laugardagur, júlí 26, 2008
Upplifun: Nei! Ég á hann!
Signý talaði upp úr svefni í kvöld - í fyrsta skipti að mér vitandi. Hún talaði hátt og skýrt, eins og hún væri að reyna að ná til okkar gegnum tvö herbergi. Við héldum að hún væri að kalla á okkur en þegar við komum inn var ljóst að hún var að tala við einhvern þriðja aðila, í draumi: "Nei! Ég á hann! Nei! Ég á hann!". Við kinkuðum kolli til hvors annars og bökkuðum varlega til að trufla ekki samskiptin frekar.
föstudagur, júlí 25, 2008
Tónleikar: Damien Rice á Nasa
Við Vigdís fórum á frábæra tónleika í gærkvöldi, með Íslandsvininum Damien Rice. Hugtakið Íslandsvinur er yfirleitt notað um alla þá sem sækja landið heim en ætti heldur að notast um þá sem koma aftur, og aftur, eins og Damien Rice. Þetta eru þriðju eða fjórðu tónleikar hans á landinu á fimm árum - og í öll skiptin hefur selst upp á skömmum tíma. Hann á mjög tryggan aðdáendahóp hér á landi.
Damien Rice er einstaklega lifandi í allri framkomu, einlægur í tjáningu á milli laga, mikill húmoristi (og mjög djúpt þenkjandi í leiðinni) auk þess sem hann er fær um að spanna gríðarlega mikinn skala í dýnamískum flutningi, frá því að það megi heyra saumnál detta (salurinn agndofa) yfir í gríðarmikinn kraft sem líkja mætti við foss, sem varla er stætt undir. Hann er ótrúlegur og hreinlega í sérklassa sem sviðslistamaður. Maður sá allt í kringum sig fólk hreinlega brotna saman tilfinningalega strax við fyrsa lag, svo berskjaldaður verður maður undir þessum flutningi. Og þvílík innlifun! Aldrei hef ég orðið vitni að því að tónlistamaður fari hreinlega í gervi sögupersónunnar sem hann syngur um eins og Damien gerði í lokalaginu. Það fjallaði um kunningja hans sem lenti í sérkennilegri ástarsorg á bar (sagan var magnaðri en svo að ég geti endurtekið hana hér), nema hvað, Damien ákveður í þessu síðasta lagi að fá kassa af bjór upp á svið. Síðan býður hann 20 manns úr salnum upp á svið til að drekka með sér (sem fjöldi manns samþykkti að sjálfsögðu) á meðan hann sagði söguna. Hann fékk sér sjálfur fékk hann sér vín að drekka (hafði mjög fagmannlega drukkið vatn allt kvöldið, nota bene) og varð talsvert drukkin á skammri stundu áður en hann hóf flutninginn . Með vissu millibili fékk hann svo liðið uppi á sviði til að skála við hvert annað, þannig að gegnum lagið heyrðist þessi flöskuglamurstaktur. Ótrúlega flottur sviðseffekt. Á meðan fékk hann sér alltaf sopa (og hinir með). Þetta var eins og að horfa á sögupersónuna sem hann söng um birtast á sviðinu. Á vissum tímapunkti í textanum var minnst á sígarettu og með leikrænum tilþrifum, eins og í örvæntingu, vafði hann sér eina og kveikti í (nokkuð sem kom verulega á óvart í ljósi reykingabannsins, en rann fullkomlega saman við söguna sem þarna var flutt). Svo lauk þessu með hálfgerðri trúnaðarsamkomu uppi á sviði þar sem aðdáendur föðmuðu kappann, sem hafði gefið óskaplega mikið af sér allt kvöldið. Aðrir fóru gáttaðir út í næturmyrkrið.
Damien Rice er einstaklega lifandi í allri framkomu, einlægur í tjáningu á milli laga, mikill húmoristi (og mjög djúpt þenkjandi í leiðinni) auk þess sem hann er fær um að spanna gríðarlega mikinn skala í dýnamískum flutningi, frá því að það megi heyra saumnál detta (salurinn agndofa) yfir í gríðarmikinn kraft sem líkja mætti við foss, sem varla er stætt undir. Hann er ótrúlegur og hreinlega í sérklassa sem sviðslistamaður. Maður sá allt í kringum sig fólk hreinlega brotna saman tilfinningalega strax við fyrsa lag, svo berskjaldaður verður maður undir þessum flutningi. Og þvílík innlifun! Aldrei hef ég orðið vitni að því að tónlistamaður fari hreinlega í gervi sögupersónunnar sem hann syngur um eins og Damien gerði í lokalaginu. Það fjallaði um kunningja hans sem lenti í sérkennilegri ástarsorg á bar (sagan var magnaðri en svo að ég geti endurtekið hana hér), nema hvað, Damien ákveður í þessu síðasta lagi að fá kassa af bjór upp á svið. Síðan býður hann 20 manns úr salnum upp á svið til að drekka með sér (sem fjöldi manns samþykkti að sjálfsögðu) á meðan hann sagði söguna. Hann fékk sér sjálfur fékk hann sér vín að drekka (hafði mjög fagmannlega drukkið vatn allt kvöldið, nota bene) og varð talsvert drukkin á skammri stundu áður en hann hóf flutninginn . Með vissu millibili fékk hann svo liðið uppi á sviði til að skála við hvert annað, þannig að gegnum lagið heyrðist þessi flöskuglamurstaktur. Ótrúlega flottur sviðseffekt. Á meðan fékk hann sér alltaf sopa (og hinir með). Þetta var eins og að horfa á sögupersónuna sem hann söng um birtast á sviðinu. Á vissum tímapunkti í textanum var minnst á sígarettu og með leikrænum tilþrifum, eins og í örvæntingu, vafði hann sér eina og kveikti í (nokkuð sem kom verulega á óvart í ljósi reykingabannsins, en rann fullkomlega saman við söguna sem þarna var flutt). Svo lauk þessu með hálfgerðri trúnaðarsamkomu uppi á sviði þar sem aðdáendur föðmuðu kappann, sem hafði gefið óskaplega mikið af sér allt kvöldið. Aðrir fóru gáttaðir út í næturmyrkrið.
laugardagur, júlí 19, 2008
Upplifun: Ánægjuleg bústaðardvöl
Nú vorum við að koma úr nokkurra daga daga sumarbústaðardvöl í Grímsnesinu. Við erum svo heppin að eiga aðgang að bústað þar gegnum Jón Má og fjölskyldu hans. Hingað til höfum við heimsótt þau Jón og Margréti en í þetta skiptið vorum við ein í bústaðnum, við Vigdís og litlu telpurnar okkar, það er að segja. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem við förum í bústað með þær tvær saman. Einhverju sinni fór Signý með okkur, og Hugrún var þá í pössun, og einu sinni var þessu öfugt farið. Svo buðum við einu sinni mömmu Vigdísar með, og höfðum þá bæði Signýju og Hugrúnu. Það munaði heilmikið um þá aðstoð. Í þetta skiptið vorum það hins vegar við fjögur í fyrsta skipti.
Það verður að segja eins og er að mestur hluti tímans fór í að sinna stelpunum. Oftast sofnuðum við Vigdís með þeim dauðþreytt. Aðeins eitt eftirmiðdegi nýttist sem sannkölluð slökun, en þá hafði ég baðað þær tvær og stuðlað þannig að samhliða hádegislúr þeirra, sem við Vigdís nýttum í sólbað eða lestur góðra bóka. Þessi rútína var að festast í sessi þegar við fórum heim. Við gátum af ýmsum sökum ekki verið lengur en sáum fram á hvernig heimilisbragurinn uppi í sveit var allur að smyrjast. Það tekur sinn tíma að laga sig að nýjum aðstæðum með þær tvær. En það var hins vegar sérlega ánægjulegt hvað það fór vel um Hugrúnu og Signýju. Þær léku sér mikið í kojunum (þar sem efra rúmið fer þvert yfir til fóta og myndar þannig "hús" þeim megin). Signý endurnýjaði kynni sín af gömlum vídeóspólum. Við höfum ekki geta spilað þær mánuðum saman og nýttum tækifærið fyrst tækið var í bústaðnum. Við fórum auðvitað í sund líka í brakandi blíðviðri.
Það er kannski mest lýsandi fyrir dvölina að Signý vildi helst ekki fara heim. Þegar við renndum í hlað í Granaskjólinu sagði hún fyrst "ekki heim!". Stuttu síðar ítrekaði hún óskina, alvarleg á svipin: "heima hjá Mekoggu". Þar átti hún við Melkorku, dóttur þeirra Jóns og Margrétar. Áður en við lögðum af stað í bústaðinn hafði ég nefnilega sýnt henni myndir af þeim þremur í bústaðnum frá því við heimsóttum þau fyrr í sumar. Það gerði ég til að hún áttaði sig fyrirfram á því hvert við værum að fara. Ég man ekki eftir að hafa minnst á Melkorku á meðan við vorum í bústaðnum, þannig að hún hefur tekið ansi vel á móti upplýsingunum.
Það verður að segja eins og er að mestur hluti tímans fór í að sinna stelpunum. Oftast sofnuðum við Vigdís með þeim dauðþreytt. Aðeins eitt eftirmiðdegi nýttist sem sannkölluð slökun, en þá hafði ég baðað þær tvær og stuðlað þannig að samhliða hádegislúr þeirra, sem við Vigdís nýttum í sólbað eða lestur góðra bóka. Þessi rútína var að festast í sessi þegar við fórum heim. Við gátum af ýmsum sökum ekki verið lengur en sáum fram á hvernig heimilisbragurinn uppi í sveit var allur að smyrjast. Það tekur sinn tíma að laga sig að nýjum aðstæðum með þær tvær. En það var hins vegar sérlega ánægjulegt hvað það fór vel um Hugrúnu og Signýju. Þær léku sér mikið í kojunum (þar sem efra rúmið fer þvert yfir til fóta og myndar þannig "hús" þeim megin). Signý endurnýjaði kynni sín af gömlum vídeóspólum. Við höfum ekki geta spilað þær mánuðum saman og nýttum tækifærið fyrst tækið var í bústaðnum. Við fórum auðvitað í sund líka í brakandi blíðviðri.
Það er kannski mest lýsandi fyrir dvölina að Signý vildi helst ekki fara heim. Þegar við renndum í hlað í Granaskjólinu sagði hún fyrst "ekki heim!". Stuttu síðar ítrekaði hún óskina, alvarleg á svipin: "heima hjá Mekoggu". Þar átti hún við Melkorku, dóttur þeirra Jóns og Margrétar. Áður en við lögðum af stað í bústaðinn hafði ég nefnilega sýnt henni myndir af þeim þremur í bústaðnum frá því við heimsóttum þau fyrr í sumar. Það gerði ég til að hún áttaði sig fyrirfram á því hvert við værum að fara. Ég man ekki eftir að hafa minnst á Melkorku á meðan við vorum í bústaðnum, þannig að hún hefur tekið ansi vel á móti upplýsingunum.
þriðjudagur, júlí 15, 2008
Fréttnæmt: Skortur á veikindasögu
Ég hef trassað að tjá mig um heilsufar Signýjar og Hugrúnar að undanförnu. Á tímabili var ekki um annað skrifað og í raun ekki nema jákvætt að lítið sé af þeim vettvangi að frétta. Signý er að minsta kosti búin að vera stálslegin síðustu mánuði. Hugrún fékk hins vegar einhverja óværu fyrir um mánuði síðan. Þá fékk hún væga hitavellu (kringum 38) og varð lystarlítil í nokkra daga. Þegar hitinn náði loksins upp í 38.5 eftir um viku meðgöngu létum við lækni kíkja á hana. Þetta var farið að minna okkur ískyggilega á blöðrubólguna sem hún fékk rétt fyrir áramótin - einkennalaus slappleiki. Læknirinn staðfesti að það væri ekkert að hálsi, lungum eða eyrum og hvatti okkur til að senda inn þvagprufu. Hún leiddi í ljós sýkingu. Síðan þá hefur Hugrún verið á lyfjum - fyrst í stað fjórar töflur en núna tvær - og kemur til með að undirgangast frekari rannsóknir út af þessu öllu saman í haust. Þá stendur til að skoða hvort hún geti verið með nýrnabakflæði, en þá ferðast hluti af þvaginu við losun upp í nýrun. Þetta skilst okkur að sé ekki sérstakt áhyggjuefni en engu að síður full ástæða til að fylgja málinu fast eftir svo að ekki hljótist frekari óþægindi af síðar meir.
Af Hugrúnu og hennar líðan er það helst að frétta að hún er búin að vera sjálfri sér lík frá því hún fór að taka lyfin. Hún er búin að vera eðlilega frísk og hress undanfarnar tvær til þrjár vikur - samt örlítið matvandari en venjulega. Kannski er það bara eðlilegt þroskamerki og tilfallandi sem slíkt.
Af Hugrúnu og hennar líðan er það helst að frétta að hún er búin að vera sjálfri sér lík frá því hún fór að taka lyfin. Hún er búin að vera eðlilega frísk og hress undanfarnar tvær til þrjár vikur - samt örlítið matvandari en venjulega. Kannski er það bara eðlilegt þroskamerki og tilfallandi sem slíkt.
Fréttnæmt: Sumartilhögun
Enn ein bloggpásan að baki. Ég er farin að kalla það pásu þegar ég skrifa ekki í heila viku, enda er yfirskriftin "vikuþankar". Það er helst af okkur að frétta að ég er búinn að vera í fríi undanfarnar vikur, ekki bara frá vinnu (síðan í byrjun júní) og heldur líka frá fótbolta (það tók nú drjúgan tíma í júní). Nú er Signý búin að vera í fríi frá leikskólanum í heila viku og verður það áfram næstu þrjár. Ég hef verið að læðast með hana á leikvöllinn í grenndinni, þar sem við njótum góðs af gæslu fyrir og eftir hádegi. Yfirleitt dveljum við þar aðeins í tvo tíma eða svo, og ég get leyft mér að bregða mér frá um stund, út í búð eða heim kannski. Ég tjáði mig einmitt um þetta í fyrra þegar gæslan kom sem kærkomin búbót eftir erfitt veikindasumar og mikla inniveru af þeim sökum (sjá hér). Í kvöld er Vigdís að vinna sína síðustu kvöldvakt fyrir sumarfrí. Eflaust gerum við eitthvað skemmtilegt saman á næstu dögum. Hvort við bregðum okkur út á land skal hér ósagt látið.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Upplifun: Eftirminnileg helgi
Það er eins og við manninn mælt, um leið og Evrópukeppninni í fótbolta sleppir þá hverfur sumarið. Morguninn eftir glæsilegan sigur Spánverja var sólarglæta, en svo dró fyrir sólu. Við Vigdís nutum keppninnar að öllu leyti nema því að við þurftum alltaf að sinna svefnrútínu Hugrúnar og Signýjar um svipað leyti og seinni hálfleikurinn stóð yfir. Yfirleitt tók Vigdís það að sér að svæfa Signýju (sem sofnar enn á undan Hugrúnu) og ég reddaði Hugrúnu upp úr leikslokum, en nær undantekningarlaust sofnaði Vigdís og missti af leikslokunum (sem voru yfirleitt æsispennandi). Úrslitaleiknum ætluðum við svo sannarlega ekki að missa af og fengum pössun á meðan við fórum tvö út úr húsi og horfðum á leikinn í fjölmenni - á einu sportbarnum niðri í bæ. Það var gaman að fagna með fjöldanum og hnýta í aðdáendur þýska landsliðsins. Þegar Spánn stóð uppi sem sigurvegari sló mitt litla spænska hjarta ört. Margar minningar úr gömlum ferðalögum um Spán komu upp í hugann. Nú fengu þeir loksins uppreisn æru.
Helgin var annars viðburðarík. Við fengum líka pössun á laugardagskvöldið og skelltum okkur á Sigurrósartónleikana. Ég nefni ekki Björk vegna þess að við urðum frá að hverfa áður en hún steig á svið. Það fór að kólna óþægilega mikið við sólsetur, milli atriða, og við vorum í spreng á þeim tímapunkti. Salernisaðstaðan var víðs fjarri (fórum á farfuglaheimilið við tjaldstæðið) og eftir það langaði okkur ekki til baka, enda södd og sæl eftir fína tónleika Sigurrósar. Mér fannst stemningin góð og notaleg, hljómburður eitthvað lakari en á Miklatúni og minni dramatík yfir þessu, en samt huggulegt. Eitthvað fannst mér lítið fara fyrir boðskapnum samt. Björk og Sigurrós eru nú ekki miklir talsmenn, þau þau aðhyllist náttúruvernd. Vantað smá fútt í þann part. Tónleikarnir virkuðu á mig eins og eitt lítið andvarp, í byltingarsamhenginu stóra. Engin æsingur, bara huggulegheit.
Helgin var annars viðburðarík. Við fengum líka pössun á laugardagskvöldið og skelltum okkur á Sigurrósartónleikana. Ég nefni ekki Björk vegna þess að við urðum frá að hverfa áður en hún steig á svið. Það fór að kólna óþægilega mikið við sólsetur, milli atriða, og við vorum í spreng á þeim tímapunkti. Salernisaðstaðan var víðs fjarri (fórum á farfuglaheimilið við tjaldstæðið) og eftir það langaði okkur ekki til baka, enda södd og sæl eftir fína tónleika Sigurrósar. Mér fannst stemningin góð og notaleg, hljómburður eitthvað lakari en á Miklatúni og minni dramatík yfir þessu, en samt huggulegt. Eitthvað fannst mér lítið fara fyrir boðskapnum samt. Björk og Sigurrós eru nú ekki miklir talsmenn, þau þau aðhyllist náttúruvernd. Vantað smá fútt í þann part. Tónleikarnir virkuðu á mig eins og eitt lítið andvarp, í byltingarsamhenginu stóra. Engin æsingur, bara huggulegheit.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)