laugardagur, desember 31, 2011

Tómstundir: Nýtt áhugamál Signýjar

Þetta eru búin að vera fín jól. Við fjölskyldan höfum sofið út upp á hvern einasta dag, aldrei þessu vant. Stelpurnar eru vanar að vakna um áttaleytið um helgar en einhvern veginn duttu þær inn í aðra svefnrútinu. Mjög notalegt. Signý uppgötvaði líka nýtt áhugamál núna á aðventunni og um jólin. Hún fór á skauta með frístundaheimilinu tveim dögum fyrir jól. Fyrst ætlaði hún ekki að fara og talaði um að "bara horfa". Þá ákvað ég að fara með og hvatti hana til að fara inn á svellið. Með stuðningi var hún ákveðnari og skemmti sér fljótt vel. Hún náði hratt árangri með sérstakri stuðningsgrind og áður en hópurinn yfirgaf svellið var hún farin að ýta grindinni frá sér. Strax á eftir talaði hún um að fara aftur á skauta og sú tilhlökkun yfirskyggði tilhlökkunina eftir jólunum. Við skelltum okkur öll á skauta fyrsta virka dag eftir jólin og þá fékk Hugrún að prófa. Signý naut þess að vera orðin tiltölulega örugg en Hugrún var pínu svekkt yfir að vera ekki orðin jafn klár og systir sín í fyrstu tilraun. En svona er þetta bara. Þær eiga ábyggilega eftir að reyna aftur og aftur og ná góðum tökum á þessu. Það verður gaman að sjá árangurinn á árinu sem er framundan.

Engin ummæli: