miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Fréttnæmt: Bústaðaferð í febrúar

Við skruppum í sumarbústað um helgina í tilefni af afmæli Vigdísar. Höfðum það náðugt en buðum engum gestum, nema Jóni Má og Margréti (ásamt Melkorku) sem voru í bústað í grennd (í hinu gamalkunnuga "Melkorkuhúsi"). Það var auðvelt að lokka þau yfir með boði um að fara í heita pottinn. Svo borðuðum við frábæran mat: Humarsúpu í forrétt og Humarsalat á spergilbeði í aðalrétt - allt vaðandi í hvítlauk og gumsi. Signý tók fagnandi móti humarsúpunni og hrópaði upp yfir sig af gleði þegar hún frétti hvað átti að vera í matinn. Hún sagði strax við Hugrúnu og horfði í augun á henni: "Við fáum HUMAR-súpu!". Hún er sannarlega í uppáhaldi hjá henni, sælkeranum Signýju.

Aðstæður í bústaðnum voru mjög góðar að flestu leyti og veður ágætt. Reyndar mjög kalt en það gerir ekkert til í ef maður heldur sig til í hlýju húsi. Kuldinn býður líka upp á heiðbjartan stjörnuhimin (reyndar er orsakasamhengið öfugt, en það gerir ekkert til). Þegar við stigum út úr bílnum á leið í bústaðinn fyrsta kvöldi gat maður ekki annað en staðnæmst og baðað sig í stjörnuþyrpingunni. Ég hélt á Hugrúnu og beindi sjónum hennar að himninum. Hún hallaði höfðinu og virtist velta sér upp úr þessu eins og ég enda ekki vön að sjá svona stjörnubreiðu yfir höfði sér. Eftir nokkra stund rétti hún hins vegar úr sér aftur og sagði einfaldlega við mig: "Þeir eru fjórir".

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var gaman, takk fyrir okkur! :)
Kv
Jón, Margrét og Melkorka