fimmtudagur, mars 04, 2010

Fréttnæmt: Athyglisverð myndlistarsýning fyrir barnafjölskyldur

Nú er að koma helgi og tímabært að minna fólk, einkum barnafólk, á merkilega sýningu sem klárast einmitt um þessa helgi. Verið er að sýna í Gerðubergi myndskreytingar íslenskra barnabóka (með bækurnar sjálfar til hliðsjónar). Þetta er grípandi sýning fyrir bæði börn og foreldra. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær húsið er opið en þó veit ég fyrir víst að bókasafnið, sem er til húsa í sömu byggingu, er opið báða helgardagana frá eitt til fjögur. Tilvalið að kíkja með fjölskyldunni. Sjálfur rataði ég þangað um síðustu helgi fyrir tilviljun á leiðinni á bókasafnið. Sem betur fer voru Signý og Hugrún með í för og nutu góðs af. Við mættum á svæðið rétt fyrir hálf fjögur og næstum því misstum af opnun bóksafnsins því myndverkin á neðri hæðinni voru svo skemmtileg.

Engin ummæli: