föstudagur, júlí 22, 2011
Daglegt líf: Sumarið í hnotskurn
Sumarið hefur raskað bloggfærslum undanfarna daga og þannig á það auvitað að vera. Við höfum verið mikið á flandri. Ég nota þetta orð frekar en að vísa í "ferðalög" því við höfum stundað dagsferðir út frá borginni eins og andinn hefur blásið okkur í brjóst hverju sinni. Við erum að tala um Viðeyjarferð, nestisferð í Mosó, óvissuferð í Borgarnes (sem kom okkur talsvert á óvart með andlitslyftingu), humarveislu á Stokkseyri og heimsókn upp á Laugarvatn. Núna í þessari viku hafa Signý og Hugrún lagt áherslu á að vera bara heima, orðnar þreyttar á að vera sífellt á ferðinni. Hér er líka nóg að gera, bæði inni og úti. Við förum oft í fjöruna hér rétt hjá og stefnum á nokkra hjólatúra eftir Ægissíðunni, svo að ekki sé minnst á Gróttugöngur. Signý óskaði í gær sérstaklega eftir því að fá að fara fljótlega í "gamla kirkjugarðinn" við Suðurgötuna og talar að auki reglulega um Húsdýragarðinn. Svo er alltaf gott að hanga inni öðru hvoru. Núna í dag tók ég vænan bunka af myndum á leigu, fyrir bæði þær og okkur Vigdísi, á meðan bókasafnið á Seltjarnarnesi verður í fríi næstu tvær vikur.
miðvikudagur, júlí 06, 2011
Ferðalag: Leyndir afkimar Boston - fyrri hluti
Svo ég leyfi mér nú að minnast aftur á Boston þá hef ég tekið eftir auknum vinsældum borgarinnar að undanförnu. Kannski er ég bara að ímynda mér þetta, orðinn svona meðvitaður um Boston eftir ferðalagið, en mér finnst eins og annar hver maður sé að koma frá Boston eða vera á leiðinni þangað eða, í það minnsta, þekkja vel til borgarinnar af eigin raun. Borgin virðist eiga sérstakan stað í huga margra Íslendinga, bæði búsettra hér og í Bandaríkjunum. Einhver talaði um að þegar maður býr í Bandaríkjunum og ferðast til Boston sé það nánast eins og að koma "heim". Hvort borgin minni sérstaklega á Ísland eða bara Evrópu veit ég ekki, en það segir nú margt um notalegt og afslappað andrúmsloftið sem þar er að finna. Ég get sagt, fyrir mitt leyti, að þetta er ótrúega vel lukkuð borg í alla staði. Hún er vinaleg, falleg á litinn (mikið um rauðan múrstein), allt í göngufæri í miðbænum og það sem meira er; þar hafa gangandi vegfarendur allan forgang (sem er ólíkt flestum öðrum Bandarískum stórborgum, geri ég ráð fyrir). Í borginni er merkilega samsettur arkítektúr þar sem hið gamla glampar í gljáfægðum háhýsum. Í borginni er fullt af afþreyingu, söfnum og frægum almenningsgörðum. Maturinn kom mér að auki mjög á óvart fyrir gæði og heilnæmi og jógurtísinn í Boston er engu líkur.Svo er fólkið einstaklega vinalegt. Stundum var maður beinlínis hissa á því hvað fólk lagði sig ákaft fram um að þjónusta mann, með bros á vör. Ég hafði það beinlínist á tilfinningunni að Bostonbúar væru hamingjusamari en gengur og gerist í stórborgum heimsins.
Borgin býður upp á eitt og annað sem prýðir stórar borgir. Leiðavísar og handbækur taka gjarnan söfnin og sögufrægar byggingar fyrir. En það eru litlu staðirnir sem gefa borginni jafn mikið og allar frægu byggingarnar. Ég var býsna duglegur að kanna ýmsa afkima borgarinnar og ætla að telja upp hér fyrir neðan. Þettu eru sem sagt staðir sem auðveldlega fara fram hjá ferðamönnum en voru að mínu mati óvæntir hápunktar.
Hótelið okkar (kennaranna í Brúarskóla) var Midtown Hotel. Hægt að mæla með því ef fólk sækist ekki eftir öðru en vel staðsettu hóteli með lágmarks lúxus. Til dæmis var enginn morgunmatur í boði á sjálfu hótelinu, sem er allt í lagi fyrir þá sem eru stöðugt að kanna umhverfi sitt hvort eð er. Hótelið er frábærlega staðsett og er líklega langódýrasti kosturinn í miðbæ Boston. Talandi um staðsetningu, þá er hótelið rétt fyrir utan einn glæsilegasta svæði borgarinnar: The Christian Science Center, þar sem ólikindaleg samsetning bygginga og tutttugu sentimetra djúp tjörn mynda mjög eftirminnilegt torg. Glæsilegt bæði í björtu og í næturlýsingu. Svo er hér glæsileg mynd af sjálfri tjörninni og samspili hennar við umhverfið, svona rétt til að undirstrika töframátt torgsins.
Rétt hjá hótelinu (og þessu torgi) er vinsæl verslunarmiðstöð (Prudential Center) sem dregur nafn sitt af háhýsi sem gnæfir yfir svæðinu (Prudential Tower). Hann var um tíma hæsta bygging Bostonborgar (þar til hinn frægi Hancock turn var reistur). Í Prudential turninum er víst boðið upp á útsýnispall (Skywalk) sem ég nýtti mér ekki því það kostaði einhver ósköp að fá að fara upp á þá hæð. Líklega er það þó þess virði því hann býður upp á heilhrings útsýni yfir borgina ásamt einhverjum upplýsingum. Næst besti kostur (eða sá besti að sumra mati) er að fara upp á bar sem heitir Top of the Hub og er staðsettur um það bil á sama stað (kannski hæðinni fyrir neðan) á fimmtugustu og annarri hæð. Það kostar ekki neitt, nema maður panti sér eitthvað á staðnum, sem er auðvitað huggulegast. Þar er boðið upp á lifandi tónlist - djass - og eftir að sú spilamennska hefst er rukkaðir 24 dollarar á mann fyrir sæti við borð. Barborðið er hins vegar ókeypis og það er líka leyfilegt að rölta aðeins um. Útsýni af þessum stað er magnað og mér fannst ég vera kominn í einhverja sérameríska bíómynd bara við það að vera staddur þarna inni og finna hvernig turninn "dúaði" örlítið.. Þessi upplifun var líklega hápunkturinn á "útlandaupplifuninni", ef ekki bókstaflega í metrum talið :-)
Ég rétt minntist á Hancock turninn áðan en í honum speglast skemmtilega allt umhverfið, sérstaklega ein frægasta bygging borgarinnar: The Trinity Church. Hún er opinberlega talin ein glæsilegasta bygging nýja heimsins (þá er Suður-Ameríka tekin með). Ég hefði eflaust notið þess að skoða hana betur, bæði að utan og að innan, en ég lét það ógert. Það var svo mikill asi á manni á þessum örfáu dögum sem maður hafði. Hins vegar skoðaði ég stað beint á móti kirkjunni frægu sem fer fram hjá flestum: Boston Public Library. Bókasafnið lætur ekki mikið yfir sér, þó virðulegt sé, þar sem það horfir þögult á glitrandi samspil gömlu kirkjunnar og upplitsdjarfa turnsins. En að innan er upplifunin vægast sagt mögnuð. Safnið er marmaraklætt í bak og fyrir, með aðalsal sem setur mann hljóðan. Svo lumar safnið á vel varðveittu leyndarmáli: Bakgarði þar sem hægt er að neyta veitinga í algjörri ró og spekt eins og á afskekktu klaustri. Það var sælukennd stund að fá sér morgunkaffi á þessu stað í góðra vina hópi.
Nú verð ég að hætta í bili,... held áfram með þetta fljótlega, í annarri færslu.
Borgin býður upp á eitt og annað sem prýðir stórar borgir. Leiðavísar og handbækur taka gjarnan söfnin og sögufrægar byggingar fyrir. En það eru litlu staðirnir sem gefa borginni jafn mikið og allar frægu byggingarnar. Ég var býsna duglegur að kanna ýmsa afkima borgarinnar og ætla að telja upp hér fyrir neðan. Þettu eru sem sagt staðir sem auðveldlega fara fram hjá ferðamönnum en voru að mínu mati óvæntir hápunktar.
Hótelið okkar (kennaranna í Brúarskóla) var Midtown Hotel. Hægt að mæla með því ef fólk sækist ekki eftir öðru en vel staðsettu hóteli með lágmarks lúxus. Til dæmis var enginn morgunmatur í boði á sjálfu hótelinu, sem er allt í lagi fyrir þá sem eru stöðugt að kanna umhverfi sitt hvort eð er. Hótelið er frábærlega staðsett og er líklega langódýrasti kosturinn í miðbæ Boston. Talandi um staðsetningu, þá er hótelið rétt fyrir utan einn glæsilegasta svæði borgarinnar: The Christian Science Center, þar sem ólikindaleg samsetning bygginga og tutttugu sentimetra djúp tjörn mynda mjög eftirminnilegt torg. Glæsilegt bæði í björtu og í næturlýsingu. Svo er hér glæsileg mynd af sjálfri tjörninni og samspili hennar við umhverfið, svona rétt til að undirstrika töframátt torgsins.
Rétt hjá hótelinu (og þessu torgi) er vinsæl verslunarmiðstöð (Prudential Center) sem dregur nafn sitt af háhýsi sem gnæfir yfir svæðinu (Prudential Tower). Hann var um tíma hæsta bygging Bostonborgar (þar til hinn frægi Hancock turn var reistur). Í Prudential turninum er víst boðið upp á útsýnispall (Skywalk) sem ég nýtti mér ekki því það kostaði einhver ósköp að fá að fara upp á þá hæð. Líklega er það þó þess virði því hann býður upp á heilhrings útsýni yfir borgina ásamt einhverjum upplýsingum. Næst besti kostur (eða sá besti að sumra mati) er að fara upp á bar sem heitir Top of the Hub og er staðsettur um það bil á sama stað (kannski hæðinni fyrir neðan) á fimmtugustu og annarri hæð. Það kostar ekki neitt, nema maður panti sér eitthvað á staðnum, sem er auðvitað huggulegast. Þar er boðið upp á lifandi tónlist - djass - og eftir að sú spilamennska hefst er rukkaðir 24 dollarar á mann fyrir sæti við borð. Barborðið er hins vegar ókeypis og það er líka leyfilegt að rölta aðeins um. Útsýni af þessum stað er magnað og mér fannst ég vera kominn í einhverja sérameríska bíómynd bara við það að vera staddur þarna inni og finna hvernig turninn "dúaði" örlítið.. Þessi upplifun var líklega hápunkturinn á "útlandaupplifuninni", ef ekki bókstaflega í metrum talið :-)
Ég rétt minntist á Hancock turninn áðan en í honum speglast skemmtilega allt umhverfið, sérstaklega ein frægasta bygging borgarinnar: The Trinity Church. Hún er opinberlega talin ein glæsilegasta bygging nýja heimsins (þá er Suður-Ameríka tekin með). Ég hefði eflaust notið þess að skoða hana betur, bæði að utan og að innan, en ég lét það ógert. Það var svo mikill asi á manni á þessum örfáu dögum sem maður hafði. Hins vegar skoðaði ég stað beint á móti kirkjunni frægu sem fer fram hjá flestum: Boston Public Library. Bókasafnið lætur ekki mikið yfir sér, þó virðulegt sé, þar sem það horfir þögult á glitrandi samspil gömlu kirkjunnar og upplitsdjarfa turnsins. En að innan er upplifunin vægast sagt mögnuð. Safnið er marmaraklætt í bak og fyrir, með aðalsal sem setur mann hljóðan. Svo lumar safnið á vel varðveittu leyndarmáli: Bakgarði þar sem hægt er að neyta veitinga í algjörri ró og spekt eins og á afskekktu klaustri. Það var sælukennd stund að fá sér morgunkaffi á þessu stað í góðra vina hópi.
Nú verð ég að hætta í bili,... held áfram með þetta fljótlega, í annarri færslu.
Daglegt líf: Sumaropnun
Í dag var fyrsti frídagur Signýjar og Hugrúnar frá leikskólanum. Hann var nýttur vel - til að sofa út, fara í Húsdýragarðinn og njóta matar í nettri garðveislu sem við Vigdís slógum upp fyrir foreldra okkar. Manni finnst sumarið vera fyrst núna að byrja og við buðum því upp á hina hefðbundnu sumarsúpu (uppskriftina má finna hér). Kannski voru einhverjir fínir sumardagar í júní, ég veit það ekki þar sem ég var fjarri góðu gamni mest allan mánuðinn. En reyndar gerði ég mér lítið fyrir og hélt sumarsúpuhefðinni á lofti á ferðalaginu og bryddaði upp á henni við gestgjafa minn í Maine. Robert og synir hans voru allir jafn ánægðir með súpuna og voru beinlínis hissa á bæði hráefnasamsetningunni og bragðinu. Maturinn mæltist sérlega vel þar - sem og hér í dag. Við áttum sérlega náðuga stund í garðinum þrátt fyrir tilhugsunina um að í næsta garði sé vettvangur sjónvarpsþáttarins Gulli byggir. Gulli sást hvergi, kannski að lagfæra annað hús í dag, eða bara að sóla sig í blíðviðrinu allt annars staðar.
föstudagur, júlí 01, 2011
Samantekt: Fuglalífið í garðinum í Maine
Maine er paradís fyrir fuglaáhugamenn. Ránfuglar steypa sér eftir fiski í ánum, Himbriminn lónir úti undan fjörugrjóti og garðfuglar koma í öllum regnbogans litum. Gestgjafinn minn í Maine, hann Robert, er með matarskammtara ("feeder") úti í garði rétt fyrir utan eldhúsgluggann. Það var unun að fá að vaska upp og fylgjast með fuglalífinu í leiðinni og sjá þá tékka sig inn og út með reglulegu millibili. Eftir nokkra daga gat ég ekki á mér setið og varð að fara að skrá þetta hjá mér. Ég var nú svo heppinn að Robert var með nöfnin á hraðbergi, svo þetta var auðsótt. Hér fyrir neðan er svo listinn yfir þá algengustu - allt fuglar sem ég sá að minnsta kosti tvisvar á þeim skamma tíma sem ég hafði eftir að ég fór að fylgjast markvisst með.
Black-capped Chickadee
Baltimore Oriole
Tufted Titmouse
Northern Cardinal
American Robin (kallaður bara Robin í Bandaríkjum)
American Goldfinch (eða bara Goldfinch í Bandaríkjunum)
Grey Catbird
Mourning Dove
Blue Jay
White-breasted Nuthatch
Þetta voru garðfuglarnir - og listinn er síður en svo tæmandi. Við þetta má svo bæta gjóðnum (Osprey) sem hafði eftirlit með Penobscot ánni sem streymdi lygn fram hjá garðinum.
Black-capped Chickadee
Baltimore Oriole
Tufted Titmouse
Northern Cardinal
American Robin (kallaður bara Robin í Bandaríkjum)
American Goldfinch (eða bara Goldfinch í Bandaríkjunum)
Grey Catbird
Mourning Dove
Blue Jay
White-breasted Nuthatch
Þetta voru garðfuglarnir - og listinn er síður en svo tæmandi. Við þetta má svo bæta gjóðnum (Osprey) sem hafði eftirlit með Penobscot ánni sem streymdi lygn fram hjá garðinum.
Upplifun: Hugleiðing um Maine
Þegar ég ferðaðist um Maine sá ég mjög fjölskrúðugt dýralíf. Broddgeltir, hirtir, skjaldbökur, froskar og skunkar eru á hverju strái. Þetta eru dýr sem vekja athygli okkar Íslendinga þó algeng séu víða um heim, enda eigum við ekkert sem líkist þeim á okkar afskekktu eyju. Svo lenti ég í þeirra fágætu upplifun að verða fyrir aðkasti múrmeldýrs (Groundhog). Þetta er fremur stórt nagdýr (á stærð við stóran kött). Það er ekki mjög algengt á þessu svæði en það ruddist úr runna með látum, hrein eins og svín, og staðnæmdist nokkrum metrum fyrir framan mig. Það sá að ég var tíu sinnum stærri og ekkert á leiðinni burt. Það virtist hugsa sig um (í um tíu sekúndur) og lét sig svo hverfa aftur inn í runnann. Mér skilst að þetta hafi verið óvenjuleg uppifun því múrmeldýr eru að jafnaði mjög mikla mannafælur. Líklega bara að verja sitt svæði, með afdrep í þéttum og villtum runnagróðri. Þarna eru líka íkornar úti um allt (bæði venjulegir og líka þessir litlu sætu sem kallast "chipmunks" á ensku). Íkornarnir þeir eru ekkert að hafa fyrir því að fela sig, enda kvikir með endemum. Ég sá enga snáka í Maine og sem betur fer eru þeir sem þar finnast ekki eitraðir. Fuglalífið er síðan alveg sérkapituli út af fyrir sig (næsta bloggfærsla).
Þetta fylki er að mörgu leyti kjörsvæði náttúruunnenda. Maine er skógivaxnasta ríki Bandaríkjanna og mjög hálent. Árnar liðast um allt fylkið frá vestri til austurs í átt til Atlantshafsins og eru með vatni sínu bæði samgönguæðar, útivistarparadís og lífæðar fyrir gróður og dýr. Samfélagið er líka nokkuð sérstakt. Maine er nyrsta ríki Bandaríkjanna og sem slíkt er það mikið jaðarsvæði í þeim skilningi að þangað sækja margir Bandaríkjamenn sem eru búnir að fá nóg af öllu neyslusamfélaginu annars staðar í landinu. Þar hafa í gegnum tíðina sest að margir þekktir einstaklingar, gjarnan rithöfundar, sem vilja fá að vera í friði frá áreitum nútímasamfélags. Maine er tiltölulega drefibýlt ríki og samfélagið mátulega fábrotið með miklum þorpsbrag. Íbúar Maine leggja mikið upp úr því að lifa í nánu sambýli við náttúruna í stað þess að leggja hana undir sig og eru stoltir af því að geta lifað af landsins gæðum nokkurn veginn í takt við náttúruna. Þeir eru að miklu leyti sjálfum sér nógir. Maine er eitt af fátækari ríkjum Bandaríkjanna og er það er nokkuð sem íbúar fylkisins hafa valið sér. Þeir kjósa greiðan aðgang að óspilltri náttúru umfram þann fjárhagslega kost sem hlýst af stórbrotnum virkjunum og verksmiðjum. Þeir eru tilbúnir að láta af hendi fjárhagslegt ríkidæmi til að eiga náttúruna í bakgarðinum. Það er lúxus sem flestir aðrir Bandaríkjamenn þurfa að greiða háa summu fyrir að njóta í sínu fylki, benda þeir gjarnan á. Menningin á svæðinu ber óneitanlega svolítinn keim af þessu viðhorfi. Andrúmsloftið er mjög afslappað og enginn virðist vera að flýta sér. Þarna eru svo sem aðgangur að öllu því sem einkennir vestræn samfélög en þetta er dreifðara og rólegra. Nytjamarkaðir eru áberandi þáttur í þorpsbragnum ásamt bílskúrssölum (sem kallast "Yard sale") og er hægt að gera þar verulega góð kaup.
Þetta fylki er að mörgu leyti kjörsvæði náttúruunnenda. Maine er skógivaxnasta ríki Bandaríkjanna og mjög hálent. Árnar liðast um allt fylkið frá vestri til austurs í átt til Atlantshafsins og eru með vatni sínu bæði samgönguæðar, útivistarparadís og lífæðar fyrir gróður og dýr. Samfélagið er líka nokkuð sérstakt. Maine er nyrsta ríki Bandaríkjanna og sem slíkt er það mikið jaðarsvæði í þeim skilningi að þangað sækja margir Bandaríkjamenn sem eru búnir að fá nóg af öllu neyslusamfélaginu annars staðar í landinu. Þar hafa í gegnum tíðina sest að margir þekktir einstaklingar, gjarnan rithöfundar, sem vilja fá að vera í friði frá áreitum nútímasamfélags. Maine er tiltölulega drefibýlt ríki og samfélagið mátulega fábrotið með miklum þorpsbrag. Íbúar Maine leggja mikið upp úr því að lifa í nánu sambýli við náttúruna í stað þess að leggja hana undir sig og eru stoltir af því að geta lifað af landsins gæðum nokkurn veginn í takt við náttúruna. Þeir eru að miklu leyti sjálfum sér nógir. Maine er eitt af fátækari ríkjum Bandaríkjanna og er það er nokkuð sem íbúar fylkisins hafa valið sér. Þeir kjósa greiðan aðgang að óspilltri náttúru umfram þann fjárhagslega kost sem hlýst af stórbrotnum virkjunum og verksmiðjum. Þeir eru tilbúnir að láta af hendi fjárhagslegt ríkidæmi til að eiga náttúruna í bakgarðinum. Það er lúxus sem flestir aðrir Bandaríkjamenn þurfa að greiða háa summu fyrir að njóta í sínu fylki, benda þeir gjarnan á. Menningin á svæðinu ber óneitanlega svolítinn keim af þessu viðhorfi. Andrúmsloftið er mjög afslappað og enginn virðist vera að flýta sér. Þarna eru svo sem aðgangur að öllu því sem einkennir vestræn samfélög en þetta er dreifðara og rólegra. Nytjamarkaðir eru áberandi þáttur í þorpsbragnum ásamt bílskúrssölum (sem kallast "Yard sale") og er hægt að gera þar verulega góð kaup.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)