sunnudagur, maí 15, 2005
Lestur: The Alchemist e. Coehlo
Nú er skammt góðra bóka á milli. Ég er nýbúinn að lesa nýjustu bók Coehlos (sjá eldri færslu) og hreifst svo mjög að ég varð að lesa fyrstu og frægustu bókina hans, Alkemistann ("The Alchemist"). Hún stóðst væntingar að mestu leyti (þær voru mjög miklar). Hrífandi fögur og full af lærdómsríkum gullmolum. Meginsagan er leit ungs fjárhirðis að fjársjóði lífs síns. Sú leit leiðir hann í ýmis ævintýri og á endanum uppgötvar hann mjög merkan sannleika um lífið. Sagan er ákaflega vel sögð og snertir marga mannlega strengi, en gerir það á afar mjúklegan og á ljóðrænan hátt. Einstöku sinnum vissi ég ekki alveg hvert höfundurinn var að fara, sérstaklega á skáldlegustu köflunum, en það skrifast eflaust á mig. Að öðru leyti var hún sögð á skýru og einföldu máli en var samt stöðugt ögrandi og áhugaverð. Frábær bók.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli