mánudagur, desember 26, 2011

Þversögn: Hlutverk jólasveina

Jólin eru i fullum gangi. Um daginn, þegar stormur gekk yfir landið í hryðjum, voru menn að stússast í ýmsu í undirbúningi aðfangadagskvölds. Vigdís var heima ásamt Signýju en Hugrún var til í að skjótast með mér á nokkra staði með pakka. Þetta var á hádegi og tiltölulega góður tími til stefnu. Vigdís raðaði gjöfum í poka og sorteraði vandlega þannig að einn poki átti að fara á hvern stað. Þegar hún ætlaði að setja merkimiða á pokana stoppaði ég hana af því ef ég myndi lenda í vafa gæti ég alltaf kíkt í pokana og skoðað merkinguna á þeim. Hún svaraði: "Heldurðu að þú ráðir við þetta?". Ég brosti afslappaður: "Þetta er auðvelt" og fannst hún hafa allt of miklar áhyggjur. Þá svaraði hún og skellti fram óvæntri þversögn: "Ég treysti þér ekki. Þú ert svo mikill jólasveinn!"

Þegar maður deilir út gjöfum hlýtur að vera kostur að vera jólasveinn, er það ekki?

Gleðilega hátíð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"þú ert óttalegur jólasveinn" er úr texta eftir Ómar ....

Þú hefur þá hagað þér eins og til er ætlast!!!!
kv.Begga