sunnudagur, ágúst 29, 2010

Pæling: Kvikmyndahlaðborð

Mig langaði að fylgja eftir sumaruppgjörinu úr síðustu færslu með enn frekara sumaruppgjöri (maður var svo óduglegur í sumar við þessar skriftir, svo uppgjörin reynast þeim mun fleiri fyrir vikið). Við ferðuðumst sem sagt lítið, eins og áður sagði, en vorum hins vegar dugleg á öðrum sviðum. Eitt láðist mér að nefna síðast: Við horfðum á óvenju margar myndir í sumar! Þetta hljómar kannski einkennilega en venjulega höfum við eytt frítíma okkar í spila tónlist og spila alls konar spil (eins og skrabbl) en gert mun minna af því að taka góða mynd á leigu. Á venjulegu sumri hefðum við bara séð það sem er í sjónvarpinu og látið okkur nægja að leigja eina eða tvær myndir þar fyrir utan. Listinn í sumar var hins vegar óvenju veglegur:

Amelie (***)
Ghostbusters (*)
The Raiders of the Lost Ark (***)
The Natural Born Killers (***)
Edward Scissorhands (**)
Dog Day Afternoon (****)
Catch Me if You Can (***)
No Country for Old Men (***)
In the Air (***)
Almost Famous (****)
The Mission (****)
Leaving Las Vegas (***)
City of Angels (**)

Stjörnugjöfin hjá mér er enginn allsherjardómur heldur endurspeglar fyrst og fremst hversu líklegur ég er til að vilja sjá myndina aftur og aftur (fjórar stjörnur). Þetta eru myndir sem hrífa mig. Þriggja stjarna mynd er hins vegar mynd sem er vel þess virði að sjá, flestar afbragðsmyndir, en eru að einhverju leyti takmarkaðar (Amelie fannst mér til dæmis pínu pirrandi í bland við allt það sem hreif á meðan mér fannst hin magnaða No Country for Old Men ekki sannfærandi á lokakaflanum). Tvær stjörnur eru myndir sem ég rétt hékk yfir - voru viss vonbrigði en voru samt áhugaverðar á einhvern hátt. Ghostbusters fannst mér hins vegar óþolandi (hélt út kannski hálftíma og var þá að fríka út af leiðindum). Flestar myndanna eru vel þekktar, fyrir utan kannski"Dog Day Afternoon" sem ég vil vekja sérstaka athygli á (sjá hér umfjöllun Wikipediunnar og hér umfjöllun Rottentomatoes).

Engin ummæli: