miðvikudagur, nóvember 10, 2010

Sýning: Ormurinn ógnarlangi

Við í skólanum skruppum í gær með nemendur á sýninguna "Ormurinn ógnarlangi" í Gerðubergi. Þetta er stórkostleg sýning, bæði fyrir börn og fullorðna. Sagt er með risavöxnum leikmunum frá heimsmynd norrænnar goðafræði (hægt er að skríða inn í Miðgarðsorm og sitja í kjöltu Fenrisúlfs). Sýningin er listaverk og það er svo rækilega nostrað við hvern krók og kima að maðuur á ekki orð. Sýningin er opin fram í mars (þetta er langur opnunartími vegna þess hve mikill tími fór í að setja sýninguna upp). Ég mæli hins vegar með því að fara sem fyrst áður en leikmunir láta á sjá og til þess að hafa möguleika á að fara aftur og aftur...

1 ummæli:

Begga frænka sagði...

Ótrúlega flott og vegleg sýning .