föstudagur, desember 16, 2011

Fréttnæmt: Annasöm aðventa

Nú er desember búinn að vera erilsamur. Það munar talsvert um það að hafa stelpurnar á sitt hvorum staðnum og vera svo sjálfur þar að auki starfandi í þriðja skólanum. Fyrir vikið fórum við í piparkökuföndur í þrígang. Á sama tíma var Signý upptekin við það að æfa jólaleikritið (þar sem hún var engill með sannkallaða englalokka). Þegar því sleppti var stutt í afmælið hennar, sem haldið var upp á í tvennu lagi: annars vegar fjölskylduboð (síðastliðinn sunnudag) og svo krakkaafmæli (á þriðjudaginn var). Mitt á milli þessara tveggja daga dró svo til stórtíðinda þegar Signý og Hugrún eignðust lítinn frænda. Það var móðursystir þeirra, hún Ásdís, sem eignaðist myndarlegan dreng. Hún mætti reyndar í afmælið á sunnudaginn og það lá vel á henni. Síðan frétti maður af því að morguninn eftir væri drengurinn væri bara fæddur! Svona gerist þetta stundum án mikils fyrirvara. Allt gekk að óskum og Almar litli mætti stoltur með mynd af honum í leikskólann í gær. Signý og Hugrún eru líka voða spenntar fyrir því að sjá litla frænda og eiga von á að fá að kíkja á næstu dögum.

Engin ummæli: