þriðjudagur, mars 27, 2012

Daglegt líf: Tvær kvöldstundir í boði Beggu

Við Vigdis erum svo heppin að eiga góða að og hún Begga systir hefur reynst okkur séstaklega vel þegar við þurfum að bregða okkur úr húsi saman. Fyrir rúmri viku síðan passaði hún fyrir okkur þegar haldinn var merkilegur fyrirlestur í Grandaskóla um uppeldi. Hugo sálfræðingur var með sérlega lifandi og skemmtilega umfjöllun um hvernig best sé að nálgast börnin á jákvæðan hátt og nota til þess heppilegt orðalag. Meira um það síðar. Núna um páskana hljóp Begga aftur í skarðið til að við Vigdís kæmumst austur fyrir fjall að borða á Rauða húsinu (eins og lengi hefur staðið til að gera). Þoka lá yfir heiðinni en það kom ekki að sök, maturinn var frábær og andrúmsloftið afslappað og notalegt. Við tókum eftir ýmsum antíkmunum hér og þar í salnum, sem vörpuðu skemmtilegum blæ á umhverfið, og vorum sammála um að svona væri betra að geyma gamla muni heldur en á minjasöfnum í kraðaki annarra muna. Þetta er lifandi nærumhverfi og því má segja að munirnir hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Eins og gamli karlinn, "fertugi", sem þarna leysti út afmælisgjöf í boði konunnar :-) Kvöldin verða ekki huggulegri.

p.s. Þessi færsla var skrifuð viku seinna en hún var skráð. Fyrir því liggja tæknileg mistök sem of flókið er að fara nákvæmlega út í hér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þakka en ég á þetta ekki ein því ég á duglega unglinga sem þær sækja mikið í og njóta þess að vera með.
Auk þess er bara rosalega gaman að vera með þeim og skemmtilegar og oft heimspekilegar umræður verða til.

Takk fyrir að leyfa okkur að vera með þeim .... Knús .

Nafnlaus sagði...

Það er bara gaman að fá að passa þær þær eru yndi !!!

Ég hlakka til að passa aftur!!!

Guðný Frænka <3