laugardagur, nóvember 10, 2007

Þroskaferli: Nokkur undarleg orð

Signý meðhöndlar algeng orð eins og henni sýnist. Eitt af uppáhaldsorðunum er "inniskórnir" sem hún fer í þegar ég skila henni af mér í leikskólanum. Hún sagði fyrst "innigoddí" en fór svo að segja það í öðru falli "innigóna". Eins eru sérkennileg orð fyrir þekkt fyrirbæri eins og önd og bíl. Bíl hefur hún reyndar talað um lengi. Fyrst notaðist hún við hljóðlíkingu (um það bil ársgömul) og þá gaf frá sér eins konar "raddað ell", eða "dl". Það minnir á hljóðið undan hjólbörðunum þegar bílarnir lötrast hægt fram hjá húsinu. Síðan hefur það þróast út í orðið "dl-la" (eða "díla"). Önd hefur þróast á svipaðan hátt. Hún talar um "Muagga" sem er komið undan hljóðinu "quack". Signý skeytti alltaf emmi á undan hljóðinu: "muagg". Það skilja hana því aðeins nánustu þegar hún biður um "Möggu".

Engin ummæli: