miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Fréttnæmt: Tölvuviðgerð

Júli var líklega aumasti bloggmánuður í sögu vikuþanka (og nær sú saga allmörg ár aftur í tímann). Ástæðan er einfaldlega sú að tölvan hefur verið meira eða minna í viðgerð í mánuðinum, allt þar til nú. Þetta er í raun löng og stembin píslarganga sem ég nenni ekki að fara út í í smáatriðum hér og nú. Þeir voru margir fagmennirnir sem komu við sögu í bilanagreiningu tölvunnar og niðurstaðan reyndist vera sú að einn minniskubbanna (þeir eru fjórir í tölvunni) var farinn að gefa sig með þeim afleiðingum að tölvan fraus á ólíklegustu tímum - jafnvel þegar hún var ekkert að erfiða. Menn geta gert sér í hugarlund hversu pirrandi það er að vinna við slíka tölvu og hversu fælingarmátturinn er mikill þegar manni á annað borð hugkvæmist að nýta hana til skapandi skrifa. Ég einsetti mér hins vegar að pirra mig ekki á henni lengur og lagði allt kapp á að koma henni í lag (eða ýta henni út af borðinu endanlega). Feginn er ég að þurfa ekki að fjárfesta í 200-300 þúsund króna tölvu á þessum síðustu og verstu tímum. Það sem meira er að gegnum allt bilanagreiningarferlið hef ég náð að skerpa á virkni tölvunnar talsvert (burt séð frá tilhneigingu hennar til að frjósa). Hún er hraðvirkari en nokkurn tímann áður og hefur nú að geyma meira rými fyrir hins ýmsustu gögn. Ég hlakka bara til að fara að nota hana á ný. Þetta er mikill léttir.

Engin ummæli: