Nú er aldeilis vor í lofti. Einstaklega fallegt veður - enda á ég afmæli í dag. Ég lít alltaf á þetta sem tímamót, ekki bara í mínu lífi heldur verða tilfinnanleg straumhvört í veðurfari líka. Veturinn er á bak og burt og vorið boðar komu sína. Afmælið mitt er eins og Lóan, boðberi vorsins, nema það að ég er á undan :-)
Mér finnst talan 38 að sumu leyti skuggaleg ef maður veltir því mikið fyrir sér en ásættanleg af því hún er svo yfirveguð. Hér er staldrað við í passlegri fjarlægð frá fertugsaldrinum. Annað en 37 ára aldurinn sem er óstöðugur - enda prímtala. Mér fannst einhvern veginn alltaf erfitt að muna hvað ég var gamall á liðnu ári, jafnvel þó 3 plús 7 séu tíu.
Gamall? Nei, mér finnst ég ekkert hafa elst síðan ég var 28. Hins vegar er alltaf lengra og lengra síðan ég fæddist.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
HANN Á AFMÆLI Í DAG....ALALALALA
tIL HAMINGJU MEÐ DAGINN BRÓSI...
KV.BEGGA SYSTIR.
Til hamingju með daginn, gamli gamli...: )
kv
Jón Már og familia
allrabesta afmaeliskveðja fra tengdo.Alltaf jafn ungur.
Skrifa ummæli