þriðjudagur, maí 08, 2012

Afmæli Hugrúnar

Hugrún varð fimm ára um daginn. Við héldum upp á það með hefðbundnum hætti: Við Vigdís útbjuggum einhverjar lágmarks veitingar á meðan annar hver gestur kippti með sér einhverju aukreitis. Reyndar lögðu allir metnað í sinn hlut og komu með alls kyns kræsingar. Í fyrsta skipti tókst mér að búa til verulega góða súkkulaðiköku (Djöflatertu upp úr Hagkaupskökubókinni). Ég gat borðað hana af bestu lyst í marga daga á eftir.

Við vorum mjög ánægð með hvað margir sáu sér fært að mæta, ýmsir sem ekki höfðu mætt áður og smellpössuðu inn i teitið :-) Svo þegar inni var orðið full mannmargt í okkar litlu íbúð ákváðu börnin og nokkrir fullorðnir að fara út í garð að leika í sólinni. Frábær fjölskylduskemmtun, að vanda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var bara eins og alltaf ljúft og sætt!!!

kv. og takk fyrir mig /okkur
kv.Begga frænka