Í gær hringdi Vigdís í mig í vinnuna og spurði mig hvort mig langaði ekki á "leikinn". Hún hafði nefnilega reddað mér tveim miðum á leik Vals og HK gegnum útvarpsstöð. Svona hugsar hún um mann jafnvel þegar maður er í burtu :-). Ég tók þessu gylliboði að sjálfsögðu vel, enda fátt skemmtielgra en að fara inn í helgina með fögrum fyrirheitum. Vigdís hafði sjálf reyndar ekki áhuga á leiknum svo ég þurfti að skima um eftir boltafélaga. Nokkrir komu til greina en fyrir tilviljun hringdi Jón Már einmitt í mig þegar ég var rétt að byrja að leita. Heimili Jóns er á mjög skemmtilegum stað með tilliti til uppákoma í dalnum, (í Álfheimunum) og þvi tilvalið að leggja bílnum þar, fjarri þvögunni, og ganga í rólegheitum á staðinn. Sú ganga var vel þess virði. Reyndar vorum við á því að gangan sjálf hafi slegið leiknum við því haustlitirnir allt í kring voru vægast sagt hrífandi. Grasagarðurinn er auðvitað vel skipaður fjölbreyttri flóru og það er hrein unun að sjá hvernig allir litirnir vega hvern annan upp. Sums staðar er augljóst að niðursetning plantnanna hafi verið hugsuð út frá haustlitunum. Ég dauðsá eftir að hafa ekki verið með myndavél og er eiginlega á því að það sé þess virði að skella sér aftur í dalinn, vopnaður vélinni góðu. Í kjölfarið fæddist sú hugmynd að fara í sambærilega ferð í Heiðmörkina á morgun. Það verður án efa skemmtilegt. Signý kemur með og hugsanlega Vigdís og Hugrún líka (í magabelti).
Hvað leikinn áhrærir (svo maður komi sér aftur að upphafspunktinum) þá var það prýðileg skemmtun að fylgjast með áhorfendum, eins og alltaf á svona leikjum. Ég tók eftir því að litla stúkan á móti var galtóm (á meðan sú stóra var bara hálffull). Líklega er þetta alltaf svona á deildarleikjum, því sætaval var frjálst. Allt í einu læddist að mér lítill stríðnispúki. Mig langaði allt í einu ógurlega mikið til að vera "þessi eini hinum megin". Ef ég hefði ekki haft félagsskap hefði ég líklega stokkið yfir og horft á allt mannhafið í mestu makindum. Svo hefði ekki verið úr vegi að taka nokkur spor, hoppa, veifa og láta á mér bera. Líklega myndi maður rata inn á nokkuð margar ljósmyndir, svona í bakgrunni, rétt eins og náunginn sem stundar það að smygla sér inn á konungsfjölskylduljósmyndir í Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir svona hugsjónamönnum. En ég hætti við. Var of bláklæddur til að sjást almennilega (sú afsökun dugði mér að minnsta kosti). Kannski maður undirbúi þetta aðeins betur næst og mæti bara í rauðri og hvítri þverröndóttri prjónapeysu eins og Valli í bókinni frægu:-)
laugardagur, september 29, 2007
sunnudagur, september 23, 2007
Sjónvarpið: Snillingarnir
Í gærmorgun var tilhlökkun í loftinu eftir barnasjónvarpinu. Signý vissi reyndar ekki hvað var í vændum en við Vigdís vorum búin að bíða nokkuð lengi eftir seríu númer tvö með Snillingunum (Little Einsteins). Þetta er kennslufræðilega útpældar teiknimyndir um fjóra unga vini (og allsherjar farartækið þeirra) sem þurfa að leysa einhvern vanda (t.d. frelsa einn þeirra úr sápukúlu, hjálpa mús að ná sambandi við tunglið, finna týnt boðskort í fiðrildaveislu eða bara svæfa geimskipið þeirra með því að fljúga sólkerfið á enda). Til að leysta þrautirnar notast vinirnir við þekkt tóndæmi úr klassískri tónlistarsögu sem fylgir atburðarásinni allri eins og leiðarastef. Á sama tíma rennur bakgrunnsmyndin saman við þekkt málverk úr listasögunni. Svo birtast inn á milli þekktir staðir og náttúrufyrirbæri þannig að þættirnir sýna í leiðinni hvað Jörðin er merkilegur staður. Miðpunkturinn í hverjum þætti er hins vegar málverkið (eitt eða tvö) tónverkið, sem kynnt er í upphafi og afkynnt aftur formlega í uppklappi í lok þáttarins.
Signý fylgist vel með
Originally uploaded by Steiniberg.
Signý er heilluð af þessum þáttum og við Vigdís höfum sogast inn í þessa seríu með henni. Við fórum að taka upp þættina þegar langt var liðið á fyrstu seríu. Núna höfum við horft á þessa fáeinu þætti ótal oft og vorum farin að lengja eftir nýju efni. Næsta sería lofar góðu enda eru þættirnir framundan fullir af áhugaverðri tónlist og myndlist (eins og sjá má hér). Hver þáttur er frumsýndur á laugardagsmorgnum og endursýndur rétt fyrir fréttir á föstudögum, tæplega viku seinna.
Signý fylgist vel með
Originally uploaded by Steiniberg.
Signý er heilluð af þessum þáttum og við Vigdís höfum sogast inn í þessa seríu með henni. Við fórum að taka upp þættina þegar langt var liðið á fyrstu seríu. Núna höfum við horft á þessa fáeinu þætti ótal oft og vorum farin að lengja eftir nýju efni. Næsta sería lofar góðu enda eru þættirnir framundan fullir af áhugaverðri tónlist og myndlist (eins og sjá má hér). Hver þáttur er frumsýndur á laugardagsmorgnum og endursýndur rétt fyrir fréttir á föstudögum, tæplega viku seinna.
fimmtudagur, september 20, 2007
Tilvitnun: Refaskyttuskets
Það var vægast sagt óborganleg grein i Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni "Refaskytta í gæsaleit skaut tvo stóra útseli". Ég ætla svo sem ekkert að nefna manninn á nafn, en gef honum í staðinn orðið:
"Ég var bara að kíkja að gamni hvort ég sæi einhverjar gæsir"...en þá rak hann augun í útsel í víkinni, en þeir eru víst sjaldgæfir á þessum slóðum (Kaldbaksvík). "Ég sá einn svona hundrað metra frá landi og skaut hann. Ég var með veiðistöng og spún og ætlaði að húkka í hann og sá að ég dreif ekkert". Þá beið hann eftir því að selinn rak nær landi og var eitthvað að útbúa spotta til að ná til hans. "Þá sá ég að það var annar, enn þá stærri, úti á víkinni þannig að ég náði bara í riffilinn og plammaði hann líka". Síðan er sagt frá því í greininni hvernig hann hóaði í föður sinn og þeir komu selunum á land og hjálpuðust að við að "bisa skepnunum upp á bílpallinn". Selirnir vógu 325 og 232 kíló. Þá er sagt frá því að Hringormanefnd greiði (að sögn refaskyttunnar) þrjú þúsund krónur fyrir hvern selskjálka og fimmtíu krónur að auki fyrir hvert kíló sem dýrin vega, þannig að skyttan fékk um þrjátíu þúsund krónur fyrir báðar skepnurnar. Hann segist hins vegar ekki ætla að nýta dýrin neitt frekar: "Alla vega langar mig ekki í það. Ég bauð handverkskonu að hirða skinnið og hún var alveg himinlifandi en svo kom hún og skoðaði og sá að hún þyrfti kranabíl til að snúa honum svo hún hætti við. Ég verð bara að láta urða þetta."
Öll þessi atburðarás og orðfæri mannsins minnir mig á atriði úr Spaugstofunni, eða Fóstbræðraskets. Einhver afdala skytta þekkir ekkert nema að skjóta, vinnur við það að skjóta refi, ákveður að gera eitthvað annað til tilbreytingar en er á endanum kominn i einhverja vitleysu sem enginn græðir á. Eins og ofvirkur krakki sem fiktar við eitthvað og tekur sundur tæki og slítur snúrur úr sambandi bara til að hafa eitthvað fyrir stafni. Man einhver eftir Emil í Kattholti? Þannig hvatvísi er mér í huga þegar ég les þessa atburðarás. Ekkert hugsað um samhengi hlutanna, bara ætt áfram. Er þetta ekki kjörið dæmi um það þegar skotið er fyrst og spurt eftir á? :-)
Hvað er þetta annars með Hringormanefnd? Er þarna verið að hvetja til selveiða í því skyni að halda jafnvægi á dýrastofnum (eða halda í skefjum hringormum)? Þegar nefndir eða sjálfskipaðir sérfræðingar fara að hvetja til dýraveiða til þess að halda jafnvægi á vistkerfinu þá hljómar það eins og hver önnur hring(orm)avitleysa. Svona eins og þegar vitgrannur leiðtogi stórveldis fer út í heim að boða lýðræði. Náttúran sér um sig sjálf. Maður hefði alveg skilið það ef veiðimaðurinn hefði lagt selina sér til munns. Það eru allt aðrir sálmar.
Fyrir nokkrum mánuðum var sýnd heimildarmynd um Maó. Honum datt einn góðan veðurdag í hug að allar pestir bærust okkur með fuglum. Þá var fyrirskipað að hver kínverji skyldi kappkosta að útrýma fuglum í borginni. Konur, börn, fullvaxta karlmenn og gamalmenni veifuðu kússköftum út í loftið þangað til fuglarnir duttu niður örmagna. Þetta gerist bara í Kína. Fuglarnir drápust milljónum saman, en þeir komu samt aftur. Og það var aldrei neitt að þeim. Annað óborganlegt skets úr raunveruleikanum átti sér stað í fyrra þegar fuglaflensan átti að vera yfirvofandi (var hún það eða var þetta ímyndun?). Óttinn var svo mikill að menn voru farnir að líta alla fugla hornauga, einkum farfugla sem komu langt að. Hinn einstaki og óumdeilanlega stríðelskandi Shirinovski hvatti þá til þess að herinn skyti alla farfugla sem færu yfir landamærin til Rússlands. Þetta eru dæmi um menn sem þekkja bara vopnvald og bera ekki skynbragð á hið flókna og fíngerða samhengi hlutanna.
Fyrst ég minntist á Spaugstofuna áðan þá verður mér ósjálfrátt hugsað til brandara sem þeir settu í útvarpsþættina sína fyrir margt löngu, sem minnir sérlega á greinina um refaskyttuna sem ætlaði sér eitt en gerði svo eitthvað allt annað. Það var svona "skets" um mann sem fór í byggingarvöruverslun og ætlaði að kaupa "klósett" en fór út með "salerni".
Viðskiptavinur: Eigið þið nokkuð til klósett?
Sölumaður: Nei, ekki heilt klósett. En við eigum hins vegar stakar klær.
Viðskiptavinur: Nú? Eigið þið þá kló af fálka?
Sölumaður: Nei, en við eigum kló af erni.
Viðskiptavinur: Hvernig erni?
Sölumaður: Salerni.
"Ég var bara að kíkja að gamni hvort ég sæi einhverjar gæsir"...en þá rak hann augun í útsel í víkinni, en þeir eru víst sjaldgæfir á þessum slóðum (Kaldbaksvík). "Ég sá einn svona hundrað metra frá landi og skaut hann. Ég var með veiðistöng og spún og ætlaði að húkka í hann og sá að ég dreif ekkert". Þá beið hann eftir því að selinn rak nær landi og var eitthvað að útbúa spotta til að ná til hans. "Þá sá ég að það var annar, enn þá stærri, úti á víkinni þannig að ég náði bara í riffilinn og plammaði hann líka". Síðan er sagt frá því í greininni hvernig hann hóaði í föður sinn og þeir komu selunum á land og hjálpuðust að við að "bisa skepnunum upp á bílpallinn". Selirnir vógu 325 og 232 kíló. Þá er sagt frá því að Hringormanefnd greiði (að sögn refaskyttunnar) þrjú þúsund krónur fyrir hvern selskjálka og fimmtíu krónur að auki fyrir hvert kíló sem dýrin vega, þannig að skyttan fékk um þrjátíu þúsund krónur fyrir báðar skepnurnar. Hann segist hins vegar ekki ætla að nýta dýrin neitt frekar: "Alla vega langar mig ekki í það. Ég bauð handverkskonu að hirða skinnið og hún var alveg himinlifandi en svo kom hún og skoðaði og sá að hún þyrfti kranabíl til að snúa honum svo hún hætti við. Ég verð bara að láta urða þetta."
Öll þessi atburðarás og orðfæri mannsins minnir mig á atriði úr Spaugstofunni, eða Fóstbræðraskets. Einhver afdala skytta þekkir ekkert nema að skjóta, vinnur við það að skjóta refi, ákveður að gera eitthvað annað til tilbreytingar en er á endanum kominn i einhverja vitleysu sem enginn græðir á. Eins og ofvirkur krakki sem fiktar við eitthvað og tekur sundur tæki og slítur snúrur úr sambandi bara til að hafa eitthvað fyrir stafni. Man einhver eftir Emil í Kattholti? Þannig hvatvísi er mér í huga þegar ég les þessa atburðarás. Ekkert hugsað um samhengi hlutanna, bara ætt áfram. Er þetta ekki kjörið dæmi um það þegar skotið er fyrst og spurt eftir á? :-)
Hvað er þetta annars með Hringormanefnd? Er þarna verið að hvetja til selveiða í því skyni að halda jafnvægi á dýrastofnum (eða halda í skefjum hringormum)? Þegar nefndir eða sjálfskipaðir sérfræðingar fara að hvetja til dýraveiða til þess að halda jafnvægi á vistkerfinu þá hljómar það eins og hver önnur hring(orm)avitleysa. Svona eins og þegar vitgrannur leiðtogi stórveldis fer út í heim að boða lýðræði. Náttúran sér um sig sjálf. Maður hefði alveg skilið það ef veiðimaðurinn hefði lagt selina sér til munns. Það eru allt aðrir sálmar.
Fyrir nokkrum mánuðum var sýnd heimildarmynd um Maó. Honum datt einn góðan veðurdag í hug að allar pestir bærust okkur með fuglum. Þá var fyrirskipað að hver kínverji skyldi kappkosta að útrýma fuglum í borginni. Konur, börn, fullvaxta karlmenn og gamalmenni veifuðu kússköftum út í loftið þangað til fuglarnir duttu niður örmagna. Þetta gerist bara í Kína. Fuglarnir drápust milljónum saman, en þeir komu samt aftur. Og það var aldrei neitt að þeim. Annað óborganlegt skets úr raunveruleikanum átti sér stað í fyrra þegar fuglaflensan átti að vera yfirvofandi (var hún það eða var þetta ímyndun?). Óttinn var svo mikill að menn voru farnir að líta alla fugla hornauga, einkum farfugla sem komu langt að. Hinn einstaki og óumdeilanlega stríðelskandi Shirinovski hvatti þá til þess að herinn skyti alla farfugla sem færu yfir landamærin til Rússlands. Þetta eru dæmi um menn sem þekkja bara vopnvald og bera ekki skynbragð á hið flókna og fíngerða samhengi hlutanna.
Fyrst ég minntist á Spaugstofuna áðan þá verður mér ósjálfrátt hugsað til brandara sem þeir settu í útvarpsþættina sína fyrir margt löngu, sem minnir sérlega á greinina um refaskyttuna sem ætlaði sér eitt en gerði svo eitthvað allt annað. Það var svona "skets" um mann sem fór í byggingarvöruverslun og ætlaði að kaupa "klósett" en fór út með "salerni".
Viðskiptavinur: Eigið þið nokkuð til klósett?
Sölumaður: Nei, ekki heilt klósett. En við eigum hins vegar stakar klær.
Viðskiptavinur: Nú? Eigið þið þá kló af fálka?
Sölumaður: Nei, en við eigum kló af erni.
Viðskiptavinur: Hvernig erni?
Sölumaður: Salerni.
laugardagur, september 15, 2007
Þroskaferli: Signý og dýrahugtökin
Signý er lífleg og hugmyndarík. Hún skilur okkur mjög vel og tjáir sig á lifandi hátt og notast við tilþrifamikið tungumál af einhverjum óþekktum uppruna, svipbrigði, dansspor og blærbrigðaríkt tónfall. Hún hermir eftir okkur stöðugt. Hins vegar notast hún við afar fá orð enn þá. Það hvarflar að mér hvort hún sé þessi týpa sem bíður með hlutina þar til hún er viss um að þeir séu í lagi og láti þá vaða. Hún er að minnsta kosti mjög varkár. Stundum velti ég því líka fyrir mér hvort hún eigi erfitt með einhver tiltekin hljóð og að það hamli henni á einhvern hátt. Til dæmis hefur hún ótal oft sagt "Hugrún" en ekki sitt eigið nafn. Þá segir hún í besta falli "Diddý" (sem okkur finnst samt óskaplega sætt og tímum ekki að leiðrétta). Ég man ekki eftir því að hafa heyrt hana bera fram "S" eða "T" enn þá. Kannski er það þröskuldur sem þarf að ryðja úr vegi. Hún er til dæmis farin að segja "leikskóli" með því að fara í kringum orðið: "Gégolí". Það styður a.m.k. S-kenninguna.
Einhvern tímann í haustbyrjun fór hún að taka eftir köngulóm. "Gogguljó" sagði hún af ákefð. Þá var ég nú viss um að orðaflaumurinn væri á leiðinni. Hins vegar varð þetta eina orð að þráhyggju. Einskær áhugi Signýjar á köngulóm varð til þess að hún sá köngulær í hverjum kima og tengdi meira að segja köngulóarvefi i bókum við köngulær (án þess að henni væri bent á það sérstaklega). Stundum finnst henni allar pöddur vera köngulær, en það er skiljanlegt. Það er eins og orðið eitt og sér hafi vakið athygli hennar á fyrirbærinu. Eða var það öfugt. Kom orðið upp úr eðlislægum áhuga á dýrum. Það er ekki svo afleit hugsun.
Hún þekkir fjöldamörg dýr og ég er ekki frá því að hún þekki sundur algengar fuglategundir nú þegar. Fyrir um mánuði síðan vorum við stödd á bókasafninu á Seltjarnarnesi, þar sem uppstoppaðir fuglar prýða innganginn í stóru glerbúri. Ég fór að spyrja hana út í loftið um krumma og uglu, sem hún þekkti. Það kom mér ekki svo mikið á óvart því þessir fuglar eru oft í myndabókum fyrir börn. Ég tók hins vegar upp á því að spyrja hana um kríu. Þegar hún benti rétt var ég verulega hissa. Hún hafði bara séð kríuna í fjarska, á flugi yfir fjörunni, og kannaðist aðallega við hljóðið. Tilviljun kannski? Við höfum ekki farið í þennan leik lengi en í dag kæmi mér síður á óvart að hún þekkti fuglinn. Hins vegar er lundinn í uppáhaldi þessa dagana. Hún á lundadúkku, mjög myndarlega, og hann er líka uppi á vegg á flottu plakati. Nýverið keypti ég póstkort handa henni með lunda. Það fannst mér stórsniðug hugmynd. Þannig er hágæða ljósmynd af fuglinum í höndunum á henni hvenær sem hún vill og má alveg krumpast.
Einhvern tímann í haustbyrjun fór hún að taka eftir köngulóm. "Gogguljó" sagði hún af ákefð. Þá var ég nú viss um að orðaflaumurinn væri á leiðinni. Hins vegar varð þetta eina orð að þráhyggju. Einskær áhugi Signýjar á köngulóm varð til þess að hún sá köngulær í hverjum kima og tengdi meira að segja köngulóarvefi i bókum við köngulær (án þess að henni væri bent á það sérstaklega). Stundum finnst henni allar pöddur vera köngulær, en það er skiljanlegt. Það er eins og orðið eitt og sér hafi vakið athygli hennar á fyrirbærinu. Eða var það öfugt. Kom orðið upp úr eðlislægum áhuga á dýrum. Það er ekki svo afleit hugsun.
Hún þekkir fjöldamörg dýr og ég er ekki frá því að hún þekki sundur algengar fuglategundir nú þegar. Fyrir um mánuði síðan vorum við stödd á bókasafninu á Seltjarnarnesi, þar sem uppstoppaðir fuglar prýða innganginn í stóru glerbúri. Ég fór að spyrja hana út í loftið um krumma og uglu, sem hún þekkti. Það kom mér ekki svo mikið á óvart því þessir fuglar eru oft í myndabókum fyrir börn. Ég tók hins vegar upp á því að spyrja hana um kríu. Þegar hún benti rétt var ég verulega hissa. Hún hafði bara séð kríuna í fjarska, á flugi yfir fjörunni, og kannaðist aðallega við hljóðið. Tilviljun kannski? Við höfum ekki farið í þennan leik lengi en í dag kæmi mér síður á óvart að hún þekkti fuglinn. Hins vegar er lundinn í uppáhaldi þessa dagana. Hún á lundadúkku, mjög myndarlega, og hann er líka uppi á vegg á flottu plakati. Nýverið keypti ég póstkort handa henni með lunda. Það fannst mér stórsniðug hugmynd. Þannig er hágæða ljósmynd af fuglinum í höndunum á henni hvenær sem hún vill og má alveg krumpast.
fimmtudagur, september 13, 2007
Tilvitnun: Flottræfilsháttur samfélagsins
Ég er búinn að minnast á bakþanka Doktors Gunna við alla sem ég tala við í dag. Í dag hitti doktorinn naglann beint á höfuðið með lýsingu sinni á íslensku samfélagi, sem og endranær. Það er hægt að nálgast pistlana hans hér. Ég er ekki frá því að skrifin hans séu ein samhangandi frásögn, þematengd sem ein allsherjarlýsing á "ástandinu" sem ríkir í samfélaginu. Græðgiskenndur glundroðinn er honum hugleikinn og öll firringin og hræsnin sem honum fylgir. Gaman að fylgjast með þessu...
miðvikudagur, september 12, 2007
Fjórar myndir af Signýju
Já, ég gat ekki lengi á mér setið. Hér er myndasería Signýjar - með eilítið breyttri uppsetningu. Allt nýlegar myndir. Með því að birta þetta svona er ég hálft í hvoru að minna á myndasíðuna. Þar er fullt af nýjum myndum.
Fjórar myndir af Signýju
Originally uploaded by Steiniberg.
þriðjudagur, september 11, 2007
Fjórar myndir af Hugrúnu
Ég var að læra á skemmtilegt forrit á netinu sem vinnur náið með flick-myndsetrinu. Þetta kemur ótrúlega vel út. Ég get ekki beðið eftir að gera meira. Næst...Signý.
Fjórar myndir af Hugrúnu
Originally uploaded by Steiniberg.
mánudagur, september 10, 2007
Daglegt líf: Nýtt matarþema
Pabbi og mamma komu heim frá Grikklandi um daginn, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi (enda ferðast þau tölvuert). Ekki urðu þau sérstaklega vör við eldana ógurlegu sem þar hafa geisað, að öðru leyti en því að bjarmann bar við nærliggjandi fjallasýn. Þau komu hins vegar færandi hendi með ýmsan grískan varning.
Hugrún og Signý fengu báðar kjól með dumbrauðu og ólífugrænu blómamynstri (miðjarðarhafsbragur á því). Einnig fengum við nettar en vandaðar grískar matreiðslubækur með girnilegum þjóðlegum réttum ásamt rauðvíni og fetaosti. Það á segja að þau hafi fært okkur gríska menningu á silfurfati. Ég var ekki lengi að nýta ostinn í matargerð. Í gær gerðum við einfaldan pastarétt sem samanstóð af tómötum og ólifum eingöngu (ásamt léttu kryddi). Með hvítlauknum og lauknum hefði þetta verið full ítalskt, en hann megum við helst ekki nota þessa dagana (laukar virðast fara illa í Hugrúnu gegnum móðurmjólkina). Við urðum því að leggja nýjar áherslur. Fetaosturinn kom þar sterkur inn ásamt ferskri agúrku lyfti matnum upp á annan stall.
Alvöru grískur fetaostur er öðruvísi en sá sem framleiddur er hér heima. Hann er bragðmeiri og öflugri. Ég kjamsa á honum einum og sér en ég hef tekið eftir því að flestir sem smakka hann vilja helst draga úr bragðinu með því að borða hann í bland við annað hráefni, í salötum og slíkum umbúnaði, svo öflugur er hann. Við fengu rausnarlegan skammt af ostinum þannig að hann á eftir að koma sér vel og nýtast næstu vikurnar. Það er því ljóst hvert matarþemað verður á okkar bæ þetta haustið. Ýtum Ítalíu aðeins til hliðar í bili.
Hugrún og Signý fengu báðar kjól með dumbrauðu og ólífugrænu blómamynstri (miðjarðarhafsbragur á því). Einnig fengum við nettar en vandaðar grískar matreiðslubækur með girnilegum þjóðlegum réttum ásamt rauðvíni og fetaosti. Það á segja að þau hafi fært okkur gríska menningu á silfurfati. Ég var ekki lengi að nýta ostinn í matargerð. Í gær gerðum við einfaldan pastarétt sem samanstóð af tómötum og ólifum eingöngu (ásamt léttu kryddi). Með hvítlauknum og lauknum hefði þetta verið full ítalskt, en hann megum við helst ekki nota þessa dagana (laukar virðast fara illa í Hugrúnu gegnum móðurmjólkina). Við urðum því að leggja nýjar áherslur. Fetaosturinn kom þar sterkur inn ásamt ferskri agúrku lyfti matnum upp á annan stall.
Alvöru grískur fetaostur er öðruvísi en sá sem framleiddur er hér heima. Hann er bragðmeiri og öflugri. Ég kjamsa á honum einum og sér en ég hef tekið eftir því að flestir sem smakka hann vilja helst draga úr bragðinu með því að borða hann í bland við annað hráefni, í salötum og slíkum umbúnaði, svo öflugur er hann. Við fengu rausnarlegan skammt af ostinum þannig að hann á eftir að koma sér vel og nýtast næstu vikurnar. Það er því ljóst hvert matarþemað verður á okkar bæ þetta haustið. Ýtum Ítalíu aðeins til hliðar í bili.
laugardagur, september 08, 2007
Fréttnæmt: Frændafæðing
Í nótt eignuðust Ásdís (systir Vigdísar) og Toggi stálpaðan strák. Við erum búin að fylgjast vel með og ekki laust við að Vigdís hafi farið í gegnum spennuþrungið ferli. Ég átti hins vegar gott með að sofa í gegnum eftirvæntinguna og vaknaði við góðar fréttir. Við erum með þeim í anda á Hreiðrinu þar sem þau hafa það náðugt í nótt sem þriggja manna fjölskylda í fyrsta skipti.
sunnudagur, september 02, 2007
Netið: Myndirnar flæða inn
Nú er nýja tölvan komin að fullu í gagnið. Ég nýt þess að hespa af einfalda hluti sem sú gamla hökti á. Ég var til dæmis hættur að nenna að blogga reglulega vegna þess að innslátturinn var orðinn hægur (það er ótrúlega pirrandi þegar manni er mikið niðri fyrir). Ég miklaði það verulega fyrir mér að gera enn margslungnari hluti eins og að setja inn myndir. Núna er þetta ekkert vandamál.
Áður en ég sendi myndirnar inn þarf ég að forvinna þær lítillega. Það hef ég nú gert við marga tugi mynda. Ég ætla að láta þær læðast inn nokkrar í einu út vikuna. Nú þegar eru komnar nokkrar sem ég hef trassað og lýsa ýmsu sem ég hef sagt frá að undanförnu. Skoðið myndasíðuna reglulega á næstunni.
Til marks um metnaðinn þessa dagana hef ég endurunnið nokkurra daga gamla bloggfærslu, þessa um stórinnkaupin. Nú hefur hún verið myndskreytt nokkuð ítarlega.
Áður en ég sendi myndirnar inn þarf ég að forvinna þær lítillega. Það hef ég nú gert við marga tugi mynda. Ég ætla að láta þær læðast inn nokkrar í einu út vikuna. Nú þegar eru komnar nokkrar sem ég hef trassað og lýsa ýmsu sem ég hef sagt frá að undanförnu. Skoðið myndasíðuna reglulega á næstunni.
Til marks um metnaðinn þessa dagana hef ég endurunnið nokkurra daga gamla bloggfærslu, þessa um stórinnkaupin. Nú hefur hún verið myndskreytt nokkuð ítarlega.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)