvítur vitinn blasti við í öllu sínu veldi. En hann var því miður lokaður. Eltingarleikir í fjörunni bættu hins vegar vel upp svekkelsið yfir lokuðum vitanum. En ekki voru allar ferðir sumarsins tengdar sjónum, þó hann sé alltaf nærtækur. Gönguferðir um Öskjuhlíðina voru vinsælar og við uppgötvuðum svæðið "handan" við Perluna (vesturhlíðarnar) þar sem sjaldséð grasbreiða (hálfgert engi) teygir sig dágóðan spöl niður í skógarjaðarinn sem síðar opnast á ný og við blasa skotbyrgin úr seinna stríði. Afar fjölbreytt og skemmtilegt svæði. "Engið" þótti mér sérlega sjarmerandi staður fyrir börn til að hlaupa um á og leika sér. Annar staður vakti líka mikla lukku: Vatnsmýrin. Það liggja nefnilega göngustígar þvers og kruss án þess að mikið beri á. Besta aðgengið er frá stóru göngubrúnni yfir Hringbrautina (sem líka er gaman að skoða, bæði til að fara yfir og til að sjá umferðina ofan frá). Í Vatnsmýrinni er svo Norræna húsið, eins og menn vita, og þar hefur verið í sumar (og er enn, fram í september) sýning á eðlisfræðileikföngum og -þrautum. Þar er eitthvað fyrir alla, bæði yngstu börnin og okkur sem eldri erum, hvort sem það eru bjagaðir speglar eða vatnshljóðfæri. Brúin sem minnst var á áðan tengir síðan Vatnsmýrina eins og hún leggur sig við Hljómskálagarðinn. Þar eru nú margir spennandi krókar, þar á meðal leiksvæði sem liggur algjörlega í hvarfi frá almannaleið. Ekki skemmdi svo fyrir að sjálfur Hljómskálinn var með starfrækt kaffihús á neðri hæðinni (og opið upp i turninn) í allt sumar - fram að Menningarnótt. Þetta er svo sannarlega garður sem við eigum eftir að kanna betur á næsta ári. Svo voru strætóferðir líka vinsælar í sumar og var hvað eftirminnilegust gönguferð um Bústaðahverfið í afbragðs veðri. Það er nefnilega svo ótrúlega einfalt að hafa ofan af fyrir börnum á þessum aldri með því að sitja í vagninum, horfa á borgina út um gluggana og yfirgefa svo vagninn um leið eitthvað áhugavert blasir við (eins og til dæmis skemmtilegur leikvöllur). Þá er hægt að ganga um "framandi hverfi" og sjá það með augum barnanna. Það er mjög spennandi. Talandi um framandi svæði þá er Mosfellsbær fullur af áhugaverðum stöðum. Þar var útimarkaður á laugardögum í sumar. Í eitt skiptið könnuðum við "bakland" markaðarins og fundum vinsælt tjaldstæði og þegar enn lengra var skyggnst á bak við það gengum við fram á gerðarlegt og stórt tjald frá Mongólíu sem gert er út sem gistipláss (fyrir hvern sem er). Gaman væri að tékka á því einn daginn. En hvað um það, í Mosfellsbæ er fullt af skemmtilegum leikvöllum, nútímalegum og spennandi, enda mörg ný og nýleg hverfi þar í bæ. Svo er alltaf stutt í náttúruna. Síðasti staðurinn sem ég vildi minnast á í þessu yfirliti tengist líka náttúrunni en með allt öðrum hætti. Ég uppgötvaði nefnilega frábært lífrænt kaffihús í Garðheimum, Mjóddinni. Það er staðsett á svölunum fyrir ofan miðbik meginálmunnar. Þetta kaffihús er sérlega barnvænt og býður það að auki upp á dýrindis súpur í brauði og allt annað sem búast má við á slíkum stað - auk ódýrs íss í brauðformi og/eða uppáhellingu (hundrað kall hvort). Þaðan rölta allir út sáttir. Eins og staðan er í dag er vænlegt að hnýta aftan við slíka kaffihúsaferð smá rölt í norðurátt upp á hólinn stóra sem þar blasir við rétt hjá Reykjanesbrautinni og horfa þaðan niður í Elliðaárdalinn. Hóllinn er allur sundurnagaður og -grafinn eins og termítahaugur og þegar litið er niður má sjá litla svarta og hvíta hnoðra um víðan völl. Kanínurnar eru augnayndi en blasa samt við eins og martröð úr smiðju Hitchkocks, svo yfirþyrmandi er fjöldinn. Engu að síður frábær upplifun fyrir börnin.
þriðjudagur, ágúst 31, 2010
sunnudagur, ágúst 29, 2010
Pæling: Kvikmyndahlaðborð
Mig langaði að fylgja eftir sumaruppgjörinu úr síðustu færslu með enn frekara sumaruppgjöri (maður var svo óduglegur í sumar við þessar skriftir, svo uppgjörin reynast þeim mun fleiri fyrir vikið). Við ferðuðumst sem sagt lítið, eins og áður sagði, en vorum hins vegar dugleg á öðrum sviðum. Eitt láðist mér að nefna síðast: Við horfðum á óvenju margar myndir í sumar! Þetta hljómar kannski einkennilega en venjulega höfum við eytt frítíma okkar í spila tónlist og spila alls konar spil (eins og skrabbl) en gert mun minna af því að taka góða mynd á leigu. Á venjulegu sumri hefðum við bara séð það sem er í sjónvarpinu og látið okkur nægja að leigja eina eða tvær myndir þar fyrir utan. Listinn í sumar var hins vegar óvenju veglegur:
Amelie (***)
Ghostbusters (*)
The Raiders of the Lost Ark (***)
The Natural Born Killers (***)
Edward Scissorhands (**)
Dog Day Afternoon (****)
Catch Me if You Can (***)
No Country for Old Men (***)
In the Air (***)
Almost Famous (****)
The Mission (****)
Leaving Las Vegas (***)
City of Angels (**)
Stjörnugjöfin hjá mér er enginn allsherjardómur heldur endurspeglar fyrst og fremst hversu líklegur ég er til að vilja sjá myndina aftur og aftur (fjórar stjörnur). Þetta eru myndir sem hrífa mig. Þriggja stjarna mynd er hins vegar mynd sem er vel þess virði að sjá, flestar afbragðsmyndir, en eru að einhverju leyti takmarkaðar (Amelie fannst mér til dæmis pínu pirrandi í bland við allt það sem hreif á meðan mér fannst hin magnaða No Country for Old Men ekki sannfærandi á lokakaflanum). Tvær stjörnur eru myndir sem ég rétt hékk yfir - voru viss vonbrigði en voru samt áhugaverðar á einhvern hátt. Ghostbusters fannst mér hins vegar óþolandi (hélt út kannski hálftíma og var þá að fríka út af leiðindum). Flestar myndanna eru vel þekktar, fyrir utan kannski"Dog Day Afternoon" sem ég vil vekja sérstaka athygli á (sjá hér umfjöllun Wikipediunnar og hér umfjöllun Rottentomatoes).
Amelie (***)
Ghostbusters (*)
The Raiders of the Lost Ark (***)
The Natural Born Killers (***)
Edward Scissorhands (**)
Dog Day Afternoon (****)
Catch Me if You Can (***)
No Country for Old Men (***)
In the Air (***)
Almost Famous (****)
The Mission (****)
Leaving Las Vegas (***)
City of Angels (**)
Stjörnugjöfin hjá mér er enginn allsherjardómur heldur endurspeglar fyrst og fremst hversu líklegur ég er til að vilja sjá myndina aftur og aftur (fjórar stjörnur). Þetta eru myndir sem hrífa mig. Þriggja stjarna mynd er hins vegar mynd sem er vel þess virði að sjá, flestar afbragðsmyndir, en eru að einhverju leyti takmarkaðar (Amelie fannst mér til dæmis pínu pirrandi í bland við allt það sem hreif á meðan mér fannst hin magnaða No Country for Old Men ekki sannfærandi á lokakaflanum). Tvær stjörnur eru myndir sem ég rétt hékk yfir - voru viss vonbrigði en voru samt áhugaverðar á einhvern hátt. Ghostbusters fannst mér hins vegar óþolandi (hélt út kannski hálftíma og var þá að fríka út af leiðindum). Flestar myndanna eru vel þekktar, fyrir utan kannski"Dog Day Afternoon" sem ég vil vekja sérstaka athygli á (sjá hér umfjöllun Wikipediunnar og hér umfjöllun Rottentomatoes).
mánudagur, ágúst 16, 2010
Fréttnæmt: Vetur hefst (með sumaruppgjöri)
Þá er sumrinu lokið formlega með fyrsta vinnudeginum. Skólarnir byrja í næstu viku með kennslu og öllu því sem tilheyrir skólastarfinu en núna stendur hins vegar yfir undirbúningsvika hjá okkur kennurunum. Það er að mörgu leyti gott að komast aftur inn í rútínuna.
Sumarið leið hratt, eins og vanalega. Það byrjaði náttúrulega með fótboltaveislu eins og allir vita. Síðan tók við ferðamánuður hjá flestum í mikilli veðurblíðu. Við í Granaskjólinu létum það hins vegar eiga sig að mestu (að einni sumarbústaðarferð og einni tjaldnótt undanskilinni). Við héldum okkur mikið til heima í garðinum og leyfðum Signýju og Hugrúnu að busla í uppblásanlegu sundlauginni okkar. Einnig nýttist tíminn vel til að taka heimilið svolítið í gegn. Það þurfti að fara í gegnum alls konar hirslur og hreinsa til. Einnig fóru rafmagnstæki af öllum stærðum og gerðum í viðgerð eða á Sorpu, svo að ekki sé minnst á tölvuna sem drjúgur tími fór í að lagfæra. Síðast en ekki síst nýttist sumarið vel til að rækta sambandið við gamla vini og nýja kunningja, bæði með heimsóknum og matarboðum. Við mætum því nokkuð fersk til leiks þó að ferðaævintýri sumarsins hafi kannski setið á hakanum.
Sumarið leið hratt, eins og vanalega. Það byrjaði náttúrulega með fótboltaveislu eins og allir vita. Síðan tók við ferðamánuður hjá flestum í mikilli veðurblíðu. Við í Granaskjólinu létum það hins vegar eiga sig að mestu (að einni sumarbústaðarferð og einni tjaldnótt undanskilinni). Við héldum okkur mikið til heima í garðinum og leyfðum Signýju og Hugrúnu að busla í uppblásanlegu sundlauginni okkar. Einnig nýttist tíminn vel til að taka heimilið svolítið í gegn. Það þurfti að fara í gegnum alls konar hirslur og hreinsa til. Einnig fóru rafmagnstæki af öllum stærðum og gerðum í viðgerð eða á Sorpu, svo að ekki sé minnst á tölvuna sem drjúgur tími fór í að lagfæra. Síðast en ekki síst nýttist sumarið vel til að rækta sambandið við gamla vini og nýja kunningja, bæði með heimsóknum og matarboðum. Við mætum því nokkuð fersk til leiks þó að ferðaævintýri sumarsins hafi kannski setið á hakanum.
miðvikudagur, ágúst 11, 2010
Fréttnæmt: Tölvuviðgerð
Júli var líklega aumasti bloggmánuður í sögu vikuþanka (og nær sú saga allmörg ár aftur í tímann). Ástæðan er einfaldlega sú að tölvan hefur verið meira eða minna í viðgerð í mánuðinum, allt þar til nú. Þetta er í raun löng og stembin píslarganga sem ég nenni ekki að fara út í í smáatriðum hér og nú. Þeir voru margir fagmennirnir sem komu við sögu í bilanagreiningu tölvunnar og niðurstaðan reyndist vera sú að einn minniskubbanna (þeir eru fjórir í tölvunni) var farinn að gefa sig með þeim afleiðingum að tölvan fraus á ólíklegustu tímum - jafnvel þegar hún var ekkert að erfiða. Menn geta gert sér í hugarlund hversu pirrandi það er að vinna við slíka tölvu og hversu fælingarmátturinn er mikill þegar manni á annað borð hugkvæmist að nýta hana til skapandi skrifa. Ég einsetti mér hins vegar að pirra mig ekki á henni lengur og lagði allt kapp á að koma henni í lag (eða ýta henni út af borðinu endanlega). Feginn er ég að þurfa ekki að fjárfesta í 200-300 þúsund króna tölvu á þessum síðustu og verstu tímum. Það sem meira er að gegnum allt bilanagreiningarferlið hef ég náð að skerpa á virkni tölvunnar talsvert (burt séð frá tilhneigingu hennar til að frjósa). Hún er hraðvirkari en nokkurn tímann áður og hefur nú að geyma meira rými fyrir hins ýmsustu gögn. Ég hlakka bara til að fara að nota hana á ný. Þetta er mikill léttir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)