fimmtudagur, september 13, 2007

Tilvitnun: Flottræfilsháttur samfélagsins

Ég er búinn að minnast á bakþanka Doktors Gunna við alla sem ég tala við í dag. Í dag hitti doktorinn naglann beint á höfuðið með lýsingu sinni á íslensku samfélagi, sem og endranær. Það er hægt að nálgast pistlana hans hér. Ég er ekki frá því að skrifin hans séu ein samhangandi frásögn, þematengd sem ein allsherjarlýsing á "ástandinu" sem ríkir í samfélaginu. Græðgiskenndur glundroðinn er honum hugleikinn og öll firringin og hræsnin sem honum fylgir. Gaman að fylgjast með þessu...

Engin ummæli: