föstudagur, ágúst 14, 2009

Pæling: Stafirnir Þ=F og Æ=Ai

Það var gaman að svæfa Hugrúnu og Signý rétt áðan. Ég las stafabók með þeim þar sem hver blaðsíða er helguð einum staf og einu dýri. Við fórum í gegnum þetta og kringumstæðurnar minntu mig á kennslu. Ég stóð með bókina, eins og ekta kennari (sem maður svo sem er), og hafði hana opna fyrir ofan rúmin tvö, svona tveim metrum frá þeim, og sýndi þeim myndirnar (og kom nær ef þær vildu rýna í þær).

Hvað er hér? Benti á dýrið og spurði svo um stafinn, hvað hann heitir og hvað annað "á" þennan staf.

Það var gaman hvað þær nutu sín við þessar aðstæður (yfirleitt er maður með þær í fanginu en þessi bók leyfði þessa nálgun). Yfirleitt komu þær með hugmyndir að orðum sem pössuðu vel við orðin og voru mjög skapandi og gáfu sér góðan tíma til að hugsa sig um. Báðar tvær. Ég var duglegur að hrósa og hvetja. Þegar kom að síðustu stöfunum komu sérstaklega skemmtileg svör.

Stafurinn Þ og bókin sýndi mynd af Þvottabirni. Þá sagði Signý "þú" (er hún að meina "Þorsteinn" eða fattaði hún orðið "þú"). Ég lagði til Þorskur og þá stakk Signý upp á "Froskur" (sem hljómar mjög líkt, sérstaklega eins og hún ber það fram). Síðan kom að næsta staf. Það var stafurinn Æ, sem bókin studdi með mynd af Æðarfugli. Þá sagði Signý:

"AIDA"

Bein úr Snillingunum, og söng svo laglínuna stolt úr Aida-aríunni. Fínn endir hjá henni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litlu snillingarnir ykkar og pínu"mínir"líka...


Þær eru frábærar

Nafnlaus sagði...

þetta comment var frá mér (Begga frænka )