Stelpurnar fóru til Beggu systur um helgina og gistu þar aðfaranótt sunnudags. Áður en ég sótti þær á sunnudeginum fór ég með þau Fannar og Guðnýju í sund og mælti mér mót við þau á Hlemmi, þaðan sem við örkuðum í Sundhöllinna. Þau höfðu aldrei farið í hana áður og fannst gaman að upplifa það sem laugin býður sérsaklega upp á: bæði stökkva og kafa.
Á meðan voru þær Signý og Hugrún í góðu yfirlæti. Signý var á fullu í því að semja sögur, sem Begga skrásetti samviskusamlega. Ein þeirra fjallað um Rósalind prinsessu í Melabúðinni sem fann bangsa úti á götu og seldi hann, en síðan reyndist sölumaðurinn eiga bangsann :-) Önnur sagði söguna af boltanum sem fór út á götu og lenti undir bíl þannig að dekkið sprakk!! Það var gaman að lesa þessar sögur á meðan við mauluðum bakkelsi sem ég tók með mér á leiðinni upp eftir. Síðan röltum við yfir til ömmu þeirra og afa (mömmu og pabba) og fengum okkur þar kvöldmat. Um tíma var svolítill galsi í bæði þeim og frændsystkinum þeirra svo við ákváðum að fara í smá keppni. Signý kallaði hátt og skýrt "þangarbindindi" og svo áttu allir að halda aftur af sér þangað til einhver einn tapaði. Þá var byrjað aftur. Hugrún var jafn spennt fyrir þessum leik og vildi stýra honum með systur sinni og hrópaði með henni: "Hrafnabindindi"!
Systurnar fengu dýrindis handsnyrtingu hjá Beggu með mismunandi naglalakki á hverri nögl. Í leikskólanum hafa þær vera mjög ánægðar með sig það sem af er vikunni. Hugrún var sérsaklega upptekin af nöglunum og var bara með handarbakið á lofti fyrsta daginn og tilkynnt öllum sem hún sá: "Ég me´ naglanakk"!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég held ég hafi skemmt mér best af öllum enda ekki annað hægt í svona félagsskap!!!!
Þær voru alveg með það á hreinu hvaða nögl átti að fá hvaða lit.
Þetta var æðislega skemmtilegur dagur.
kv.Begga
Skrifa ummæli