Þá er sumrinu lokið formlega með fyrsta vinnudeginum. Skólarnir byrja í næstu viku með kennslu og öllu því sem tilheyrir skólastarfinu en núna stendur hins vegar yfir undirbúningsvika hjá okkur kennurunum. Það er að mörgu leyti gott að komast aftur inn í rútínuna.
Sumarið leið hratt, eins og vanalega. Það byrjaði náttúrulega með fótboltaveislu eins og allir vita. Síðan tók við ferðamánuður hjá flestum í mikilli veðurblíðu. Við í Granaskjólinu létum það hins vegar eiga sig að mestu (að einni sumarbústaðarferð og einni tjaldnótt undanskilinni). Við héldum okkur mikið til heima í garðinum og leyfðum Signýju og Hugrúnu að busla í uppblásanlegu sundlauginni okkar. Einnig nýttist tíminn vel til að taka heimilið svolítið í gegn. Það þurfti að fara í gegnum alls konar hirslur og hreinsa til. Einnig fóru rafmagnstæki af öllum stærðum og gerðum í viðgerð eða á Sorpu, svo að ekki sé minnst á tölvuna sem drjúgur tími fór í að lagfæra. Síðast en ekki síst nýttist sumarið vel til að rækta sambandið við gamla vini og nýja kunningja, bæði með heimsóknum og matarboðum. Við mætum því nokkuð fersk til leiks þó að ferðaævintýri sumarsins hafi kannski setið á hakanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli