þriðjudagur, desember 15, 2009
Upplifun: Leikur að orðum
Um daginn fylgdist ég með sérkennilegum samræðum Signýjar og Hugrúnar. Þær sátu andspænis hvorri annarri við hátt borð og voru eitthvað að dunda sér (að lita, minnir mig). Ég gaf orðum þeirra ekkert sérstakan gaum fyrr en ég tók eftir því að Signý var farin að segja "fyrirgefðu", mjög varlega, í áföngum, með skýru erri eins og hún væri beinlínis að æfa sig í framburðinum. Þá hermdi Hugrún eftir henni og sagði þetta eitthvað kæruleysislegar. "Nei", leiðrétti Signý hana og endurtók sérlega skýrt: "Fyrir-gefðu!". Þá sagði Hugrún, með smá prakkarsvip: "Fjóla Gerður"? Þær brostu báðar því þetta eru nöfn á tveimur starfsmönnum leikskólans og því mjög nærtækt. Signý flissaði jafnvel svolítið og bætti svo um betur: "Maríu-erla"!! Svo hlógu þær báðar. Ég fylgdist hins vegar hissa með og velti fyrir mér hvort þær væru meðvitaðar um orðaleikinn í þessu öllu saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gleðileg jól öll fjögur
kv
JMH og fjölskylda
Skrifa ummæli