miðvikudagur, október 07, 2009
Daglegt líf: Tvenns konar sýn á Fróða
Signý og Hugrún eru í þessum skrifuðum orðum að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu. Nú er verið að sýna gömlu góðu þættina Einu sinni var. Þar er hvíthærði öldungurinn Fróði í broddi fylkingar og leiðir ætt sína gegnum mannkynssöguna. Núna er hann víst staddur á köldu hellisgólfi á forsögulegum tíma (þáttur tvö, held ég). Við lentum inn í miðjum þætti þegar ég kveikti á sjónvarpinu og hvíthært andlit Fróða birtist skyndilega í nærmynd. Þá hrópaði Hugrún upp yfir sig: Jólasveinninn! Signý hristi hins vegar hausinn, fannst þetta greinilega mikil fjarstæða, og leiðrétti hana strax: Nei, þetta er api!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahahah
Þessi var svakalegur....
sagði krökkunum hann og þau
skelltu upp úr .
þær eru yndislegar
kv.Begga
Skrifa ummæli