Nú er vorið ábyggilega komið. Ég hélt að minnsta kosti upp á tilfinninguna með því að raka af mér hárið um daginn. Ég skildi eftir snyrtilega kiwi-klippingu, eins og það er kallað, þannig að kollurinn er til þess fallinn að grípa rækilega í húfur þessa dagana, svona eins og franskur rennilás. Þetta er búið að vera tilhlökkunarefni síðustu vikurnar. Ég hef satt að segja verið ægilegur ásýndum, úfnari en Beethoven sjálfur. Vikum saman hef ég verið kominn á fremsta hlunn með að grípa í rakvélina en vetrarkuldinn hefur aftrað þeim áformum að undanförnu.
Það var reyndar ekki bara vortilfinningin sem hvatti mig áfram. Á sunnudaginn var sýnd myndin Taxi Driver. Með rakvélinni fagnaði eiginlega bæði vorinu og sýningu þessarar goðsagnakenndu myndar með gjörningnum. Það er eitthvað ofbeldisfullt við það að taka af sér hárið. Minnir mann á fangabúðir eða geðveiki. Mjög frískandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli