föstudagur, apríl 13, 2012
Þroskaferli: Skilaboð Signýjar
Signý er á fullu að æfa sig í lestri þessa dagana og Hugrún fylgist náið með. Núna er Signý farin að færa sig upp á skaftið. Hún er farin að skrifa alls kyns skemmtilegar smásögur sem hún myndskreytir eftir kúnstarinnar reglum. Stundum er vandasamt að lesa út úr þessum sögum því hún er ekki farin að setja bil á milli orða enn þá. En skemmtilegastar eru orðsendingarnar og skilaboðin sem hún skilur stundum eftir hér og þar. Um daginn fékk hún vinkonu sína í heimsókn . Hún var nýbúin að taka mjög vandlega til í herberginu og hafði áhyggjur af því að allt færi á hvolf í ný. En þá skrifaði hún bara á miða (og límdi á hurðina) "Það er verið að mála herbergið". Svo keyptum við pitsur um daginn vegna þess að við fengum óvæntan gest og höfðum ekki tíma til að sinna matseld. Þá var mín kampakát og skellti miða á útidyrahurðina: "Pitsuveisa" (með broskalli og blöðrum, auðvitað).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Uppátækið hjá henni skottunni.
HAHHAHAA hún er æðisleg!!!
Ég var að spá í hvernig það fór framhjá mér að það væri verið að mála !!!
Hún gabbaði mig alveg!!!
Krúttlan!!! kv.Begga
Skrifa ummæli