Fyrir nokkrum dögum síðan áttum við Vigdís fimm ára afmæli saman. Við kynntumst 18. maí 2002 og höfum haldið upp á daginn síðan. Fyrir þremur árum trúlofuðum við okkur á þessum degi, sællar minningar (og munum líkast til halda upp á fimm ára trúlofunarafmæli eftir tvö ár). Það er kannski tímanna tákn að í þetta skiptið gafst okkur enginn tími til að gera neitt saman. Við fórum reyndar daginn eftir í stutta Smáralindarferð þar sem við fengum okkur eitthvert lítilræði í gogginn, en það telst varla með. Helsta ástæða þess að við gáfum okkur ekkert persónulegt svigrúm var sú að við erum í óða önn að undirbúa skírnina hennar... litlu systur. Upphaflega höfðum við þann átjánda í huga fyrir skírnina, svo að þetta félli nú allt saman við kerfið okkar. Signý var nefnilega skírð á afmælisdaginn minn fyrir ári síðan (átjánda mars) sem passaði þokkalega inn i grunnhugmyndina. Í þetta skiptið reyndist dagsetningaleikurinn ekki hentugur. Skírnin verður því haldin á laugardaginn kemur, 26. maí. og verður, að öðru leyti með sama sniði og hjá Signýju í fyrra (fyrir þá sem það muna).
Talandi um dagsetningar þá er vel við hæfi að minnast á það hér í framhjáhlaupi að Signý byrjar í leikskóla fyrsta júní næstkomandi. Við erum ekki síður spennt fyrir þeim tímamótum en skírninni.
þriðjudagur, maí 22, 2007
mánudagur, maí 21, 2007
Netið: Fullt af nýjum myndum
Ég var rétt í þessu að læða inn helling af nýjum og nýlegum myndum í myndaalbúmið á netinu. Þetta hefur raðast inn í óreglulegri tímaröð að undanförnu þannig að ég mæli helst með því að fólk kíki á dagatalsyfirlitið.
föstudagur, maí 18, 2007
Fréttnæmt: Systurnar eignast hús
Signý var svo heppin um daginn að eignast sitt fyrsta hús, og það langt á undan foreldrum sínum. Þetta er myndarlegt einingahús úr plasti sem keypt var í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum. Það voru Þröstur (fyrr. mágur) og Theodóra (stóra frænka Signýjar) sem komu færandi hendi með þetta fallega hús. Nú geta Signý (og litla systir) tekið stoltar á móti vinum sínum í garðinum og átt þar margar góðar stundir saman.
Húsið í garðinum
Fleiri myndir á myndasíðunni.
Húsið í garðinum
Fleiri myndir á myndasíðunni.
miðvikudagur, maí 16, 2007
Daglegt lif: Verkaskipting uppeldisins
Óskaplega er maður upptekinn þessa dagana. Hingað til hefur maður að minnsta kosti getað treyst á að fá pásur inn á milli eftir því sem við skiptumst á að sinna Signýju og upp úr klukkan níu hefur verið fyrirsjáanlega róleg stund eftir að Signý sofnaði. Nú er því ekki að skipta hins vegar. Vigdís er nánast alveg samtengd litlu nýfæddu dóttur okkar og þarf að leggja sig hvenær sem hún lognast út af. Ég er hins vegar öllum stundum með Signýju - og hún er mun fyrirferðarmeiri en áður. Það er helst í kringum hádegið, þegar hún leggur sig, að manni gefst svigrúm til að sinna einhverju frjálslegu. Það er þó skammgóður vermir því yfirleitt eru fyrirliggjandi húsverk líka í biðstöðu eftir þvi að Signý sofni. Á kvöldin þegar hún er svo loks sofnuð gerist það yfirleitt að litla systir fer þá að kvarta undan magaverkjum. Hún er sem sagt ekki fyllilega búin að ná sér, ólíkt því sem ég gaf í skyn síðast, og heldur okkur jafnan við efnið rétt fyrir miðnætti og fram til tvö eða þrjú, stundum lengur. Sem betur fer sefur hún hins vegar vel upp úr þvi þannig að nætursvefninn hjá okkur er yfirleitt fjórir til fimm tímar, þar til Signý vaknar (við heitan hafragraut).
Til að halda dampi í þessari þéttsetnu fjölskyldurútinu er bráðnauðsynlegt að brjóta daginn upp og fara út úr húsi reglulega. Leikvellirnir allt í kring eru freistandi enda fullt af dýralífi á svæðinu (kisur á alla kanta, nokkrir hundar af ýmsum stærðum og fullt af fuglum). Eftir þessu tekur Signý og er full af áhuga á dýrunum. Hún ískrar af gleði í hvert sinn sem köttur nálgast hana en gerir sér ekki grein fyrir því að það er samhengi á milli viðbragða hennar og þess að kettirnir hrökklast snarlega burtu. Hundunum fær hún hins vegar að klappa. Þeir eru ekki eins hvekktar verur og mun félagslyndari að jafnaði. Þessi hringur sem við göngum er hins vegar fábreyttur til lengdar. Þá kemur bíltúrinn að góðum notum. Við kíkjum stundum á fuglalífið á Gróttu og hendum í fuglana brauði ("sem hjálflausum fellur það þungt" eins og Valgeir Guðjóns sagði um árið). Einnig er nærliggjandi bókasafn, í miðbænum, afbragðs skemmtun. Við uppgötvuðum nýlega að þar innandyra er vel úthugsuð barnadeild með afmörkuðum kima, barnvænum húsgögnum og að sjálfsögðu barnabókum. Þangað sækja jafnaldrar Signýjar og eiga yfirleitt uppbyggileg samskipti. Ekki skemmir fyrir að ég hef sjálfur sérstakt dálæti á bókasöfnum og á oftast mín eigin erindi þangað öðru hvoru.
Við Vigdís erum algjörlega með sitt hvora rútínuna eins og tvö tiltölulega ólík teymi með ólíkar þarfir: Ég er á fullu að hjálpa Signýju við að rannsaka heiminn á meðan Vigdís hlúir að þeirri litlu og lagar sig að hennar rútínu. Að mínu mati er full þörf á tveimur fullorðnum í fullri "heimavinnu" til að sinna tveimur svona ungum. Það er eiginlega ótrúlegt til þess að hugsa að móðirin ein átti að sinna þessu öllu, og heimilinu, allt fram til okkar daga.
Til að halda dampi í þessari þéttsetnu fjölskyldurútinu er bráðnauðsynlegt að brjóta daginn upp og fara út úr húsi reglulega. Leikvellirnir allt í kring eru freistandi enda fullt af dýralífi á svæðinu (kisur á alla kanta, nokkrir hundar af ýmsum stærðum og fullt af fuglum). Eftir þessu tekur Signý og er full af áhuga á dýrunum. Hún ískrar af gleði í hvert sinn sem köttur nálgast hana en gerir sér ekki grein fyrir því að það er samhengi á milli viðbragða hennar og þess að kettirnir hrökklast snarlega burtu. Hundunum fær hún hins vegar að klappa. Þeir eru ekki eins hvekktar verur og mun félagslyndari að jafnaði. Þessi hringur sem við göngum er hins vegar fábreyttur til lengdar. Þá kemur bíltúrinn að góðum notum. Við kíkjum stundum á fuglalífið á Gróttu og hendum í fuglana brauði ("sem hjálflausum fellur það þungt" eins og Valgeir Guðjóns sagði um árið). Einnig er nærliggjandi bókasafn, í miðbænum, afbragðs skemmtun. Við uppgötvuðum nýlega að þar innandyra er vel úthugsuð barnadeild með afmörkuðum kima, barnvænum húsgögnum og að sjálfsögðu barnabókum. Þangað sækja jafnaldrar Signýjar og eiga yfirleitt uppbyggileg samskipti. Ekki skemmir fyrir að ég hef sjálfur sérstakt dálæti á bókasöfnum og á oftast mín eigin erindi þangað öðru hvoru.
Við Vigdís erum algjörlega með sitt hvora rútínuna eins og tvö tiltölulega ólík teymi með ólíkar þarfir: Ég er á fullu að hjálpa Signýju við að rannsaka heiminn á meðan Vigdís hlúir að þeirri litlu og lagar sig að hennar rútínu. Að mínu mati er full þörf á tveimur fullorðnum í fullri "heimavinnu" til að sinna tveimur svona ungum. Það er eiginlega ótrúlegt til þess að hugsa að móðirin ein átti að sinna þessu öllu, og heimilinu, allt fram til okkar daga.
föstudagur, maí 11, 2007
Daglegt líf: Þyngdaraukning og vöxtur
Það er eins og við manninn mælt, um leið og ég hef imprað á vökunóttum taka hlutirnir að breytast. "Litla systir" er búin að sofa vel undanfarnar nætur. Það virðist standast, sem margir héldu fram við okkur, að óværan stafaði af hreinsun eftir fæðinguna. Sú "litla-litla" er ekki nærri eins brúnaþung og fyrstu dagana og situr vær í fanginu á okkur og virðir fyrir sér heiminn á milli þess sem hún drekkur. Hún er reyndar mikill mjólkursvelgur og á það til að vera meira eða minna á brjósti tímunum saman.
Nú erum við formlega útskrifuð af fæðingardeildinni. Um daginn kom ljósmóðirin í síðasta skipti til okkar og við "leystum hana út" með óútsprungnum túlípönum úr garðinum. Hún var einmitt búin að dást að blómskrúðinu fyrir utan stofugluggann svo það var vel við hæfi. Hún skoðaði litlu stúlkuna vel og vandlega síðasta daginn og undraðist á því hvað hún dafnaði vel. Hún var nú þegar búin að ná upphaflegri þyngd sinni (en börn léttast dagana eftir fæðingu og þyngjast svo aftur). Ekki nóg með það, heldur var þyngdaraukningin með meira móti. Á tveimur dögum (frá síðustu mælingu) hafði hún þyngst um 210 grömm (reyndar var um aðra vigt að ræða en áður svo að skekkjumörk geta verið 50 gr. til eða frá). Þetta er í samræmi við áfergjuna sem litla mjólkurþyrsta dóttir okkar býr yfir.
Það er ýmislegt sem nýfædd dóttir okkar býr yfir annað en mikill þorsti og myndarlegt hár. Hún er afar löng miðað við þyngd og ljósmóðirin dáðist oft að þessum vext hennar. Við höfðum sjálf skýran samanburð við Signýju, hvað stærðina varðar, vegna þess að hún er nú þegar búin að "vaxa upp úr" fyrstu fötum Signýjar - og var reyndar of stór fyrir þau föt við fæðingu. Okkur sýnist hún meira að segja strax orðin of stór fyrir þau föt sem hún komst í fyrstu dagana. Hlutirnir gerast sem sagt hratt á þessum bæ.
Nú erum við formlega útskrifuð af fæðingardeildinni. Um daginn kom ljósmóðirin í síðasta skipti til okkar og við "leystum hana út" með óútsprungnum túlípönum úr garðinum. Hún var einmitt búin að dást að blómskrúðinu fyrir utan stofugluggann svo það var vel við hæfi. Hún skoðaði litlu stúlkuna vel og vandlega síðasta daginn og undraðist á því hvað hún dafnaði vel. Hún var nú þegar búin að ná upphaflegri þyngd sinni (en börn léttast dagana eftir fæðingu og þyngjast svo aftur). Ekki nóg með það, heldur var þyngdaraukningin með meira móti. Á tveimur dögum (frá síðustu mælingu) hafði hún þyngst um 210 grömm (reyndar var um aðra vigt að ræða en áður svo að skekkjumörk geta verið 50 gr. til eða frá). Þetta er í samræmi við áfergjuna sem litla mjólkurþyrsta dóttir okkar býr yfir.
Það er ýmislegt sem nýfædd dóttir okkar býr yfir annað en mikill þorsti og myndarlegt hár. Hún er afar löng miðað við þyngd og ljósmóðirin dáðist oft að þessum vext hennar. Við höfðum sjálf skýran samanburð við Signýju, hvað stærðina varðar, vegna þess að hún er nú þegar búin að "vaxa upp úr" fyrstu fötum Signýjar - og var reyndar of stór fyrir þau föt við fæðingu. Okkur sýnist hún meira að segja strax orðin of stór fyrir þau föt sem hún komst í fyrstu dagana. Hlutirnir gerast sem sagt hratt á þessum bæ.
mánudagur, maí 07, 2007
Daglegt líf: Fysta vikan
Nú er akkúrat vika liðin síðan yngri dóttir okkar fæddist. Við fórum heim daginn eftir fæðingu og höfum síðan þá notið góðs af daglegum heimsóknum ljósmóður okkar. Hún fylgist með því gaumgæfilega hvernig sú litla dafnar og gefur okkur góð ráð í leiðinni varðandi ýmislegt þessa fyrstu daga. Að sjálfsögðu þiggur hún kaffisopa í leiðinni og er hin viðkunnanlegasta. Á morgun kemur hún í síðasta skipti og teljumst við þar með formlega útskrifuð af fæðingardeildinni. Í dag var reyndar öðruvísi dagur. Í stað þess að fá ljósmóðurina í heimsókn gerðum við okkur ferð upp á Barnaspítala Hringsins þar sem dóttir okkar fór ásamt fjölda annarra viku gamalla barna í skoðun. Þar reyndist allt með felldu. Reyndar var þessi heimsókn svo vel heppnuð að við erum staðráðin í að koma aftur fljótlega! Ekki er ég að bulla, því kaffiterían á Barnaspítala Hringsins er með eindæmum góð (heimasmurðar samlokur og ótrúlega vandaðir salatdiskar). Við eigum eftir að kíkja þangað aftur einhvern daginn.
Vikan hefur annars verið erilsöm eftir heimkomu, eins og búast mátti við. Sú litla (eða öllu heldur sú "litla-litla" þar sem Signý er "stóra-litla") hefur verið býsna vær, nema þegar við hin erum að festa svefn. Þá á hún það til að orga af lífs og sálar kröftum. Það er sko enginn hljóðkútur á henni þegar hún byrjar. Röddin er ekki eins fíngerð, pen og björt og hjá Signýju heldur spannar hún meira skalann þannig að hún urgar á köflum. Ekki það að hún sé yfirleitt hávær. Hún er bara meira vakandi á þessum tíma sólarhringsins eins og gjarnt er með nýbura og við þetta bætist einhver magakveisa (sem sumir segja að sé bara "hreinsun" eftir fæðinguna) sem veldur henni vanlíðan. Augljóslega er hún með mikið skap og veit hvað hún vill. Hún gerir til að mynda skýran greinarmun á því að sofa í vöggunni eða í rúminu hjá okkur, jafnvel eftir að hún virðist steinsofnuð (og er yfirleitt fljót að rumska þegar hún er látin þangað á ný). Yfirleitt sefur hún vel seinni part nætur, svona um það bil hálfa nóttina. Vandinn er hins vegar sá að Signý sefur þetta allt af sér af stóískri ró. Hún átti bara erfitt með sig fyrstu nóttina og síðan ekki söguna meir. Á hverjum degi vaknar því útsofin á sínum reglubundna tíma klukkan átta að morgni. Þá stekk ég á fætur dauðuppgefinn og er eins og draugur þangað til við leggjum okkur aftur upp úr hádegi. Spænski miðdegislúrinn er því strax orðinn að kjölfestunni í rútínunni hjá okkar litlu fjölskyldu.
Vikan hefur annars verið erilsöm eftir heimkomu, eins og búast mátti við. Sú litla (eða öllu heldur sú "litla-litla" þar sem Signý er "stóra-litla") hefur verið býsna vær, nema þegar við hin erum að festa svefn. Þá á hún það til að orga af lífs og sálar kröftum. Það er sko enginn hljóðkútur á henni þegar hún byrjar. Röddin er ekki eins fíngerð, pen og björt og hjá Signýju heldur spannar hún meira skalann þannig að hún urgar á köflum. Ekki það að hún sé yfirleitt hávær. Hún er bara meira vakandi á þessum tíma sólarhringsins eins og gjarnt er með nýbura og við þetta bætist einhver magakveisa (sem sumir segja að sé bara "hreinsun" eftir fæðinguna) sem veldur henni vanlíðan. Augljóslega er hún með mikið skap og veit hvað hún vill. Hún gerir til að mynda skýran greinarmun á því að sofa í vöggunni eða í rúminu hjá okkur, jafnvel eftir að hún virðist steinsofnuð (og er yfirleitt fljót að rumska þegar hún er látin þangað á ný). Yfirleitt sefur hún vel seinni part nætur, svona um það bil hálfa nóttina. Vandinn er hins vegar sá að Signý sefur þetta allt af sér af stóískri ró. Hún átti bara erfitt með sig fyrstu nóttina og síðan ekki söguna meir. Á hverjum degi vaknar því útsofin á sínum reglubundna tíma klukkan átta að morgni. Þá stekk ég á fætur dauðuppgefinn og er eins og draugur þangað til við leggjum okkur aftur upp úr hádegi. Spænski miðdegislúrinn er því strax orðinn að kjölfestunni í rútínunni hjá okkar litlu fjölskyldu.
þriðjudagur, maí 01, 2007
Fréttnæmt: Fæðing afstaðin
Eftir langa bið að undanförnu og er önnur dóttir okkar Vigdísar loksins komin í heiminn. Hún fæddist í gær, þann þrítugasta apríl, klukkan 16:21. Hún vóg 3790 grömm (um 15 merkur) og spannar eina 54 cm (og er að mér skilst fremur löng miðað við þyngd). Hún er afar hárprúð og stingur það nokkuð í stúf við Signýju, sem enn er að safna.
Fæðingin gekk mjög hratt og vel fyrir sig að því undanskildu að hún var mjög lengi að fara af stað. Við mættum samkvæmt áætlun stundvíslega klukkan níu á sunnudaginn var (29.4) og þá hvíldumst við uppi á fæðingardeild á meðan beðið var eftir að eitthvað færi af stað. Fyrsta inngrip var sem sagt ákveðin gerð af stílum sem tóku eina sex tíma að ná fullri virkni og komu engu af stað. Við meira að segja náðum að sofa milli miðnættis og hálf fimm. Síðan leiddi eitt af öðru. Ekki ætla ég að telja upp inngripin hér en það var ekki fyrr en eftir hádegi í gær sem eitthvað fór að gerast fyrir alvöru. Um klukkan tvö má segja að fæðingin hafi farið af stað og henni lokið rúmum tveimur tímum seinna. Við náðum mjög góðum tengslum við ljósmóðurina á dagvaktinni og vorum svo heppin að hún gat haldið áfram og klárað fæðinguna með okkur. Hlutirnir gerðust hratt í lokin. Það kom okkur Vigdísi báðum talsvert á óvart þegar hárprúður kollurinn mjakaðist út. Að því leytinu til er hún mjög ólík Signýju og satt að segja ekki gott að átta sig á því hverjum hún líkist mest, en falleg er hún.
Nýfædd litla systir
Við fórum strax eftir fæðinguna inn á "Hreiðrið", sem er á næsta gangi. Hreiðrið er ætlað þeim sem ekki þurfa sérstakt eftirlit (sem sagt, heilbrigða móður og barn). Það gátum við ekki síðast af því Signý var nánast fyrirburi og þurfti sérstakan stuðning til að byrja með. Á Hreiðrinu fær maður að gista við besta hugsanlega aðbúnað í einn sólarhring en fara síðan heim eftir það. Þar eru ljósmæður og læknar tiltækir, að sjálfsögðu, en að öðru leyti er þetta eins og heimilislegt hótel. Þar má maki vera með yfir nótt í tvíbreiðu rúmi. Hvíldin sem maður fær við þetta er ómetanleg. Við lokuðum okkur af þennan tíma (rétt hrindum í foreldra okkar en lokuðum síðan símunum). Við komum heim rétt áðan leyfðum nánustu aðstandendum að kíkja á okkur. Við kvikmynduðum merkileg viðbrögð Signýjar við óvenjulegri heimkomunni (sem einkenndust af undrun, efasemdum og væntumþykju). En nú er ró komin í húsið og í þessum pikkuðum orðum eru dúllurnar þrjár allar í miðjum værum blundi.
Fæðingin gekk mjög hratt og vel fyrir sig að því undanskildu að hún var mjög lengi að fara af stað. Við mættum samkvæmt áætlun stundvíslega klukkan níu á sunnudaginn var (29.4) og þá hvíldumst við uppi á fæðingardeild á meðan beðið var eftir að eitthvað færi af stað. Fyrsta inngrip var sem sagt ákveðin gerð af stílum sem tóku eina sex tíma að ná fullri virkni og komu engu af stað. Við meira að segja náðum að sofa milli miðnættis og hálf fimm. Síðan leiddi eitt af öðru. Ekki ætla ég að telja upp inngripin hér en það var ekki fyrr en eftir hádegi í gær sem eitthvað fór að gerast fyrir alvöru. Um klukkan tvö má segja að fæðingin hafi farið af stað og henni lokið rúmum tveimur tímum seinna. Við náðum mjög góðum tengslum við ljósmóðurina á dagvaktinni og vorum svo heppin að hún gat haldið áfram og klárað fæðinguna með okkur. Hlutirnir gerðust hratt í lokin. Það kom okkur Vigdísi báðum talsvert á óvart þegar hárprúður kollurinn mjakaðist út. Að því leytinu til er hún mjög ólík Signýju og satt að segja ekki gott að átta sig á því hverjum hún líkist mest, en falleg er hún.
Nýfædd litla systir
Við fórum strax eftir fæðinguna inn á "Hreiðrið", sem er á næsta gangi. Hreiðrið er ætlað þeim sem ekki þurfa sérstakt eftirlit (sem sagt, heilbrigða móður og barn). Það gátum við ekki síðast af því Signý var nánast fyrirburi og þurfti sérstakan stuðning til að byrja með. Á Hreiðrinu fær maður að gista við besta hugsanlega aðbúnað í einn sólarhring en fara síðan heim eftir það. Þar eru ljósmæður og læknar tiltækir, að sjálfsögðu, en að öðru leyti er þetta eins og heimilislegt hótel. Þar má maki vera með yfir nótt í tvíbreiðu rúmi. Hvíldin sem maður fær við þetta er ómetanleg. Við lokuðum okkur af þennan tíma (rétt hrindum í foreldra okkar en lokuðum síðan símunum). Við komum heim rétt áðan leyfðum nánustu aðstandendum að kíkja á okkur. Við kvikmynduðum merkileg viðbrögð Signýjar við óvenjulegri heimkomunni (sem einkenndust af undrun, efasemdum og væntumþykju). En nú er ró komin í húsið og í þessum pikkuðum orðum eru dúllurnar þrjár allar í miðjum værum blundi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)