laugardagur, febrúar 12, 2011

Sjónvarpið: Vísindakirkjan

Nú er verið að endursýna eftirminnilegar heimildamyndir í sjónvarpinu, á þessum vinda- og votviðrasama laugardegi. Myndirnar fjalla um frækilegt björgunarafrekið í Chile frá í fyrra annars vegar og svo franska heimildamyndin um Vísindakirkjuna. Hana sá ég um daginn, þegar hún var frumsýnd, og var ansi sjokkeraður. Ég hélt að þessi samtök væru byggð á vísindalegum grunni og myndi höfða til skynseminnar að einhverju leyti en annað kom ný í ljós. Samkvæmt myndinni eru þetta þaulhugsuð glæpasamtök, byggð á gróðabraski, skipulögðum heilaþvotti, sálrænni og andlegri niðurrifsstarfssemi og miskunnarlausri kúgun. Ótrúlega merkileg mynd (og samtök, ef út í það er farið).

Engin ummæli: