sunnudagur, ágúst 23, 2009

Daglegt líf: Vetrarstarf framundan

Nú er sumarið formlega á enda í mínum huga. Það er Menningarnótt sem setur punktinn á eftir sumrinu. Vikuna á undan eru skólar að hefja undirbúning og fólk byrjað að huga að vetrinum. Með vikunni sem framundan er hefst hin eiginlega vetrarstarfsemi. Fyrsta kennsluvikan er framundan.

Það er búið að vera notalegt að ganga í góðu veðri, fara í berjamó með börnunum, kíkja í Heiðmörkina, skreppa upp í bústað og svamla í uppblásnu sundlauginni í garðinum. Við erum meira að segja búin að vera dugleg að tékka á mannlífinu í bænum, eins og djasshátíðinni sem stendur yfir þessa dagana. Þar munar aldeilis um pössun sem Begga systir hefur verið örlát að bjóða upp á undanfarið. Nú síðast í gær, en þá fengu Signý og Hugrún að gista yfir nótt (í fyrsta skipti saman) enda nutum við Menningarnæturinnar sérlega vel í ár fyrir vikið. Maður var næstum búinn að gleyma hvað það er að sofa út.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir traustið og að leyfa okkur að njóta stelpnanna..

Þær eru svo skemmtilegar!!!
Krökkunum mínum fannst þetta rosalega gaman.

Þær eru sko ekki álag á okkur heldur ánægja .
Endurtökum þetta fljótlega!
Kv. Begga , Fannar og Guðný