Ég fór í bústaðaferð með Vigdísi um helgina og slappaði af eins og vera ber. Horfði meðal annars á Eurovisionkeppnina, sem ég viðurkenni að hafa horft á bæði með semingi og áhuga. Skrítið hvernig keppnin hefur breyst. Einhvern tímann vonaðist maður til að fleiri færu að rokka í keppninni eða að þjóðlegra áhrifa myndi gæta meira. Nú er það einmitt málið og einhvern veginn tekst mönnum að búa til klisju úr því líka. Eru þetta áhrif keppninnar sem slíkrar? Eru menn of mikið að keppa og reyna of mikið að falla í alþjóðlegt kramið? Á ekki bara að líta á þetta sem sýningu frekar en keppni? Sem keppni er fyrirbærið að minnsta kosti löngu dautt.
Uppáhaldslag? Moldovía með ömmu gömlu í broddi fylkingar.
Flottasti flytjandinn? Jakob frá Danmörku. Eini flytjandinn með ekta stjörnuhæfieika.
Tilþrifamesti dansinn? Upphafsatriðið - Ungverjaland. Virkilega glæsilegur hópdans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli